„Ég hef aldrei verið Framsóknarmaður“ Jakob Bjarnar skrifar 17. maí 2017 13:24 Ólafur hefur löngum verið sagður skilgetinn sonur Sambandsins og tengsl hans við Framsóknarflokkinn óvéfengjanleg. En, Ólafur segist aldrei Framsóknarmaður hafa verið. „Ég hef aldrei verið Framsóknarmaður,“ segir Ólafur Ólafsson fjárfestir sem birt málsvörn sína á netinu, eins og fram hefur komið.Kjartan Bjarni fær það óþvegið Ólafur kemur víða við en beinir einkum spjótum sínum að Kjartani Bjarna Björgvinssyni héraðsdómara sem stýrði rannsókn á þátttöku þýska bankans Hauck & Aufhauser Privatbankiers KGaA í kaupum á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum. Skýrsla nefndarinnar vakti mikla athygli, en Ólafur telur hana ekki standast. „Grundvallaratriðum er sleppt í rannsóknarskýrslunni þar sem þau ríma ekki við niðurstöðuna. Staðreyndum hefur ekki verið haldið til haga og þeim snúið á hvolf,“ segir Ólafur meðal annars og hljóta þetta að teljast fremur alvarlegar ásakanir.Sver af sér Framsóknarflokkinn Hann rekur stöðuna sem uppi var þegar bankinn seldur, 2002 til 2003. Sagði að ef mönnum þætti sem afskipti stjórnmálamanna mikil í dag, þá hafi þau verið miklu meiri þá. Hann rekur tengsl manna sem komu að sölunni við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn. Í framkvæmdanefnd um einkavæðingu voru pólitískt skipaðir af Davíð Oddssyni forsætisráðhera og Geir H. Haarde fjármálaráðherra þeir Ólafur Davíðsson og Steingrímur Ari Arason. Og af Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráðherra og formanns Framsóknarflokksins og Valgerði Sverrisdóttur viðskiptaráðherra þeir Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Örlygsson. „Þorgeir var síðar skipaður dómari við Hæstarétt og er nú forseti Hæstaréttar. Pólitíkin var því alltumkring og ég fullyrði að ef mönnum finnst pólitísk íhlutun og hagsmunagæsla áberandi á Íslandi dag, þá var hún enn meiri á þessum tíma. Það var almennt þekkt og þótti eðlilegt af mörgum stjórnmálamanninum,“ segir Ólafur. En, að engu slíku sé til að dreifa hvað sig sjálfan varðar.Þessu tengt verð ég að taka fram að ég hef aldrei verið pólitískur. Ég hef aldrei tekið þátt í starfi nokkurs stjórnmálaflokks. Eða verið meðlimur í nokkrum stjórnmálaflokki. Og það er rétt sem Valgerður Sverrisdóttir sagði nýlega, opinberlega, að ég hef aldrei verið Framsóknarmaður.Sagður skilgetinn sonur Sambandsins Að Ólafur skuli sverja af sér Framsóknarflokkinn með svo afdráttarlausum hætti kann að koma ýmsum á óvart, því tengsl Ólafs Ólafssonar hafa verið talin yfir vafa hafin þó ekki væru þau með formlegum hætti. Farið er í saumana á því í nærmynd sem Vísir birti fyrir nokkru, í tengslum við útkomu skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Ólafur er sonur Ólafs Sverrissonar sem var stjórnarmaður Sambandsins sáluga. Faðir Ólafs starfaði sem kaupfélagsstjóri um árabil. „Ólafur er þannig fæddur inn í SÍS, skilgetinn sonur, viðskiptaveldi sem kennt hefur verið við Framsóknarflokkinn. Fullyrt er að Ólafur tengist flokknum traustum böndum og sé einn helsti bakhjarl hans, án þess að það hafi fengist staðfest.“Margvísleg tengsl við Framsóknarflokkinn Ólafur gekk í Samvinnuskólann þar sem hann kynntist Finni Ingólfssyni fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokksins og með þeim tókst vinátta og samstarf. „Ólafur telst til S-hópsins svokallaða, sem er hópur fjárfesta og fyrirtækja, sem eiga rætur sínar að rekja til Sambandsins. Þegar S-hópurinn keypti Búnaðarbankann árið 2003 töldust til þess hóps Ker, VÍS, Samvinnulífeyrissjóðurinn og Samvinnutryggingar, síðar Gift ehf. Forstjóri VÍS á þeim tíma var Finnur Ingólfsson en stjórnarformaður VÍS var kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga, Þórólfur Gíslason, sem síðar var stjórnarformaður Giftar.“ Salan á Búnaðarbankanum Tengdar fréttir Lítið nýtt í gögnunum frá Ólafi Nefndarmenn stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar bjuggust við því að gögnin frá Ólafi Ólafssyni myndu varpa nýju ljósi á sölu Búnaðarbankans. 17. maí 2017 11:38 Ólafur svarar fyrir sig á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í dag Ólafur Ólafsson, fjárfestir sem oftast er kenndur við Samskip, kemur í dag á fund stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis til að ræða skýrslu rannsóknarnefndar um einkavæðingu Búnaðarbankans. 17. maí 2017 08:09 Ólafur Ólafsson birtir tæplega klukkutíma myndband um söluferli Búnaðarbankans Ólafur Ólafsson hefur birt á YouTube upptöku af framsögu sem hann hafði undibúið fyrir fund sinn með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í dag. 17. maí 2017 12:01 Nærmynd: Ævintýramaðurinn Ólafur Ólafsson Athafnamaðurinn Ólafur Ólafsson er í aðalhlutverki í öllum fréttatímum dagsins. En, hver er maðurinn? 29. mars 2017 15:44 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Ég hef aldrei verið Framsóknarmaður,“ segir Ólafur Ólafsson fjárfestir sem birt málsvörn sína á netinu, eins og fram hefur komið.Kjartan Bjarni fær það óþvegið Ólafur kemur víða við en beinir einkum spjótum sínum að Kjartani Bjarna Björgvinssyni héraðsdómara sem stýrði rannsókn á þátttöku þýska bankans Hauck & Aufhauser Privatbankiers KGaA í kaupum á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum. Skýrsla nefndarinnar vakti mikla athygli, en Ólafur telur hana ekki standast. „Grundvallaratriðum er sleppt í rannsóknarskýrslunni þar sem þau ríma ekki við niðurstöðuna. Staðreyndum hefur ekki verið haldið til haga og þeim snúið á hvolf,“ segir Ólafur meðal annars og hljóta þetta að teljast fremur alvarlegar ásakanir.Sver af sér Framsóknarflokkinn Hann rekur stöðuna sem uppi var þegar bankinn seldur, 2002 til 2003. Sagði að ef mönnum þætti sem afskipti stjórnmálamanna mikil í dag, þá hafi þau verið miklu meiri þá. Hann rekur tengsl manna sem komu að sölunni við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn. Í framkvæmdanefnd um einkavæðingu voru pólitískt skipaðir af Davíð Oddssyni forsætisráðhera og Geir H. Haarde fjármálaráðherra þeir Ólafur Davíðsson og Steingrímur Ari Arason. Og af Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráðherra og formanns Framsóknarflokksins og Valgerði Sverrisdóttur viðskiptaráðherra þeir Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Örlygsson. „Þorgeir var síðar skipaður dómari við Hæstarétt og er nú forseti Hæstaréttar. Pólitíkin var því alltumkring og ég fullyrði að ef mönnum finnst pólitísk íhlutun og hagsmunagæsla áberandi á Íslandi dag, þá var hún enn meiri á þessum tíma. Það var almennt þekkt og þótti eðlilegt af mörgum stjórnmálamanninum,“ segir Ólafur. En, að engu slíku sé til að dreifa hvað sig sjálfan varðar.Þessu tengt verð ég að taka fram að ég hef aldrei verið pólitískur. Ég hef aldrei tekið þátt í starfi nokkurs stjórnmálaflokks. Eða verið meðlimur í nokkrum stjórnmálaflokki. Og það er rétt sem Valgerður Sverrisdóttir sagði nýlega, opinberlega, að ég hef aldrei verið Framsóknarmaður.Sagður skilgetinn sonur Sambandsins Að Ólafur skuli sverja af sér Framsóknarflokkinn með svo afdráttarlausum hætti kann að koma ýmsum á óvart, því tengsl Ólafs Ólafssonar hafa verið talin yfir vafa hafin þó ekki væru þau með formlegum hætti. Farið er í saumana á því í nærmynd sem Vísir birti fyrir nokkru, í tengslum við útkomu skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Ólafur er sonur Ólafs Sverrissonar sem var stjórnarmaður Sambandsins sáluga. Faðir Ólafs starfaði sem kaupfélagsstjóri um árabil. „Ólafur er þannig fæddur inn í SÍS, skilgetinn sonur, viðskiptaveldi sem kennt hefur verið við Framsóknarflokkinn. Fullyrt er að Ólafur tengist flokknum traustum böndum og sé einn helsti bakhjarl hans, án þess að það hafi fengist staðfest.“Margvísleg tengsl við Framsóknarflokkinn Ólafur gekk í Samvinnuskólann þar sem hann kynntist Finni Ingólfssyni fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokksins og með þeim tókst vinátta og samstarf. „Ólafur telst til S-hópsins svokallaða, sem er hópur fjárfesta og fyrirtækja, sem eiga rætur sínar að rekja til Sambandsins. Þegar S-hópurinn keypti Búnaðarbankann árið 2003 töldust til þess hóps Ker, VÍS, Samvinnulífeyrissjóðurinn og Samvinnutryggingar, síðar Gift ehf. Forstjóri VÍS á þeim tíma var Finnur Ingólfsson en stjórnarformaður VÍS var kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga, Þórólfur Gíslason, sem síðar var stjórnarformaður Giftar.“
Salan á Búnaðarbankanum Tengdar fréttir Lítið nýtt í gögnunum frá Ólafi Nefndarmenn stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar bjuggust við því að gögnin frá Ólafi Ólafssyni myndu varpa nýju ljósi á sölu Búnaðarbankans. 17. maí 2017 11:38 Ólafur svarar fyrir sig á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í dag Ólafur Ólafsson, fjárfestir sem oftast er kenndur við Samskip, kemur í dag á fund stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis til að ræða skýrslu rannsóknarnefndar um einkavæðingu Búnaðarbankans. 17. maí 2017 08:09 Ólafur Ólafsson birtir tæplega klukkutíma myndband um söluferli Búnaðarbankans Ólafur Ólafsson hefur birt á YouTube upptöku af framsögu sem hann hafði undibúið fyrir fund sinn með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í dag. 17. maí 2017 12:01 Nærmynd: Ævintýramaðurinn Ólafur Ólafsson Athafnamaðurinn Ólafur Ólafsson er í aðalhlutverki í öllum fréttatímum dagsins. En, hver er maðurinn? 29. mars 2017 15:44 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Lítið nýtt í gögnunum frá Ólafi Nefndarmenn stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar bjuggust við því að gögnin frá Ólafi Ólafssyni myndu varpa nýju ljósi á sölu Búnaðarbankans. 17. maí 2017 11:38
Ólafur svarar fyrir sig á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í dag Ólafur Ólafsson, fjárfestir sem oftast er kenndur við Samskip, kemur í dag á fund stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis til að ræða skýrslu rannsóknarnefndar um einkavæðingu Búnaðarbankans. 17. maí 2017 08:09
Ólafur Ólafsson birtir tæplega klukkutíma myndband um söluferli Búnaðarbankans Ólafur Ólafsson hefur birt á YouTube upptöku af framsögu sem hann hafði undibúið fyrir fund sinn með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í dag. 17. maí 2017 12:01
Nærmynd: Ævintýramaðurinn Ólafur Ólafsson Athafnamaðurinn Ólafur Ólafsson er í aðalhlutverki í öllum fréttatímum dagsins. En, hver er maðurinn? 29. mars 2017 15:44
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent