Kári ritar opið bréf til kjósenda Bjartrar framtíðar: Losið okkur við Óttar Proppé Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. maí 2017 08:19 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er harðorður í garð heilbrigðisráðherra í opnu bréfi til kjósenda Bjartrar framtíðar í Fréttablaðinu í dag. Vísir/Ernir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, ritar opið bréf til kjósenda Bjartrar framtíðar í Fréttablaðinu í dag þar sem hann fer hörðum orðum um Óttar Proppé, heilbrigðisráðherra og formann flokksins. Segir hann meðal annars að Óttari sé meira í mun að þóknast samherjum sínum í ríkisstjórn, þeim Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra, og Benedikt Jóhannessyni, fjármálaráðherra, heldur en fólkinu í landinu. Þá segir Kári jafnframt að Óttar sé ekki maður orða sinna og biður kjósendur Bjartrar framtíðar um að losa landann við heilbrigðisráðherrann. Grein Kára fjallar um heilbrigðiskerfið hér á landi, fjármuni sem veita á í kerfið á næstu fimm árum samkvæmt fjármálaáætlun og einkavæðingu í kerfinu. Mörgum er eflaust í fersku minni undirskriftasöfnun sem Kári stóð fyrir á síðasta ári þar sem þess var krafist að ráðist yrði í endurreisn heilbrigðiskerfisins og að 11 prósentum af vergri yrði varið til heilbrigðismála. 85 þúsund Íslendingar rituðu nafn sitt á listann.Segir endurreisn heilbrigðiskerfisins ekki á dagskrá þessarar ríkisstjórnar „Allir stjórnmálaflokkarnir hétu því að þeir myndu ráðast í endurreisnina eftir kosningar, að undanskildum Sjálfstæðisflokknum sem sló í og úr og hélt því stundum fram að það væri að mestu búið að endurreisa kerfið. Annað loforð sem allir flokkarnir veittu var að stemma stigu við einkavæðingu heilbrigðiskerfisins utan Sjálfstæðisflokkurinn sem einnig þar sló í og úr. Í stjórnarmyndunarviðræðunum segir formaður ykkar að hann hafi beðið um heilbrigðismálaráðuneytið sem hann og fékk. Nú skulum við skoða hvernig honum gengur að efna loforð honum Óttari Proppé og hversu vel hann lýtur vilja fólksins í landinu. Það má vera að ykkur kjósendum hans finnist fullsnemmt að meta það eftir aðeins fjóra mánuði, en ekki gleyma því að við höfum fimm ára áætlun ríkisfjármála sem yfirlýstan vilja hans og samráðherra hans um það hvernig þeir hyggjast taka á heilbrigðiskerfinu,“ segir Kári í grein sinni og rekur síðan hversu miklu á að verja til heilbrigðismála á næstu fimm árum: „Ríkisfjármálaáætlunin gerir ráð fyrir 45 milljörðum af nýju fé inn í kerfið á fimm árum. Þar af fara 36 milljarðar í nýbyggingu Landspítalans sem hefur ekkert með rekstur heilbrigðiskerfisins að gera. Af þeim níu milljörðum sem eftir standa er tveimur ætlað að standa straum af kostnaði við læknisþjónustu Íslendinga erlendis sem er furðuleg ráðstöfun á fé og verður vikið að henni hér síðar. Þá eru eftir sjö milljarðar króna af nýju fé á fimm árum sem gera 1,4 milljarða á ári eða rétt um þrjú prósent af kröfu fólksins í landinu. Þegar rýnt er vendilega ofan í tölurnar í ríkisfjármálaáætluninni og gert ráð fyrir fólksfjölgun og breytingu í aldurssamsetningu er ljóst að það er gert ráð fyrir því að setja nákvæmlega ekkert nýtt fé í að endurskipuleggja og bæta þjónustu við landsmenn á næstu fimm árum. Endurreisn heilbrigðiskerfisins er ekki á dagskrá þessarar ríkisstjórnar.“Fjársvelti Landspítala og ýtt undir einkavæðingu Kári segir síðan frá fundi með Óttari sem hann sat ásamt tveimur forsvarsmönnum í læknisfræði hér á landi. Hann segir þá hafa bent honum á hversu miklir fjármunir væru áætlaðir í heilbrigðiskerfið á næstu árum en Óttarr hafi yppt öxlum og viðurkennt „að ríkisfjármálaáætlunin væri í litlu samræmi við kröfur fólksins í landinu en hann væri samt ánægður með hlut heilbrigðiskerfisins. Hann talaði um fjárhagslegan raunveruleika sem setti okkur skorður. Okkar svör við því voru að það hefði aldrei verið meiri auður í íslensku samfélagi og það væri vilji fólksins í landinu að skattleggja þennan auð að því marki að við höfum efni á mannsæmandi heilbrigðiskerfi. Það leist heilbrigðismálaráðherranum ekki á vegna þess að það kynni að valda óróa í hinu góða stjórnarsamstarfi. Honum er sem sagt meira í mun að þóknast Bjarna Benediktssyni og Benedikt Jóhannessyni en fólkinu í landinu. Þeir tveir virðast hins vegar staðráðnir í því að hunsa þann grundvallarþátt lýðræðisins sem felst í því að fara að vilja fólksins þegar hann er skýr. Og hvers vegna skyldi það svo vera er spurning sem beinir sjónum að einkavæðingu heilbrigðiskerfisins.“ Að sögn Kára hefur Landspítalinn markvisst verið fjársveltur síðustu ár með stefnu Sjúkratrygginga um að gera samninga við félög heilbrigðisstétta. Þetta hafi ýtt undir mikla einkavæðingu í heilbrigðisþjónustunni og væri Klíníkin í Ármúla orðin flaggskip einkavæðingarinnar.Líkir Óttari við leikmun „Víkur nú sögunni að milljörðunum tveimur í ríkisfjármálaáætluninni sem eiga að fara í læknisþjónustu við Íslendinga erlendis. Það fé fer líklega í fyrstu til þess að borga fyrir aðgerðir framkvæmdar á einkasjúkrahúsum í Svíþjóð af þeirri gerð sem eru framkvæmdar á Klíníkinni í Ármúlanum. Síðan verður látið undan þrýstingi og borgað fyrir aðgerðirnar á Klíníkinni. Milljarðarnir tveir eru sem sagt fé sem er eyrnamerkt til þess að fjármagna einkavæðingu í íslenskri heilbrigðisþjónustu. Í stað þess mætti nota þetta fé til þess að útbúa Landspítalann til þess að sinna allri þeirri þörf sem er fyrir þessar aðgerðir á landi hér. Þar er öryggi sjúklinga mun betur gætt en á fábrotinni einkaklíník í Ármúlanum og aðgerðirnar nýtast til þess að mennta og þjálfa næstu kynslóð heilbrigðisstarfsmanna,“ skrifar Kári í grein sinni sem byrjar hana á því að vísa í eina af frægum ræðum Óttars sem hann hélt þegar hann var í stjórnarandstöðu. Kári veltir því hins vegar upp í lokin hvort að ráðherrann hafi í raun aldrei meint það sem hann sagði í ræðum sínum þá. „Kannski var ræðunum hans einfaldlega ætlað að höfða til tilfinninga og hrífa eins og prósaískt ljóð án þess að baki þeim væri loforð um að standa við eitt einasta orð sem hann sagði; án þess að hann meinti eitt einasta orð sem annað en tæki til þess að kitla tilfinningar. Hinn möguleikinn er sá að hann meini allt en skilji einfaldlega ekki það sem er að gerast í kringum hann og láti Bjarna og Benedikt, sem eru læsari á tölur en hann, þyrla í kringum sig bókhaldsskýi hnausþykku. Hvort sem reynist rétt er hann ekki maður orða sinna og kominn tími til þess að þið sem kusuð hann losið okkur við hann. Það er ekki bara nauðsynlegt fyrir okkur og ykkur heldur líka fyrir Óttar, vegna þess að hann er farinn að líta út eins og leikmunur á sviðinu þar sem Bjarni og Benedikt syngja vesöld og sult í bú hins almenna borgara.“Grein Kára má lesa í heild sinni hér. Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, ritar opið bréf til kjósenda Bjartrar framtíðar í Fréttablaðinu í dag þar sem hann fer hörðum orðum um Óttar Proppé, heilbrigðisráðherra og formann flokksins. Segir hann meðal annars að Óttari sé meira í mun að þóknast samherjum sínum í ríkisstjórn, þeim Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra, og Benedikt Jóhannessyni, fjármálaráðherra, heldur en fólkinu í landinu. Þá segir Kári jafnframt að Óttar sé ekki maður orða sinna og biður kjósendur Bjartrar framtíðar um að losa landann við heilbrigðisráðherrann. Grein Kára fjallar um heilbrigðiskerfið hér á landi, fjármuni sem veita á í kerfið á næstu fimm árum samkvæmt fjármálaáætlun og einkavæðingu í kerfinu. Mörgum er eflaust í fersku minni undirskriftasöfnun sem Kári stóð fyrir á síðasta ári þar sem þess var krafist að ráðist yrði í endurreisn heilbrigðiskerfisins og að 11 prósentum af vergri yrði varið til heilbrigðismála. 85 þúsund Íslendingar rituðu nafn sitt á listann.Segir endurreisn heilbrigðiskerfisins ekki á dagskrá þessarar ríkisstjórnar „Allir stjórnmálaflokkarnir hétu því að þeir myndu ráðast í endurreisnina eftir kosningar, að undanskildum Sjálfstæðisflokknum sem sló í og úr og hélt því stundum fram að það væri að mestu búið að endurreisa kerfið. Annað loforð sem allir flokkarnir veittu var að stemma stigu við einkavæðingu heilbrigðiskerfisins utan Sjálfstæðisflokkurinn sem einnig þar sló í og úr. Í stjórnarmyndunarviðræðunum segir formaður ykkar að hann hafi beðið um heilbrigðismálaráðuneytið sem hann og fékk. Nú skulum við skoða hvernig honum gengur að efna loforð honum Óttari Proppé og hversu vel hann lýtur vilja fólksins í landinu. Það má vera að ykkur kjósendum hans finnist fullsnemmt að meta það eftir aðeins fjóra mánuði, en ekki gleyma því að við höfum fimm ára áætlun ríkisfjármála sem yfirlýstan vilja hans og samráðherra hans um það hvernig þeir hyggjast taka á heilbrigðiskerfinu,“ segir Kári í grein sinni og rekur síðan hversu miklu á að verja til heilbrigðismála á næstu fimm árum: „Ríkisfjármálaáætlunin gerir ráð fyrir 45 milljörðum af nýju fé inn í kerfið á fimm árum. Þar af fara 36 milljarðar í nýbyggingu Landspítalans sem hefur ekkert með rekstur heilbrigðiskerfisins að gera. Af þeim níu milljörðum sem eftir standa er tveimur ætlað að standa straum af kostnaði við læknisþjónustu Íslendinga erlendis sem er furðuleg ráðstöfun á fé og verður vikið að henni hér síðar. Þá eru eftir sjö milljarðar króna af nýju fé á fimm árum sem gera 1,4 milljarða á ári eða rétt um þrjú prósent af kröfu fólksins í landinu. Þegar rýnt er vendilega ofan í tölurnar í ríkisfjármálaáætluninni og gert ráð fyrir fólksfjölgun og breytingu í aldurssamsetningu er ljóst að það er gert ráð fyrir því að setja nákvæmlega ekkert nýtt fé í að endurskipuleggja og bæta þjónustu við landsmenn á næstu fimm árum. Endurreisn heilbrigðiskerfisins er ekki á dagskrá þessarar ríkisstjórnar.“Fjársvelti Landspítala og ýtt undir einkavæðingu Kári segir síðan frá fundi með Óttari sem hann sat ásamt tveimur forsvarsmönnum í læknisfræði hér á landi. Hann segir þá hafa bent honum á hversu miklir fjármunir væru áætlaðir í heilbrigðiskerfið á næstu árum en Óttarr hafi yppt öxlum og viðurkennt „að ríkisfjármálaáætlunin væri í litlu samræmi við kröfur fólksins í landinu en hann væri samt ánægður með hlut heilbrigðiskerfisins. Hann talaði um fjárhagslegan raunveruleika sem setti okkur skorður. Okkar svör við því voru að það hefði aldrei verið meiri auður í íslensku samfélagi og það væri vilji fólksins í landinu að skattleggja þennan auð að því marki að við höfum efni á mannsæmandi heilbrigðiskerfi. Það leist heilbrigðismálaráðherranum ekki á vegna þess að það kynni að valda óróa í hinu góða stjórnarsamstarfi. Honum er sem sagt meira í mun að þóknast Bjarna Benediktssyni og Benedikt Jóhannessyni en fólkinu í landinu. Þeir tveir virðast hins vegar staðráðnir í því að hunsa þann grundvallarþátt lýðræðisins sem felst í því að fara að vilja fólksins þegar hann er skýr. Og hvers vegna skyldi það svo vera er spurning sem beinir sjónum að einkavæðingu heilbrigðiskerfisins.“ Að sögn Kára hefur Landspítalinn markvisst verið fjársveltur síðustu ár með stefnu Sjúkratrygginga um að gera samninga við félög heilbrigðisstétta. Þetta hafi ýtt undir mikla einkavæðingu í heilbrigðisþjónustunni og væri Klíníkin í Ármúla orðin flaggskip einkavæðingarinnar.Líkir Óttari við leikmun „Víkur nú sögunni að milljörðunum tveimur í ríkisfjármálaáætluninni sem eiga að fara í læknisþjónustu við Íslendinga erlendis. Það fé fer líklega í fyrstu til þess að borga fyrir aðgerðir framkvæmdar á einkasjúkrahúsum í Svíþjóð af þeirri gerð sem eru framkvæmdar á Klíníkinni í Ármúlanum. Síðan verður látið undan þrýstingi og borgað fyrir aðgerðirnar á Klíníkinni. Milljarðarnir tveir eru sem sagt fé sem er eyrnamerkt til þess að fjármagna einkavæðingu í íslenskri heilbrigðisþjónustu. Í stað þess mætti nota þetta fé til þess að útbúa Landspítalann til þess að sinna allri þeirri þörf sem er fyrir þessar aðgerðir á landi hér. Þar er öryggi sjúklinga mun betur gætt en á fábrotinni einkaklíník í Ármúlanum og aðgerðirnar nýtast til þess að mennta og þjálfa næstu kynslóð heilbrigðisstarfsmanna,“ skrifar Kári í grein sinni sem byrjar hana á því að vísa í eina af frægum ræðum Óttars sem hann hélt þegar hann var í stjórnarandstöðu. Kári veltir því hins vegar upp í lokin hvort að ráðherrann hafi í raun aldrei meint það sem hann sagði í ræðum sínum þá. „Kannski var ræðunum hans einfaldlega ætlað að höfða til tilfinninga og hrífa eins og prósaískt ljóð án þess að baki þeim væri loforð um að standa við eitt einasta orð sem hann sagði; án þess að hann meinti eitt einasta orð sem annað en tæki til þess að kitla tilfinningar. Hinn möguleikinn er sá að hann meini allt en skilji einfaldlega ekki það sem er að gerast í kringum hann og láti Bjarna og Benedikt, sem eru læsari á tölur en hann, þyrla í kringum sig bókhaldsskýi hnausþykku. Hvort sem reynist rétt er hann ekki maður orða sinna og kominn tími til þess að þið sem kusuð hann losið okkur við hann. Það er ekki bara nauðsynlegt fyrir okkur og ykkur heldur líka fyrir Óttar, vegna þess að hann er farinn að líta út eins og leikmunur á sviðinu þar sem Bjarni og Benedikt syngja vesöld og sult í bú hins almenna borgara.“Grein Kára má lesa í heild sinni hér.
Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira