Núna kann ég næstum því að tala færeysku Kristján Már Unnarsson skrifar 18. maí 2017 21:00 Forseti Íslands heimsótti í dag stærsta fyrirtæki Færeyja, Bakkafrost, og kynntist því hvernig eldislax hefur á skömmum tíma orðið mikilvægasta útflutningsafurð Færeyinga. Í frétt Stöðvar 2 hér að ofan má sjá myndir úr Færeyjaheimsókn forsetahjónanna. Í bænum Glyvrar við Skálafjörð stilltu ráðamenn Bakkafrosts sér framan við höfuðstöðvar fyrirtækisins þegar rúta forsetans kom akandi frá Klakksvík og bæjarstjóri sveitarfélagsins Rúnavíkur, Torbjörn Jacobsen, bauð gestina velkomna. Og það var talað saman á íslensku og færeysku, eins og heyra má í fréttinni.Bæjarstjóri Rúnavíkur, Torbjörn Jacobsen, býður forsetahjónin velkomin til Glyvrar. Forstjóri Bakkafrosts, Regin Jacobsen, stendur vinstramegin við bæjarstjórann.Mynd/Kringvarp Færeyja.Í þessu stærsta fyrirtæki Færeyja starfa um eittþúsund manns og telst það nú áttunda stærsta eldisfyrirtæki heims. Meginstarfsemin felst í sjókvíaeldi og vinnslu á laxi en eldislax er orðinn mikilvægasta útflutningsafurð Færeyinga. Bakkafrost er með sjókvíar í þrettán fjörðum í Færeyjum og laxvinnslustöðvar í þremur bæjum. Svo vel hefur gengið að forstjóri og stærsti eigandi fyrirtæksins, Regin Jacobsen, er orðinn ríkasti maður Færeyja. Formlegri dagskrá Færeyjaheimsóknar forseta Íslands lýkur í kvöld. Í viðtali við færeyska Kringvarpið nú síðdegis um borð í varðskipi kom fram að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra var í sinni fyrstu heimsókn til eyjanna. Hann sagði Íslendinga fá þá tilfinningu í Færeyjum að þeir væru heima hjá sér.Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra um borð í varðskipi á Skálafirði á leið til Þórshafnar síðdegis í dag.Mynd/Kringvarp Færeyja.„Vináttan er mjög greinileg og manni finnst maður vera heima hjá sér. Landslagið er líka mjög líkt því sem maður sér heima. Það er auðvitað munur en þetta er tvímælalaust landið sem stendur næst okkur,” sagði Guðlaugur Þór. „Það er dásamlega fallegt hérna í Færeyjum, fólkið er vingjarnlegt og það hefur verið mikil og gleðileg upplifun að vera hér í Færeyjum,” sagði Guðni Th. og bætti við: „Og svo hef ég komist að því að ég kann næstum að tala færeysku." Tengdar fréttir Færeysk börn léku fyrir forsetahjónin Forsetahjónin íslensku kynnast færeysku þjóðlífi þessa vikuna. Forsetinn fundar einnig með færeyskum ráðamönnum. 17. maí 2017 10:45 Forsetinn í fótbolta við færeyska krakka Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, brá sér í fótbolta með krökkum í Færeyjum í gær. 18. maí 2017 11:15 Forsetahjónin komin í heimsókn til Færeyja Íslendingar njóta þess að eiga bestu granna í heimi, verða skilaboð forseta Íslands til Færeyinga en Guðni Th. Jóhannesson, og frú Eliza Reed, héldu í dag í fimm daga heimsókn til Færeyja. 15. maí 2017 20:34 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Forseti Íslands heimsótti í dag stærsta fyrirtæki Færeyja, Bakkafrost, og kynntist því hvernig eldislax hefur á skömmum tíma orðið mikilvægasta útflutningsafurð Færeyinga. Í frétt Stöðvar 2 hér að ofan má sjá myndir úr Færeyjaheimsókn forsetahjónanna. Í bænum Glyvrar við Skálafjörð stilltu ráðamenn Bakkafrosts sér framan við höfuðstöðvar fyrirtækisins þegar rúta forsetans kom akandi frá Klakksvík og bæjarstjóri sveitarfélagsins Rúnavíkur, Torbjörn Jacobsen, bauð gestina velkomna. Og það var talað saman á íslensku og færeysku, eins og heyra má í fréttinni.Bæjarstjóri Rúnavíkur, Torbjörn Jacobsen, býður forsetahjónin velkomin til Glyvrar. Forstjóri Bakkafrosts, Regin Jacobsen, stendur vinstramegin við bæjarstjórann.Mynd/Kringvarp Færeyja.Í þessu stærsta fyrirtæki Færeyja starfa um eittþúsund manns og telst það nú áttunda stærsta eldisfyrirtæki heims. Meginstarfsemin felst í sjókvíaeldi og vinnslu á laxi en eldislax er orðinn mikilvægasta útflutningsafurð Færeyinga. Bakkafrost er með sjókvíar í þrettán fjörðum í Færeyjum og laxvinnslustöðvar í þremur bæjum. Svo vel hefur gengið að forstjóri og stærsti eigandi fyrirtæksins, Regin Jacobsen, er orðinn ríkasti maður Færeyja. Formlegri dagskrá Færeyjaheimsóknar forseta Íslands lýkur í kvöld. Í viðtali við færeyska Kringvarpið nú síðdegis um borð í varðskipi kom fram að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra var í sinni fyrstu heimsókn til eyjanna. Hann sagði Íslendinga fá þá tilfinningu í Færeyjum að þeir væru heima hjá sér.Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra um borð í varðskipi á Skálafirði á leið til Þórshafnar síðdegis í dag.Mynd/Kringvarp Færeyja.„Vináttan er mjög greinileg og manni finnst maður vera heima hjá sér. Landslagið er líka mjög líkt því sem maður sér heima. Það er auðvitað munur en þetta er tvímælalaust landið sem stendur næst okkur,” sagði Guðlaugur Þór. „Það er dásamlega fallegt hérna í Færeyjum, fólkið er vingjarnlegt og það hefur verið mikil og gleðileg upplifun að vera hér í Færeyjum,” sagði Guðni Th. og bætti við: „Og svo hef ég komist að því að ég kann næstum að tala færeysku."
Tengdar fréttir Færeysk börn léku fyrir forsetahjónin Forsetahjónin íslensku kynnast færeysku þjóðlífi þessa vikuna. Forsetinn fundar einnig með færeyskum ráðamönnum. 17. maí 2017 10:45 Forsetinn í fótbolta við færeyska krakka Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, brá sér í fótbolta með krökkum í Færeyjum í gær. 18. maí 2017 11:15 Forsetahjónin komin í heimsókn til Færeyja Íslendingar njóta þess að eiga bestu granna í heimi, verða skilaboð forseta Íslands til Færeyinga en Guðni Th. Jóhannesson, og frú Eliza Reed, héldu í dag í fimm daga heimsókn til Færeyja. 15. maí 2017 20:34 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Færeysk börn léku fyrir forsetahjónin Forsetahjónin íslensku kynnast færeysku þjóðlífi þessa vikuna. Forsetinn fundar einnig með færeyskum ráðamönnum. 17. maí 2017 10:45
Forsetinn í fótbolta við færeyska krakka Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, brá sér í fótbolta með krökkum í Færeyjum í gær. 18. maí 2017 11:15
Forsetahjónin komin í heimsókn til Færeyja Íslendingar njóta þess að eiga bestu granna í heimi, verða skilaboð forseta Íslands til Færeyinga en Guðni Th. Jóhannesson, og frú Eliza Reed, héldu í dag í fimm daga heimsókn til Færeyja. 15. maí 2017 20:34