Forsetinn í fótbolta við færeyska krakka Kristján Már Unnarsson skrifar 18. maí 2017 11:15 Einbeitingin leyndi sér ekki úr andliti forsetans þegar hann beið eftir skoti á markið. Mynd/Forsetaskrifstofan. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, brá sér í fótbolta með krökkum í Færeyjum í gær. Forsetahjónin heimsóttu þá Argjahamarsskóla, sem er nýjasti og glæsilegasti skóli Þórshafnar. Guðni stóðst ekki mátið þegar hann sá krakkana á gervigrasvellinum við skólann og brá sér í markið. Nemendur sýndu einnig dansatriði og sungu. Við það tækifæri tók forseti einnig við flöskuskeyti sem Ævar vísindamaður sendi út í heim frá Íslandi og íslensk fjölskylda fann í Húsavík í Færeyjum eftir að það hafði ferðast 18.000 kílómetra leið, samkvæmt upplýsingum á heimasíðu forseta Íslands.Forsetinn fær hrós frá færeyskum krökkum. Hann virðist hafa staðið sig vel.Mynd/Forsetaskrifstofan.Forsetahjónin hófu gærdaginn á því að sækja stutta bókmenntadagskrá í húsi Williams Heinesens í Þórshöfn og hittu þar nokkra rithöfunda. Þá var haldið í ráðhús bæjarins og rætt við bæjarstjóra og bæjarfulltrúa. Forsetinn kynnti sér Orkuveitu Þórshafnar og nágrennis, skoðaði vindmyllugarð og fræddist um metnaðarfullar áætlanir Færeyinga á sviði grænnar orku. Markmið þeirra er að nýta ekki annað en sjálfbæra orku á þurru landi árið 2030.Við vindmyllugarð í Færeyjum með ráðamönnum orkuveitu Þórshafnar og nágrennis.Mynd/Forsetaskrifstofan.Í hádeginu sat forseti ásamt fylgdarliði hádegisverð í boði bæjarstjórnar Þórshafnar og heimsótti í kjölfarið stjórnarráðið á Þinganesi og Lögþingið þar skammt frá svo og Ræðisskrifstofu Íslands. Í gærkvöldi kvöld bauð lögmaður Færeyja, Aksel V. Johannesen, til hátíðarkvöldverðar til heiðurs forseta Íslands og frú Elizu Reid. Hér má lesa ávarp forsetans. Tengdar fréttir Færeysk börn léku fyrir forsetahjónin Forsetahjónin íslensku kynnast færeysku þjóðlífi þessa vikuna. Forsetinn fundar einnig með færeyskum ráðamönnum. 17. maí 2017 10:45 Forsetahjónin komin í heimsókn til Færeyja Íslendingar njóta þess að eiga bestu granna í heimi, verða skilaboð forseta Íslands til Færeyinga en Guðni Th. Jóhannesson, og frú Eliza Reed, héldu í dag í fimm daga heimsókn til Færeyja. 15. maí 2017 20:34 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, brá sér í fótbolta með krökkum í Færeyjum í gær. Forsetahjónin heimsóttu þá Argjahamarsskóla, sem er nýjasti og glæsilegasti skóli Þórshafnar. Guðni stóðst ekki mátið þegar hann sá krakkana á gervigrasvellinum við skólann og brá sér í markið. Nemendur sýndu einnig dansatriði og sungu. Við það tækifæri tók forseti einnig við flöskuskeyti sem Ævar vísindamaður sendi út í heim frá Íslandi og íslensk fjölskylda fann í Húsavík í Færeyjum eftir að það hafði ferðast 18.000 kílómetra leið, samkvæmt upplýsingum á heimasíðu forseta Íslands.Forsetinn fær hrós frá færeyskum krökkum. Hann virðist hafa staðið sig vel.Mynd/Forsetaskrifstofan.Forsetahjónin hófu gærdaginn á því að sækja stutta bókmenntadagskrá í húsi Williams Heinesens í Þórshöfn og hittu þar nokkra rithöfunda. Þá var haldið í ráðhús bæjarins og rætt við bæjarstjóra og bæjarfulltrúa. Forsetinn kynnti sér Orkuveitu Þórshafnar og nágrennis, skoðaði vindmyllugarð og fræddist um metnaðarfullar áætlanir Færeyinga á sviði grænnar orku. Markmið þeirra er að nýta ekki annað en sjálfbæra orku á þurru landi árið 2030.Við vindmyllugarð í Færeyjum með ráðamönnum orkuveitu Þórshafnar og nágrennis.Mynd/Forsetaskrifstofan.Í hádeginu sat forseti ásamt fylgdarliði hádegisverð í boði bæjarstjórnar Þórshafnar og heimsótti í kjölfarið stjórnarráðið á Þinganesi og Lögþingið þar skammt frá svo og Ræðisskrifstofu Íslands. Í gærkvöldi kvöld bauð lögmaður Færeyja, Aksel V. Johannesen, til hátíðarkvöldverðar til heiðurs forseta Íslands og frú Elizu Reid. Hér má lesa ávarp forsetans.
Tengdar fréttir Færeysk börn léku fyrir forsetahjónin Forsetahjónin íslensku kynnast færeysku þjóðlífi þessa vikuna. Forsetinn fundar einnig með færeyskum ráðamönnum. 17. maí 2017 10:45 Forsetahjónin komin í heimsókn til Færeyja Íslendingar njóta þess að eiga bestu granna í heimi, verða skilaboð forseta Íslands til Færeyinga en Guðni Th. Jóhannesson, og frú Eliza Reed, héldu í dag í fimm daga heimsókn til Færeyja. 15. maí 2017 20:34 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Færeysk börn léku fyrir forsetahjónin Forsetahjónin íslensku kynnast færeysku þjóðlífi þessa vikuna. Forsetinn fundar einnig með færeyskum ráðamönnum. 17. maí 2017 10:45
Forsetahjónin komin í heimsókn til Færeyja Íslendingar njóta þess að eiga bestu granna í heimi, verða skilaboð forseta Íslands til Færeyinga en Guðni Th. Jóhannesson, og frú Eliza Reed, héldu í dag í fimm daga heimsókn til Færeyja. 15. maí 2017 20:34