Íslenski boltinn

Framkvæmdastjóri Víkings: Tökum stöðuna eftir Blikaleikinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Víkingar mæta Blikum á sunnudagskvöldið.
Víkingar mæta Blikum á sunnudagskvöldið. vísir/eyþór
Eins og fram kom á Vísi er Milos Milojevic hættur sem þjálfari Víkings R.



Í fréttatilkynningu frá félaginu segir að ástæða starfslokanna sé skoðanaágreiningur sem reyndist óyfirstíganlegur.

„Þetta var ágreiningur sem við náðum ekki að útkljá og þá var ákveðið að slíta þessu samstarfi, eins og segir í tilkynningunni,“ sagði Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings, í samtali við Vísi.

Hann vildi ekki tjá sig um hvers eðlis ágreiningurinn var en aðdragandinn að starfslokunum hefði ekki verið langur.

Í fréttatilkynningunni kemur fram að Dragan Kazic og Hajrudin Cardaklija muni stýra Víkingi tímabundið. En er þjálfaraleit Víkings farin af stað?

„Þetta gerðist bara fyrir tveimur klukkutímum. Við eigum leik á sunnudaginn og einbeitingin er á honum. Svo tökum við stöðuna,“ sagði Haraldur en Víkingur mætir Breiðabliki á sunnudaginn. Bæði lið eru þjálfaralaus en Blikar ráku sem kunnugt er Arnar Grétarsson í síðustu viku.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×