Macron ýjar að Frexit Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. maí 2017 07:00 Emmanuel Macron, forsetaframbjóðandi En Marche!, þykir sigurstranglegur. Vísir/AFP Emmanuel Macron, forsetaframbjóðandi En Marche! í Frakklandi, lýsti því yfir í gær í samtali við BBC að Evrópusambandið þyrfti að breytast. Annars væri hætta á því að Frakkar þyrftu að ganga úr sambandinu. „Ég er hlynntur Evrópusamstarfi. Ég hef varið hugmyndina um sameiginlega stefnu Evrópu í þessari kosningabaráttu af því að ég trúi því að hún sé afar mikilvæg fyrir frönsku þjóðina,“ sagði Macron. Hann bætti því við að hann þyrfti þó að gera sér grein fyrir ástandinu, hlusta á þjóðina og taka mark á reiði hennar gagnvart raskaðri starfsemi ESB. „Þess vegna trúi ég því, verði ég kosinn, að það verði á mína ábyrgð að sjá til þess að Evrópusambandið aðlagi sig breyttum tímum,“ sagði Macron. Hann myndi jafnframt líta á það sem svik af hálfu Evrópusambandsins ef það neitaði að breytast. „Það vil ég ekki þurfa að gera. Af því að ef það gerist mun það þýða Frexit [útgöngu Frakka úr ESB] eða upprisu Þjóðfylkingarinnar á ný.“ Andstæðingur Macrons í kosningabaráttunni er einmitt Marine Le Pen, frambjóðandi Þjóðfylkingarinnar. Er hún andvíg Evrópusambandinu og hefur lofað þjóðaratkvæðagreiðslu um útgöngu úr sambandinu, rétt eins og þeirri sem var haldin í Bretlandi síðasta sumar og endaði með því að Bretar kusu að ganga úr sambandinu. Á baráttufundi í gær lýsti Le Pen sjálfri sér sem frambjóðanda breytingar, trúar og aðgerða. Macron væri sá sem Francois Hollande, fráfarandi forseti, myndi vilja í embætti. „Macron er frambjóðandi ömurlegs og óbreytts ástands. Ástands sem hefur einkennst af því að störf fluttust úr landi og fyrirtæki hafa farið á hausinn,“ sagði Le Pen. Kosið er þann 7. maí næstkomandi og benda skoðanakannanir ekki til spennandi kosninganætur. Í meðaltali skoðanakannana sem BBC hefur tekið saman mælist Macron með sextíu prósenta fylgi en Le Pen fjörutíu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir ESB þurfa að breytast til að forðast „Frexit“ Franski forsetaframbjóðandinn Emmanuel Macron segir að Evrópusambandið verði að breytast ef forðast eigi útgöngu Frakklands úr sambandinu. . 1. maí 2017 14:51 Sarkozy hyggst kjósa Macron Franskir Repúblikanar hafa verið að opna á þann möguleika að starfa með Emmanuel Macron á næstu árum. 26. apríl 2017 12:23 Einstök staða í frönskum stjórnmálum Verðbréfamarkaðir í Frakkalandi tóku við sér á mánudagsmorgun og evran náði sínu hæsta verðgildi gagnvart Bandaríkjadal frá því í nóvember. 25. apríl 2017 07:00 Macron efstur í fyrri umferð forsetakosninganna Miðjumaðurinn Emmanuel Macron bar sigur úr býtum í fyrri umferð forsetakosninganna í nót 24. apríl 2017 07:45 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Emmanuel Macron, forsetaframbjóðandi En Marche! í Frakklandi, lýsti því yfir í gær í samtali við BBC að Evrópusambandið þyrfti að breytast. Annars væri hætta á því að Frakkar þyrftu að ganga úr sambandinu. „Ég er hlynntur Evrópusamstarfi. Ég hef varið hugmyndina um sameiginlega stefnu Evrópu í þessari kosningabaráttu af því að ég trúi því að hún sé afar mikilvæg fyrir frönsku þjóðina,“ sagði Macron. Hann bætti því við að hann þyrfti þó að gera sér grein fyrir ástandinu, hlusta á þjóðina og taka mark á reiði hennar gagnvart raskaðri starfsemi ESB. „Þess vegna trúi ég því, verði ég kosinn, að það verði á mína ábyrgð að sjá til þess að Evrópusambandið aðlagi sig breyttum tímum,“ sagði Macron. Hann myndi jafnframt líta á það sem svik af hálfu Evrópusambandsins ef það neitaði að breytast. „Það vil ég ekki þurfa að gera. Af því að ef það gerist mun það þýða Frexit [útgöngu Frakka úr ESB] eða upprisu Þjóðfylkingarinnar á ný.“ Andstæðingur Macrons í kosningabaráttunni er einmitt Marine Le Pen, frambjóðandi Þjóðfylkingarinnar. Er hún andvíg Evrópusambandinu og hefur lofað þjóðaratkvæðagreiðslu um útgöngu úr sambandinu, rétt eins og þeirri sem var haldin í Bretlandi síðasta sumar og endaði með því að Bretar kusu að ganga úr sambandinu. Á baráttufundi í gær lýsti Le Pen sjálfri sér sem frambjóðanda breytingar, trúar og aðgerða. Macron væri sá sem Francois Hollande, fráfarandi forseti, myndi vilja í embætti. „Macron er frambjóðandi ömurlegs og óbreytts ástands. Ástands sem hefur einkennst af því að störf fluttust úr landi og fyrirtæki hafa farið á hausinn,“ sagði Le Pen. Kosið er þann 7. maí næstkomandi og benda skoðanakannanir ekki til spennandi kosninganætur. Í meðaltali skoðanakannana sem BBC hefur tekið saman mælist Macron með sextíu prósenta fylgi en Le Pen fjörutíu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir ESB þurfa að breytast til að forðast „Frexit“ Franski forsetaframbjóðandinn Emmanuel Macron segir að Evrópusambandið verði að breytast ef forðast eigi útgöngu Frakklands úr sambandinu. . 1. maí 2017 14:51 Sarkozy hyggst kjósa Macron Franskir Repúblikanar hafa verið að opna á þann möguleika að starfa með Emmanuel Macron á næstu árum. 26. apríl 2017 12:23 Einstök staða í frönskum stjórnmálum Verðbréfamarkaðir í Frakkalandi tóku við sér á mánudagsmorgun og evran náði sínu hæsta verðgildi gagnvart Bandaríkjadal frá því í nóvember. 25. apríl 2017 07:00 Macron efstur í fyrri umferð forsetakosninganna Miðjumaðurinn Emmanuel Macron bar sigur úr býtum í fyrri umferð forsetakosninganna í nót 24. apríl 2017 07:45 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Segir ESB þurfa að breytast til að forðast „Frexit“ Franski forsetaframbjóðandinn Emmanuel Macron segir að Evrópusambandið verði að breytast ef forðast eigi útgöngu Frakklands úr sambandinu. . 1. maí 2017 14:51
Sarkozy hyggst kjósa Macron Franskir Repúblikanar hafa verið að opna á þann möguleika að starfa með Emmanuel Macron á næstu árum. 26. apríl 2017 12:23
Einstök staða í frönskum stjórnmálum Verðbréfamarkaðir í Frakkalandi tóku við sér á mánudagsmorgun og evran náði sínu hæsta verðgildi gagnvart Bandaríkjadal frá því í nóvember. 25. apríl 2017 07:00
Macron efstur í fyrri umferð forsetakosninganna Miðjumaðurinn Emmanuel Macron bar sigur úr býtum í fyrri umferð forsetakosninganna í nót 24. apríl 2017 07:45