Heimta að slökkt verði á eldflaugavarnarkerfinu Samúel Karl Ólason skrifar 2. maí 2017 10:30 Svokallað THAAD-eldflaugavarnarkerfi, eða Terminal High Altitude Area Defense system. V'isir/AFP Yfirvöld í Kína krefjast þess að Bandaríkin og Suður-Kórea slökkvi á THAAD-eldflaugavarnarkerfinu sem hefur verið gangsett, að hluta til, í Suður-Kóreu. Ákveðið var að koma kerfinu upp eftir ítrekaðar eldflaugatilraunir Norður-Kóreu í júlí og var það gangsett í gær. Kínverjar hafa þó brugðist reiðir við og telja kerfið koma niður á eigin eldflaugagetu og draga úr öryggisjafnvægi á svæðinu. „Við erum mótfallnir uppsetningu THAAD-kerfisins og hvetjum alla aðila til að hætta við uppsetninguna. Við munum taka öll nauðsynleg skref til að tryggja hag okkar,“ sagði talsmaður utanríkisráðuneytis Kína við blaðamann í dag. Utanríkisráðuneytið lýsti þó einnig yfir ánægju sinni með þau ummæli Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að hann væri tilbúinn til að funda með Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, við réttar kringumstæður.Vísir/GraphicNewsÞrátt fyrir að eldflaugavarnarkerfið sé virkt og geti skotið niður eldflaugar verður geta þess aukin seinna á árinu. Þá verður viðbótarbúnaði komið fyrir eins og uppsetningu kerfisins lokið. Stjórnvöld Norður-Kóreu segja Bandaríkin hafa ýtt svæðinu í átt að kjarnorkustyrjöld og saka þá um árásargirni. Tveimur bandarískum sprengjuflugvélum var flogið til æfinga með herafla Suður-Kóreu og Japan í gær og reitti það Pyongyang til reiði. Á vef KCNA, ríkismiðils Norður-Kóreu, eru Bandaríkin sökuð um að kalla eftir fyrirbyggjandi kjarnorkuárás á Norður-Kóreu og að æfingin í gær hafi verið undirbúningur fyrir slíka árás. Norður-Kórea hefur framkvæmt fimm kjarnorkusprengjutilraunir í trássi við ályktanir öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Samhliða kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins hafa þeir einnig verið að þróa langdrægar eldflaugar með því yfirlýsta markmið að koma upp eldflaugum sem gætu drifið til Bandaríkjanna. Nú síðast skutu þeir eldflaug á loft á laugardaginn. Sú tilraun misheppnaðist þó. Þar að auki hafa Norður-Kóreumenn æft kjarnorkuvopnaárásir á Japan. Norður-Kórea Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Sjá meira
Yfirvöld í Kína krefjast þess að Bandaríkin og Suður-Kórea slökkvi á THAAD-eldflaugavarnarkerfinu sem hefur verið gangsett, að hluta til, í Suður-Kóreu. Ákveðið var að koma kerfinu upp eftir ítrekaðar eldflaugatilraunir Norður-Kóreu í júlí og var það gangsett í gær. Kínverjar hafa þó brugðist reiðir við og telja kerfið koma niður á eigin eldflaugagetu og draga úr öryggisjafnvægi á svæðinu. „Við erum mótfallnir uppsetningu THAAD-kerfisins og hvetjum alla aðila til að hætta við uppsetninguna. Við munum taka öll nauðsynleg skref til að tryggja hag okkar,“ sagði talsmaður utanríkisráðuneytis Kína við blaðamann í dag. Utanríkisráðuneytið lýsti þó einnig yfir ánægju sinni með þau ummæli Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að hann væri tilbúinn til að funda með Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, við réttar kringumstæður.Vísir/GraphicNewsÞrátt fyrir að eldflaugavarnarkerfið sé virkt og geti skotið niður eldflaugar verður geta þess aukin seinna á árinu. Þá verður viðbótarbúnaði komið fyrir eins og uppsetningu kerfisins lokið. Stjórnvöld Norður-Kóreu segja Bandaríkin hafa ýtt svæðinu í átt að kjarnorkustyrjöld og saka þá um árásargirni. Tveimur bandarískum sprengjuflugvélum var flogið til æfinga með herafla Suður-Kóreu og Japan í gær og reitti það Pyongyang til reiði. Á vef KCNA, ríkismiðils Norður-Kóreu, eru Bandaríkin sökuð um að kalla eftir fyrirbyggjandi kjarnorkuárás á Norður-Kóreu og að æfingin í gær hafi verið undirbúningur fyrir slíka árás. Norður-Kórea hefur framkvæmt fimm kjarnorkusprengjutilraunir í trássi við ályktanir öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Samhliða kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins hafa þeir einnig verið að þróa langdrægar eldflaugar með því yfirlýsta markmið að koma upp eldflaugum sem gætu drifið til Bandaríkjanna. Nú síðast skutu þeir eldflaug á loft á laugardaginn. Sú tilraun misheppnaðist þó. Þar að auki hafa Norður-Kóreumenn æft kjarnorkuvopnaárásir á Japan.
Norður-Kórea Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Sjá meira