Heimta að slökkt verði á eldflaugavarnarkerfinu Samúel Karl Ólason skrifar 2. maí 2017 10:30 Svokallað THAAD-eldflaugavarnarkerfi, eða Terminal High Altitude Area Defense system. V'isir/AFP Yfirvöld í Kína krefjast þess að Bandaríkin og Suður-Kórea slökkvi á THAAD-eldflaugavarnarkerfinu sem hefur verið gangsett, að hluta til, í Suður-Kóreu. Ákveðið var að koma kerfinu upp eftir ítrekaðar eldflaugatilraunir Norður-Kóreu í júlí og var það gangsett í gær. Kínverjar hafa þó brugðist reiðir við og telja kerfið koma niður á eigin eldflaugagetu og draga úr öryggisjafnvægi á svæðinu. „Við erum mótfallnir uppsetningu THAAD-kerfisins og hvetjum alla aðila til að hætta við uppsetninguna. Við munum taka öll nauðsynleg skref til að tryggja hag okkar,“ sagði talsmaður utanríkisráðuneytis Kína við blaðamann í dag. Utanríkisráðuneytið lýsti þó einnig yfir ánægju sinni með þau ummæli Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að hann væri tilbúinn til að funda með Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, við réttar kringumstæður.Vísir/GraphicNewsÞrátt fyrir að eldflaugavarnarkerfið sé virkt og geti skotið niður eldflaugar verður geta þess aukin seinna á árinu. Þá verður viðbótarbúnaði komið fyrir eins og uppsetningu kerfisins lokið. Stjórnvöld Norður-Kóreu segja Bandaríkin hafa ýtt svæðinu í átt að kjarnorkustyrjöld og saka þá um árásargirni. Tveimur bandarískum sprengjuflugvélum var flogið til æfinga með herafla Suður-Kóreu og Japan í gær og reitti það Pyongyang til reiði. Á vef KCNA, ríkismiðils Norður-Kóreu, eru Bandaríkin sökuð um að kalla eftir fyrirbyggjandi kjarnorkuárás á Norður-Kóreu og að æfingin í gær hafi verið undirbúningur fyrir slíka árás. Norður-Kórea hefur framkvæmt fimm kjarnorkusprengjutilraunir í trássi við ályktanir öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Samhliða kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins hafa þeir einnig verið að þróa langdrægar eldflaugar með því yfirlýsta markmið að koma upp eldflaugum sem gætu drifið til Bandaríkjanna. Nú síðast skutu þeir eldflaug á loft á laugardaginn. Sú tilraun misheppnaðist þó. Þar að auki hafa Norður-Kóreumenn æft kjarnorkuvopnaárásir á Japan. Norður-Kórea Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira
Yfirvöld í Kína krefjast þess að Bandaríkin og Suður-Kórea slökkvi á THAAD-eldflaugavarnarkerfinu sem hefur verið gangsett, að hluta til, í Suður-Kóreu. Ákveðið var að koma kerfinu upp eftir ítrekaðar eldflaugatilraunir Norður-Kóreu í júlí og var það gangsett í gær. Kínverjar hafa þó brugðist reiðir við og telja kerfið koma niður á eigin eldflaugagetu og draga úr öryggisjafnvægi á svæðinu. „Við erum mótfallnir uppsetningu THAAD-kerfisins og hvetjum alla aðila til að hætta við uppsetninguna. Við munum taka öll nauðsynleg skref til að tryggja hag okkar,“ sagði talsmaður utanríkisráðuneytis Kína við blaðamann í dag. Utanríkisráðuneytið lýsti þó einnig yfir ánægju sinni með þau ummæli Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að hann væri tilbúinn til að funda með Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, við réttar kringumstæður.Vísir/GraphicNewsÞrátt fyrir að eldflaugavarnarkerfið sé virkt og geti skotið niður eldflaugar verður geta þess aukin seinna á árinu. Þá verður viðbótarbúnaði komið fyrir eins og uppsetningu kerfisins lokið. Stjórnvöld Norður-Kóreu segja Bandaríkin hafa ýtt svæðinu í átt að kjarnorkustyrjöld og saka þá um árásargirni. Tveimur bandarískum sprengjuflugvélum var flogið til æfinga með herafla Suður-Kóreu og Japan í gær og reitti það Pyongyang til reiði. Á vef KCNA, ríkismiðils Norður-Kóreu, eru Bandaríkin sökuð um að kalla eftir fyrirbyggjandi kjarnorkuárás á Norður-Kóreu og að æfingin í gær hafi verið undirbúningur fyrir slíka árás. Norður-Kórea hefur framkvæmt fimm kjarnorkusprengjutilraunir í trássi við ályktanir öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Samhliða kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins hafa þeir einnig verið að þróa langdrægar eldflaugar með því yfirlýsta markmið að koma upp eldflaugum sem gætu drifið til Bandaríkjanna. Nú síðast skutu þeir eldflaug á loft á laugardaginn. Sú tilraun misheppnaðist þó. Þar að auki hafa Norður-Kóreumenn æft kjarnorkuvopnaárásir á Japan.
Norður-Kórea Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira