"Þessi staða er alveg skelfilega bagaleg" Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. maí 2017 19:00 Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir líklegt að bærinn falist eftir rekstri Vestmannaeyjarferju þegar þjónustusamningur við Eimskip rennur út. Hann segir Vegagerðina ekki skilja hversu mikilvægt það er fyrir bæjarfélagið að samgöngur leggist ekki af eins og gerðist í dag. Ferjan Baldur tók við áætlunarferðum Herjólfs á dögunum þar sem hið síðarnefnda er á leið í slipp til Danmerkur. Áætlað er að Baldur sigli á milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja næstu þrjár vikur en ferðir ferjunnar lögðust af í dag vegna óhagstæðra skilyrða í Landeyjahöfn. Ferjan hefur einungis leyfi til siglingar til Landeyjahafnar en ekki til Þorlákshafnar. Þá var flugi einnig aflýst í dag vegna veðurs. „Þessi staða er alveg skelfilega bagaleg og hreint furðulegt að einhverjum hafi látið sér detta í hug að fá skip til þjónustu við Vestmannaeyjar sem er í raun og veru jafn slæmt og jafnvel verra en núverandi Herjólfur í siglingum í Landeyjahöfn og getur síðan ekki þjónustað í Þorlákshöfn ,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Elliði segir Vegagerðina ekki hafa skilning á því hversu áríðandi það er fyrir Vestmannaeyjar að samgöngur séu stöðugar. „Að sumu leyti er Vegagerðinni vorkunn. Rekstur á ferju passar hreinlega illa inn í þeirra hugarheim og það er ekkert sjálfgefið að fólk sem situr á skrifborðsstólum í Borgartúni geti haft innsýn í ástandið á eyju þegar að samgöngur leggjast af og það þarf að hafa það hugfast að rekstur ferju er bara allt öðruvísi en rekstur brúar eða jarðganga. Í dag er staðan einfaldlega sú að við hér í Eyjum ráðum engu um þennan þjóðveg og það gengur ekki,“ segir Elliði. Elliði segist hafa rætt málið við Jón Gunnarsson, samgönguráðherra sem hefur tekið vel í að gera breytingar á rekstri ferjunnar. „Við höfum áður samið við ríkið um yfirtökum á málefnum grunnskólanna, málefnum fatlaðra. Við höfum tekið yfir heilbrigðisþjónustu við aldraðra og ýmislegt fleira og nú þurfum við bara að skoða af fullri alvöru að Vestmannaeyjabær taki við þessum málaflokki af ríkinu líka,“ segir Elliði. Elliði segir bæinn ætla falast eftir rekstri ferjunnar þegar þjónustusamningur við Eimskip rennur úr gildi. „Það er líklegra en ekki að við við fölumst eftir því,“ segir Elliði. Samkvæmt upplýsingum frá Guðmundi Helgasyni hjá Vegagerðinni er líklegt að Baldur sigli til Landeyjahafnar á morgun og næstu daga enda veðurspáin hagstæð. Hann sagði að Vegagerðin hafi um miðjan apríl óskað eftir undanþágu um að Baldur fengi að sigla til Þorlákshafnar þegar skilyrði í Landeyjahöfn eru óhagstæð. Því hafnaði Samgöngustofa. Sótt var um undanþágu öðru sinni í síðustu viku sem enn hefur ekki verið svarað. Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Sjá meira
Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir líklegt að bærinn falist eftir rekstri Vestmannaeyjarferju þegar þjónustusamningur við Eimskip rennur út. Hann segir Vegagerðina ekki skilja hversu mikilvægt það er fyrir bæjarfélagið að samgöngur leggist ekki af eins og gerðist í dag. Ferjan Baldur tók við áætlunarferðum Herjólfs á dögunum þar sem hið síðarnefnda er á leið í slipp til Danmerkur. Áætlað er að Baldur sigli á milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja næstu þrjár vikur en ferðir ferjunnar lögðust af í dag vegna óhagstæðra skilyrða í Landeyjahöfn. Ferjan hefur einungis leyfi til siglingar til Landeyjahafnar en ekki til Þorlákshafnar. Þá var flugi einnig aflýst í dag vegna veðurs. „Þessi staða er alveg skelfilega bagaleg og hreint furðulegt að einhverjum hafi látið sér detta í hug að fá skip til þjónustu við Vestmannaeyjar sem er í raun og veru jafn slæmt og jafnvel verra en núverandi Herjólfur í siglingum í Landeyjahöfn og getur síðan ekki þjónustað í Þorlákshöfn ,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Elliði segir Vegagerðina ekki hafa skilning á því hversu áríðandi það er fyrir Vestmannaeyjar að samgöngur séu stöðugar. „Að sumu leyti er Vegagerðinni vorkunn. Rekstur á ferju passar hreinlega illa inn í þeirra hugarheim og það er ekkert sjálfgefið að fólk sem situr á skrifborðsstólum í Borgartúni geti haft innsýn í ástandið á eyju þegar að samgöngur leggjast af og það þarf að hafa það hugfast að rekstur ferju er bara allt öðruvísi en rekstur brúar eða jarðganga. Í dag er staðan einfaldlega sú að við hér í Eyjum ráðum engu um þennan þjóðveg og það gengur ekki,“ segir Elliði. Elliði segist hafa rætt málið við Jón Gunnarsson, samgönguráðherra sem hefur tekið vel í að gera breytingar á rekstri ferjunnar. „Við höfum áður samið við ríkið um yfirtökum á málefnum grunnskólanna, málefnum fatlaðra. Við höfum tekið yfir heilbrigðisþjónustu við aldraðra og ýmislegt fleira og nú þurfum við bara að skoða af fullri alvöru að Vestmannaeyjabær taki við þessum málaflokki af ríkinu líka,“ segir Elliði. Elliði segir bæinn ætla falast eftir rekstri ferjunnar þegar þjónustusamningur við Eimskip rennur úr gildi. „Það er líklegra en ekki að við við fölumst eftir því,“ segir Elliði. Samkvæmt upplýsingum frá Guðmundi Helgasyni hjá Vegagerðinni er líklegt að Baldur sigli til Landeyjahafnar á morgun og næstu daga enda veðurspáin hagstæð. Hann sagði að Vegagerðin hafi um miðjan apríl óskað eftir undanþágu um að Baldur fengi að sigla til Þorlákshafnar þegar skilyrði í Landeyjahöfn eru óhagstæð. Því hafnaði Samgöngustofa. Sótt var um undanþágu öðru sinni í síðustu viku sem enn hefur ekki verið svarað.
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Sjá meira