Clinton gengst við ábyrgð á tapinu gegn Trump: Utanaðkomandi öfl samt áhrifamikil Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. maí 2017 21:46 Hillary Clinton. Vísir/EPA Hillary Clinton, fyrrverandi forsetaframbjóðandi Demókrata, segir að hún taki „persónulega ábyrgð“ á tapi sínu í forsetakosningunum, í nóvember síðastliðnum, gegn Donald Trump. Guardian greinir frá. Hún segir sínar ákvarðanir þó ekki það eina sem hafi orðið til þess að hún tapaði, en hún segir að bréf James Comey, yfirmanns alríkislögreglunnar, til Bandaríkjaþings, í lok október 2016 og rétt fyrir kosningar, um rannsókn á tölvupóstum Clinton, hafi verið einn þeirra þátta sem hafi spilað lykilhlutverk í því að hún tapaði. Clinton, sem hefur lítið sem ekkert tjáð sig um tap sitt til þessa, tjáði sig um það á nýlegum viðburði í New York, sem helgaður var konum í stjórnmálum. Hún segir að hún sem frambjóðandi, hafi verið sá sem beri ábyrgð á tapinu. Hún segir að kosningabarátta sín hafi ekki verið fullkomin, það hafi enda aldrei verið möguleiki að gera allt rétt.Ég var á leiðinni að vinna, þangað til að samspil þátta líkt og bréf Comey, þann 28. október og rússnesk skjöl í Wikileaks, fengu almenning sem hefði líklega kosið mig, til að efast og hætta við. Clinton bendir á að umrædd Wikileaks gögn hafi verið birt, minna en klukkutíma eftir að myndband af Donald Trump, þar sem hann talaði um hegðun sína í garð kvenna birtist og reyndist mikið hneyksli fyrir frambjóðandann. Hún segir það ekki hafa verið neina tilviljun. Bandaríska alríkislögreglan hefur áður gefið út, að hún telji það fullvíst að Rússar hafi staðið á bak við tölvuárásir, og útgáfu umrædda gagna, í viðleitni til þess að auka líkurnar á því að Trump myndi fara með sigur af hólmi í kosningunum. Samskipti starfsteymis Trump við Rússa á meðan kosningabaráttunni stóð eru enn til rannsóknar. Þannig þurfti Michael Flynn, þjóðaröryggisráðgjafi hans, til að mynda að segja af sér, vegna samskipta við Rússa á meðan kosningabaráttunni stóð og þá hefur komið í ljós að dómsmálaráðherrann Jeff Sessions átti einnig í samskiptum við Rússa á umræddu tímabili. Clinton hefur heitið því að hún muni tjá sig með reglulegu millibili um stöðu mála í stjórnmálunum þar vestanhafs, en hún sé þrátt fyrir það, ekki á leið í framboð aftur. Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Sjá meira
Hillary Clinton, fyrrverandi forsetaframbjóðandi Demókrata, segir að hún taki „persónulega ábyrgð“ á tapi sínu í forsetakosningunum, í nóvember síðastliðnum, gegn Donald Trump. Guardian greinir frá. Hún segir sínar ákvarðanir þó ekki það eina sem hafi orðið til þess að hún tapaði, en hún segir að bréf James Comey, yfirmanns alríkislögreglunnar, til Bandaríkjaþings, í lok október 2016 og rétt fyrir kosningar, um rannsókn á tölvupóstum Clinton, hafi verið einn þeirra þátta sem hafi spilað lykilhlutverk í því að hún tapaði. Clinton, sem hefur lítið sem ekkert tjáð sig um tap sitt til þessa, tjáði sig um það á nýlegum viðburði í New York, sem helgaður var konum í stjórnmálum. Hún segir að hún sem frambjóðandi, hafi verið sá sem beri ábyrgð á tapinu. Hún segir að kosningabarátta sín hafi ekki verið fullkomin, það hafi enda aldrei verið möguleiki að gera allt rétt.Ég var á leiðinni að vinna, þangað til að samspil þátta líkt og bréf Comey, þann 28. október og rússnesk skjöl í Wikileaks, fengu almenning sem hefði líklega kosið mig, til að efast og hætta við. Clinton bendir á að umrædd Wikileaks gögn hafi verið birt, minna en klukkutíma eftir að myndband af Donald Trump, þar sem hann talaði um hegðun sína í garð kvenna birtist og reyndist mikið hneyksli fyrir frambjóðandann. Hún segir það ekki hafa verið neina tilviljun. Bandaríska alríkislögreglan hefur áður gefið út, að hún telji það fullvíst að Rússar hafi staðið á bak við tölvuárásir, og útgáfu umrædda gagna, í viðleitni til þess að auka líkurnar á því að Trump myndi fara með sigur af hólmi í kosningunum. Samskipti starfsteymis Trump við Rússa á meðan kosningabaráttunni stóð eru enn til rannsóknar. Þannig þurfti Michael Flynn, þjóðaröryggisráðgjafi hans, til að mynda að segja af sér, vegna samskipta við Rússa á meðan kosningabaráttunni stóð og þá hefur komið í ljós að dómsmálaráðherrann Jeff Sessions átti einnig í samskiptum við Rússa á umræddu tímabili. Clinton hefur heitið því að hún muni tjá sig með reglulegu millibili um stöðu mála í stjórnmálunum þar vestanhafs, en hún sé þrátt fyrir það, ekki á leið í framboð aftur.
Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Sjá meira