Ákvarðanir um að vísa börnum úr landi ekki nægilega vandaðar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. maí 2017 20:00 Ákvarðanir um að vísa börnum í hælisleit úr landi eru ekki nægilega vandaðar að sögn talsmanns hælisleitenda hjá Rauða kross Íslands. Það þarf að hraða málsmeðferð í málum þar sem börn eru fljót að skjóta rótum og aðlagast nýju samfélagi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá 6 manna fjölskyldu frá Alsír sem vísa á úr landi á næstu dögum. Þau sóttu um hæli í ágúst í fyrra vegna ofsókna í heimalandinu. Fjölskyldufaðirinn sagðist hafa mestar áhyggjur af börnunum sínum. Þeim liði vel hér á landi og væru búin að aðlagast samfélaginu, ættu vini og töluðu tungumálið, á þeim 9 mánuðum sem mál þeirra hefur verið til meðferðar. Aðilar á borð við Unicef á Íslandi, Umboðsmann barna og Rauða krossinn hafa gagnrýnt stjórnvöld fyrir að virða réttindi barna í hælismeðferð að vettugi. „Við höfum verið að gagnrýna ákvarðanir útlendingastofnunar fyrir að vera ekki nægilega vel rökstuddar þegar það kemur að ákvörðunum sem sterta börn. Við höfum oft hnýtt í það að það séu settar fram staðlaðar setningar um að það sé búið að taka tillit til hagsmuna barnsins án þess að það sé í rauninni rökstutt frekar hvað felst í því, hvaða rannsókn hafi farið fram og hvernig sé komist að þeirri niðurstöðu,“ segir Guðríður Lára Þrastardóttir, talsmaður hælisleitenda hjá Rauða krossinum og bætir við að þannig séu ákvarðanir Útlendingastofnunar ekki nægilega vandaðar þegar um börn er að ræða. „Við myndum vilja sjá þetta nákvæmara og einstaklingsmiðaðara og það væri í raun fjallað um það sérstaklega til hvaða þátta hafi verið litið,“ segir Guðríður. Guðríður segir að það sé algengt að börn sæki um hæli hér á landi ásamt fjölskyldum sínum en samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun sóttu 250 börn um hæli á Íslandi í fyrra og þar af voru 18 þeirra fylgdarlaus. Ekki var hægt að fá upplýsingar um hve stórum hluta þeirra var vísað úr landi. Guðríður bendir á að fjöldi barna í hælisleit í Evrópu sé að aukast og því sem mjög mikilvægt að vanda til verka.Það sé ýmislegt sem þurfi að gera betur þegar kemur að börnum í hælisleit. „Mikilvægasti punkturinn er að stytta málsmeðferð og setja þessi mál í ákveðin forgang. Óvissa er erfið fyrir alla og sérstaklega fyrir börn. Þau eru fljót að skjóta rótum og eignast vini,“ segir Guðríður Lára. Mest lesið „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Sjá meira
Ákvarðanir um að vísa börnum í hælisleit úr landi eru ekki nægilega vandaðar að sögn talsmanns hælisleitenda hjá Rauða kross Íslands. Það þarf að hraða málsmeðferð í málum þar sem börn eru fljót að skjóta rótum og aðlagast nýju samfélagi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá 6 manna fjölskyldu frá Alsír sem vísa á úr landi á næstu dögum. Þau sóttu um hæli í ágúst í fyrra vegna ofsókna í heimalandinu. Fjölskyldufaðirinn sagðist hafa mestar áhyggjur af börnunum sínum. Þeim liði vel hér á landi og væru búin að aðlagast samfélaginu, ættu vini og töluðu tungumálið, á þeim 9 mánuðum sem mál þeirra hefur verið til meðferðar. Aðilar á borð við Unicef á Íslandi, Umboðsmann barna og Rauða krossinn hafa gagnrýnt stjórnvöld fyrir að virða réttindi barna í hælismeðferð að vettugi. „Við höfum verið að gagnrýna ákvarðanir útlendingastofnunar fyrir að vera ekki nægilega vel rökstuddar þegar það kemur að ákvörðunum sem sterta börn. Við höfum oft hnýtt í það að það séu settar fram staðlaðar setningar um að það sé búið að taka tillit til hagsmuna barnsins án þess að það sé í rauninni rökstutt frekar hvað felst í því, hvaða rannsókn hafi farið fram og hvernig sé komist að þeirri niðurstöðu,“ segir Guðríður Lára Þrastardóttir, talsmaður hælisleitenda hjá Rauða krossinum og bætir við að þannig séu ákvarðanir Útlendingastofnunar ekki nægilega vandaðar þegar um börn er að ræða. „Við myndum vilja sjá þetta nákvæmara og einstaklingsmiðaðara og það væri í raun fjallað um það sérstaklega til hvaða þátta hafi verið litið,“ segir Guðríður. Guðríður segir að það sé algengt að börn sæki um hæli hér á landi ásamt fjölskyldum sínum en samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun sóttu 250 börn um hæli á Íslandi í fyrra og þar af voru 18 þeirra fylgdarlaus. Ekki var hægt að fá upplýsingar um hve stórum hluta þeirra var vísað úr landi. Guðríður bendir á að fjöldi barna í hælisleit í Evrópu sé að aukast og því sem mjög mikilvægt að vanda til verka.Það sé ýmislegt sem þurfi að gera betur þegar kemur að börnum í hælisleit. „Mikilvægasti punkturinn er að stytta málsmeðferð og setja þessi mál í ákveðin forgang. Óvissa er erfið fyrir alla og sérstaklega fyrir börn. Þau eru fljót að skjóta rótum og eignast vini,“ segir Guðríður Lára.
Mest lesið „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Sjá meira