Ákvarðanir um að vísa börnum úr landi ekki nægilega vandaðar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. maí 2017 20:00 Ákvarðanir um að vísa börnum í hælisleit úr landi eru ekki nægilega vandaðar að sögn talsmanns hælisleitenda hjá Rauða kross Íslands. Það þarf að hraða málsmeðferð í málum þar sem börn eru fljót að skjóta rótum og aðlagast nýju samfélagi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá 6 manna fjölskyldu frá Alsír sem vísa á úr landi á næstu dögum. Þau sóttu um hæli í ágúst í fyrra vegna ofsókna í heimalandinu. Fjölskyldufaðirinn sagðist hafa mestar áhyggjur af börnunum sínum. Þeim liði vel hér á landi og væru búin að aðlagast samfélaginu, ættu vini og töluðu tungumálið, á þeim 9 mánuðum sem mál þeirra hefur verið til meðferðar. Aðilar á borð við Unicef á Íslandi, Umboðsmann barna og Rauða krossinn hafa gagnrýnt stjórnvöld fyrir að virða réttindi barna í hælismeðferð að vettugi. „Við höfum verið að gagnrýna ákvarðanir útlendingastofnunar fyrir að vera ekki nægilega vel rökstuddar þegar það kemur að ákvörðunum sem sterta börn. Við höfum oft hnýtt í það að það séu settar fram staðlaðar setningar um að það sé búið að taka tillit til hagsmuna barnsins án þess að það sé í rauninni rökstutt frekar hvað felst í því, hvaða rannsókn hafi farið fram og hvernig sé komist að þeirri niðurstöðu,“ segir Guðríður Lára Þrastardóttir, talsmaður hælisleitenda hjá Rauða krossinum og bætir við að þannig séu ákvarðanir Útlendingastofnunar ekki nægilega vandaðar þegar um börn er að ræða. „Við myndum vilja sjá þetta nákvæmara og einstaklingsmiðaðara og það væri í raun fjallað um það sérstaklega til hvaða þátta hafi verið litið,“ segir Guðríður. Guðríður segir að það sé algengt að börn sæki um hæli hér á landi ásamt fjölskyldum sínum en samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun sóttu 250 börn um hæli á Íslandi í fyrra og þar af voru 18 þeirra fylgdarlaus. Ekki var hægt að fá upplýsingar um hve stórum hluta þeirra var vísað úr landi. Guðríður bendir á að fjöldi barna í hælisleit í Evrópu sé að aukast og því sem mjög mikilvægt að vanda til verka.Það sé ýmislegt sem þurfi að gera betur þegar kemur að börnum í hælisleit. „Mikilvægasti punkturinn er að stytta málsmeðferð og setja þessi mál í ákveðin forgang. Óvissa er erfið fyrir alla og sérstaklega fyrir börn. Þau eru fljót að skjóta rótum og eignast vini,“ segir Guðríður Lára. Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira
Ákvarðanir um að vísa börnum í hælisleit úr landi eru ekki nægilega vandaðar að sögn talsmanns hælisleitenda hjá Rauða kross Íslands. Það þarf að hraða málsmeðferð í málum þar sem börn eru fljót að skjóta rótum og aðlagast nýju samfélagi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá 6 manna fjölskyldu frá Alsír sem vísa á úr landi á næstu dögum. Þau sóttu um hæli í ágúst í fyrra vegna ofsókna í heimalandinu. Fjölskyldufaðirinn sagðist hafa mestar áhyggjur af börnunum sínum. Þeim liði vel hér á landi og væru búin að aðlagast samfélaginu, ættu vini og töluðu tungumálið, á þeim 9 mánuðum sem mál þeirra hefur verið til meðferðar. Aðilar á borð við Unicef á Íslandi, Umboðsmann barna og Rauða krossinn hafa gagnrýnt stjórnvöld fyrir að virða réttindi barna í hælismeðferð að vettugi. „Við höfum verið að gagnrýna ákvarðanir útlendingastofnunar fyrir að vera ekki nægilega vel rökstuddar þegar það kemur að ákvörðunum sem sterta börn. Við höfum oft hnýtt í það að það séu settar fram staðlaðar setningar um að það sé búið að taka tillit til hagsmuna barnsins án þess að það sé í rauninni rökstutt frekar hvað felst í því, hvaða rannsókn hafi farið fram og hvernig sé komist að þeirri niðurstöðu,“ segir Guðríður Lára Þrastardóttir, talsmaður hælisleitenda hjá Rauða krossinum og bætir við að þannig séu ákvarðanir Útlendingastofnunar ekki nægilega vandaðar þegar um börn er að ræða. „Við myndum vilja sjá þetta nákvæmara og einstaklingsmiðaðara og það væri í raun fjallað um það sérstaklega til hvaða þátta hafi verið litið,“ segir Guðríður. Guðríður segir að það sé algengt að börn sæki um hæli hér á landi ásamt fjölskyldum sínum en samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun sóttu 250 börn um hæli á Íslandi í fyrra og þar af voru 18 þeirra fylgdarlaus. Ekki var hægt að fá upplýsingar um hve stórum hluta þeirra var vísað úr landi. Guðríður bendir á að fjöldi barna í hælisleit í Evrópu sé að aukast og því sem mjög mikilvægt að vanda til verka.Það sé ýmislegt sem þurfi að gera betur þegar kemur að börnum í hælisleit. „Mikilvægasti punkturinn er að stytta málsmeðferð og setja þessi mál í ákveðin forgang. Óvissa er erfið fyrir alla og sérstaklega fyrir börn. Þau eru fljót að skjóta rótum og eignast vini,“ segir Guðríður Lára.
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira