Skjáfíkn er orðin alvarlegt vandamál á Íslandi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 23. apríl 2017 18:45 Tölvu- og skjáfíkn er vaxandi vandamál hér á landi. Yngstu börnin sem leitað hafa aðstoðar hjá sérfræðingum vegna fíkninnar eru yngri en tíu ára en þeir elstu eru komnir yfir sextugt. Það er þekkt vandamál að margir geta ekki án snjallsímans verið en með tækninni hafa komið upp ný vandamál sem eru tölvu- og skjáfíkn. Hér á landi hafa yfir þrjú þúsund manns þurft að leita sér sérfræðiaðstoðar frá árinu 2005 og vandamálið er enn að aukast. Sálfræðingur sem hefur sérhæft sig í meðhöndlun á einstaklingum sem haldnir eru tölvu- eða skjáfíkn segir segir vandamálið sé alltaf verða alvarlegra og alvarlegra og að margir eigum um sárt að binda sökum þess að einstaklingur hætti að taka þátt í lífinu vegna fíkninnar. Hann segir að tölfræðin sýni að sex til tíu prósent þjóðarinnar eigi við vandamál að stríða. „Það hefur verið í þessum aldurshópi 15 til 20 ára, mest á síðustu árum en við erum að sjá aukningu undanfarið á yngri og yngri krökkum að það fari niður fyrir 10 ára jafnvel og yfirleitt þá af því að foreldrar byrja að hafa áhyggjur af því að krakkarnir eru í raun og vera byrjum að sleppa því að taka þátt í hlutum eins og tómstundum og skóla og svo sleppa þeir því að hitta vini og gera annað sem maður myndi venjulega gera. Allt til þess að sitja þá heima og eiga þá samskipti oft við sömu vini bara í gegnum tölvuna,“ segir Eyjólfur Örn Jónsson, sálfræðingur. Eyjólfur segir að vandamálin séu einnig hjá eldri einstaklingum. „Já alveg klárlega. Þeir elstu sem hafa verið að koma til mín hafa verið komnir yfir sextugt,” segir Eyjólfur. Eyjólfur segir að börn og unglingar séu stöðugt að leita að viðurkenningu og að hana sé hægt að nálgast auðveldlega í snjalltækjunum og tölvuleikjum. „Okkur líður rosalega vel þegar að við náum árangri og tækin veita okkur ofboðslega snögg og ör verðlaun við því sem við gerum. Þannig að við setjum út myndir eða segjum eitthvað og fáum „like-in” tiltölulega hratt. Ef við spilum tölvuleiki og við getum spilað leikinn aftur og aftur og við náum árangri að þá líður okkur vel,“ segir Eyjólfur. Í fréttaskýringaþættinum 60 mínútur sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld verður áhugaverð umfjöllun um tölvu- og skjáfíkn og hvernig tölvufyrirtækin stuðla að aukinni notkun tækjanna. Í þættinum verður rætt við rætt verður við fyrrverandi starfsmann Google sem segir að sérfræðingar séu í hverju horni sem vinna hart að því að almenningur sé örugglega að horfa á snjalltækin. Hvort sem er á samfélagsmiðlum, fréttaveitum eða öðrum viðbótarforritum. Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Tölvu- og skjáfíkn er vaxandi vandamál hér á landi. Yngstu börnin sem leitað hafa aðstoðar hjá sérfræðingum vegna fíkninnar eru yngri en tíu ára en þeir elstu eru komnir yfir sextugt. Það er þekkt vandamál að margir geta ekki án snjallsímans verið en með tækninni hafa komið upp ný vandamál sem eru tölvu- og skjáfíkn. Hér á landi hafa yfir þrjú þúsund manns þurft að leita sér sérfræðiaðstoðar frá árinu 2005 og vandamálið er enn að aukast. Sálfræðingur sem hefur sérhæft sig í meðhöndlun á einstaklingum sem haldnir eru tölvu- eða skjáfíkn segir segir vandamálið sé alltaf verða alvarlegra og alvarlegra og að margir eigum um sárt að binda sökum þess að einstaklingur hætti að taka þátt í lífinu vegna fíkninnar. Hann segir að tölfræðin sýni að sex til tíu prósent þjóðarinnar eigi við vandamál að stríða. „Það hefur verið í þessum aldurshópi 15 til 20 ára, mest á síðustu árum en við erum að sjá aukningu undanfarið á yngri og yngri krökkum að það fari niður fyrir 10 ára jafnvel og yfirleitt þá af því að foreldrar byrja að hafa áhyggjur af því að krakkarnir eru í raun og vera byrjum að sleppa því að taka þátt í hlutum eins og tómstundum og skóla og svo sleppa þeir því að hitta vini og gera annað sem maður myndi venjulega gera. Allt til þess að sitja þá heima og eiga þá samskipti oft við sömu vini bara í gegnum tölvuna,“ segir Eyjólfur Örn Jónsson, sálfræðingur. Eyjólfur segir að vandamálin séu einnig hjá eldri einstaklingum. „Já alveg klárlega. Þeir elstu sem hafa verið að koma til mín hafa verið komnir yfir sextugt,” segir Eyjólfur. Eyjólfur segir að börn og unglingar séu stöðugt að leita að viðurkenningu og að hana sé hægt að nálgast auðveldlega í snjalltækjunum og tölvuleikjum. „Okkur líður rosalega vel þegar að við náum árangri og tækin veita okkur ofboðslega snögg og ör verðlaun við því sem við gerum. Þannig að við setjum út myndir eða segjum eitthvað og fáum „like-in” tiltölulega hratt. Ef við spilum tölvuleiki og við getum spilað leikinn aftur og aftur og við náum árangri að þá líður okkur vel,“ segir Eyjólfur. Í fréttaskýringaþættinum 60 mínútur sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld verður áhugaverð umfjöllun um tölvu- og skjáfíkn og hvernig tölvufyrirtækin stuðla að aukinni notkun tækjanna. Í þættinum verður rætt við rætt verður við fyrrverandi starfsmann Google sem segir að sérfræðingar séu í hverju horni sem vinna hart að því að almenningur sé örugglega að horfa á snjalltækin. Hvort sem er á samfélagsmiðlum, fréttaveitum eða öðrum viðbótarforritum.
Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira