Le Pen og félagar stilla miðið á Macron Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. apríl 2017 12:50 Kosningabaráttan fyrir seinni umferð frönsku forsetakosninganna er strax hafinn og verður hún hörð af ummælum ráðgjafa Marine Le Pen að dæma. Vísir/Getty Miðjumaðurinn Emmanuel Macron er hrokafullur og enginn föðurlandssvinur ef marka má orð eins helsta ráðgjafa Marine Le Pen. Kosningabaráttan fyrir seinni umferð frönsku forsetakosninganna er strax hafin og verður hún hörð af ummælum ráðgjafa Le Pen að dæma. Reuters greinir frá. Macron bar sigur úr býtum í fyrri umferð kosninganna sem haldnar voru í gær. Hlaut hann 23,8 prósent atkvæða. Þjóðernissinninn Le Pen hlaut 21,5 prósent atkvæða en þar sem enginn frambjóðandi hlaut 50 prósent atkvæða eða meira verður kosið á milli þeirra eftir tvær vikur. Spár gera ráð fyrir að Macron muni einnig sigra í seinni umferðinni en frambjóðendurnir munu nú reyna að vinna stuðning þeirra sem kusu aðra frambjóðendur en þau tvö. Macron hélt sigurræðu sína í gær og virðist hún hafa farið öfugt ofan í Florian Philippot, varaformann Frönsku þjóðfylkingarinnar, flokks Le Pen. Gagnrýndi hann Macron fyrir bakgrunn sinn sem starfsmaður fjárfestingabanka og sem efnahagsmálaráðherra Francois Hollande, núverandi forseta Frakklands. „Emmanuel er ekki föðurlandsvinur. Hann seldi ríkisfyrirtæki. Hann gagnrýndi franska menningu,“ sagði Philippot og gagnrýndi hann Macron fyrir að hafa látið eins og hann væri þegar orðinn forseti í sigurræðu sinni. „Þetta var ósmekklegt gagnvart frönsku þjóðinni.“ Francois Fillon, frambjóðandi hægri manna sem var þriðji í fyrri umferðinni, hefur þegar lýst yfir stuðningi við Macron og segir hann að fari Le Pen með sigur muni það einungis færa frönsku þjóðinni „óhamingju og óeiningu.“ Þá hefur Benoit Hamon, frambjóðandi sósíalista, einnig lýst yfir stuðningi við Macron auk þess sem að forsætisráðherra Frakklands, Bernard Cazeneuve, hefur gert slíkt hið sama. Síðari umferð forsetakosninganna verður haldin 7. maí. Frakkland Tengdar fréttir Velgengni Macron styrkti evruna Evran hefur hækkað um 1,5% gagnvart helstu viðskiptamyntum sínum í kvöld eftir að útgönguspár í Frakklandi birtust nú um klukkan 18 að íslenskum tíma. 23. apríl 2017 19:30 Macron efstur í fyrri umferð forsetakosninganna Miðjumaðurinn Emmanuel Macron bar sigur úr býtum í fyrri umferð forsetakosninganna í nót 24. apríl 2017 07:45 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fleiri fréttir Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Sjá meira
Miðjumaðurinn Emmanuel Macron er hrokafullur og enginn föðurlandssvinur ef marka má orð eins helsta ráðgjafa Marine Le Pen. Kosningabaráttan fyrir seinni umferð frönsku forsetakosninganna er strax hafin og verður hún hörð af ummælum ráðgjafa Le Pen að dæma. Reuters greinir frá. Macron bar sigur úr býtum í fyrri umferð kosninganna sem haldnar voru í gær. Hlaut hann 23,8 prósent atkvæða. Þjóðernissinninn Le Pen hlaut 21,5 prósent atkvæða en þar sem enginn frambjóðandi hlaut 50 prósent atkvæða eða meira verður kosið á milli þeirra eftir tvær vikur. Spár gera ráð fyrir að Macron muni einnig sigra í seinni umferðinni en frambjóðendurnir munu nú reyna að vinna stuðning þeirra sem kusu aðra frambjóðendur en þau tvö. Macron hélt sigurræðu sína í gær og virðist hún hafa farið öfugt ofan í Florian Philippot, varaformann Frönsku þjóðfylkingarinnar, flokks Le Pen. Gagnrýndi hann Macron fyrir bakgrunn sinn sem starfsmaður fjárfestingabanka og sem efnahagsmálaráðherra Francois Hollande, núverandi forseta Frakklands. „Emmanuel er ekki föðurlandsvinur. Hann seldi ríkisfyrirtæki. Hann gagnrýndi franska menningu,“ sagði Philippot og gagnrýndi hann Macron fyrir að hafa látið eins og hann væri þegar orðinn forseti í sigurræðu sinni. „Þetta var ósmekklegt gagnvart frönsku þjóðinni.“ Francois Fillon, frambjóðandi hægri manna sem var þriðji í fyrri umferðinni, hefur þegar lýst yfir stuðningi við Macron og segir hann að fari Le Pen með sigur muni það einungis færa frönsku þjóðinni „óhamingju og óeiningu.“ Þá hefur Benoit Hamon, frambjóðandi sósíalista, einnig lýst yfir stuðningi við Macron auk þess sem að forsætisráðherra Frakklands, Bernard Cazeneuve, hefur gert slíkt hið sama. Síðari umferð forsetakosninganna verður haldin 7. maí.
Frakkland Tengdar fréttir Velgengni Macron styrkti evruna Evran hefur hækkað um 1,5% gagnvart helstu viðskiptamyntum sínum í kvöld eftir að útgönguspár í Frakklandi birtust nú um klukkan 18 að íslenskum tíma. 23. apríl 2017 19:30 Macron efstur í fyrri umferð forsetakosninganna Miðjumaðurinn Emmanuel Macron bar sigur úr býtum í fyrri umferð forsetakosninganna í nót 24. apríl 2017 07:45 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fleiri fréttir Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Sjá meira
Velgengni Macron styrkti evruna Evran hefur hækkað um 1,5% gagnvart helstu viðskiptamyntum sínum í kvöld eftir að útgönguspár í Frakklandi birtust nú um klukkan 18 að íslenskum tíma. 23. apríl 2017 19:30
Macron efstur í fyrri umferð forsetakosninganna Miðjumaðurinn Emmanuel Macron bar sigur úr býtum í fyrri umferð forsetakosninganna í nót 24. apríl 2017 07:45