United Silicon verður ekki gangsett án heimildar Umhverfisstofnunar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 25. apríl 2017 07:42 Kísilverksmiðjan vill samráð við Umhverfisstofnun og segist tilbúin til að greiða allan tilfallandi kostnað. Vísir/Vilhelm United Silicon gerir ekki athugasemdir við ákvörðun Umhverfisstofnunar um að heimila ekki gangsetningu verksmiðjunnar að nýju nema að höfðu samráði við stofnunina. Stofnunin hafði gefið kísilverksmiðjunni frest til miðnættis til að gera athugasemdir við áform sín um að stöðva starfsemi verksmiðjunnar eftir eldsvoða í síðustu viku. Fyrirtækið mun þó ekki sætta sig við að slökkt verði á ljósbogaofni verksmiðjunnar. „Félagið lýsir eindregnum vilja til að starfa með UST að endurræsingu verksmiðjunnar og hvetur stofnunina til að hafa beina aðkomu að ræsingunni og þeim rannsóknum sem fylgja munu í kjölfarið. Félagið mun greiða fyrir kostnað sem UST kann að verða fyrir vegna slíkrar þátttöku,” segir í bréfi sem stjórnendur United Silicon sendu Umhverfisstofnun. Stjórn félagsins segist hafa sett lausn vandamálsins í algjöran forgang og ráðið norskt ráðgjafafyrirtæki til að gera tillögur um endurbætur. Samkvæmt frumrannsókn ráðgjafafyrirtækisins sé ekki um stórfellda ágalla að ræða og að allar forsendur séu til að verksmiðjan geti náð fullum afköstum. Næsta skref sé úttekt á verksmiðju félagsins með ofninn í rekstri. Þá verði leitað til norsku loftrannsóknastofnunarinnar NILU um að framkvæma mælingar á loftgæðum í nágrenni verksmiðjunnar þgear lásbogaofninn verður ræstur að nýju. „Til að framkvæma áreiðanlegar mælingar á loftgæðum og ákvarða aðgerðir til að koma í veg fyrir eða takmarka að lykt berist frá verksmiðjunni mun þurfa að keyra ofninn á mismunandi álagi. Óhjákvæmilegt er að við þær rannsóknir muni berast einhver lykt frá verksmiðjunni, en félagið mun í samráði við UST og með góðum fyrirvara tilkynna opinberlega um hvenær helst muni lyktar að vænta.“ United Silicon fer hins vegar fram á að UST stöðvi ekki rekstur ljósbogaofnsins að aflokinni endurræsingu nema að fyrir liggi rökstudd og vísindaleg niðurstaða um að af rekstrinum stafi hætta. Mun erfiðara sé að vinna að mengunarvörnum þegar rekstur ljósbogaofnsins liggi niðri. Engin framleiðsla hefur verið hjá fyrirtækinu frá því að eldur kom upp aðfaranótt þriðjudags í síðustu viku en þá þurfti að slökkva á ljósbogaofninum. United Silicon Tengdar fréttir Ofnstöðvun skýrir mengun Eins og vitað var eru það óvæntar stöðvanir ljósbogaofnsins í verksmiðju United Silicon í Helguvík sem veldur hinni miklu loftmengun sem stafað hefur frá verksmiðjunni að undanförnu. 25. apríl 2017 07:00 Umhverfisstofnun þraut þolinmæðina gagnvart United Silicon Þegar staðhæfingar United Silicon um að búið væri að leysa vissa tæknilega erfiðleika reyndust innistæðulausar greip Umhverfisstofnun til aðgerða. 21. apríl 2017 06:00 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
United Silicon gerir ekki athugasemdir við ákvörðun Umhverfisstofnunar um að heimila ekki gangsetningu verksmiðjunnar að nýju nema að höfðu samráði við stofnunina. Stofnunin hafði gefið kísilverksmiðjunni frest til miðnættis til að gera athugasemdir við áform sín um að stöðva starfsemi verksmiðjunnar eftir eldsvoða í síðustu viku. Fyrirtækið mun þó ekki sætta sig við að slökkt verði á ljósbogaofni verksmiðjunnar. „Félagið lýsir eindregnum vilja til að starfa með UST að endurræsingu verksmiðjunnar og hvetur stofnunina til að hafa beina aðkomu að ræsingunni og þeim rannsóknum sem fylgja munu í kjölfarið. Félagið mun greiða fyrir kostnað sem UST kann að verða fyrir vegna slíkrar þátttöku,” segir í bréfi sem stjórnendur United Silicon sendu Umhverfisstofnun. Stjórn félagsins segist hafa sett lausn vandamálsins í algjöran forgang og ráðið norskt ráðgjafafyrirtæki til að gera tillögur um endurbætur. Samkvæmt frumrannsókn ráðgjafafyrirtækisins sé ekki um stórfellda ágalla að ræða og að allar forsendur séu til að verksmiðjan geti náð fullum afköstum. Næsta skref sé úttekt á verksmiðju félagsins með ofninn í rekstri. Þá verði leitað til norsku loftrannsóknastofnunarinnar NILU um að framkvæma mælingar á loftgæðum í nágrenni verksmiðjunnar þgear lásbogaofninn verður ræstur að nýju. „Til að framkvæma áreiðanlegar mælingar á loftgæðum og ákvarða aðgerðir til að koma í veg fyrir eða takmarka að lykt berist frá verksmiðjunni mun þurfa að keyra ofninn á mismunandi álagi. Óhjákvæmilegt er að við þær rannsóknir muni berast einhver lykt frá verksmiðjunni, en félagið mun í samráði við UST og með góðum fyrirvara tilkynna opinberlega um hvenær helst muni lyktar að vænta.“ United Silicon fer hins vegar fram á að UST stöðvi ekki rekstur ljósbogaofnsins að aflokinni endurræsingu nema að fyrir liggi rökstudd og vísindaleg niðurstaða um að af rekstrinum stafi hætta. Mun erfiðara sé að vinna að mengunarvörnum þegar rekstur ljósbogaofnsins liggi niðri. Engin framleiðsla hefur verið hjá fyrirtækinu frá því að eldur kom upp aðfaranótt þriðjudags í síðustu viku en þá þurfti að slökkva á ljósbogaofninum.
United Silicon Tengdar fréttir Ofnstöðvun skýrir mengun Eins og vitað var eru það óvæntar stöðvanir ljósbogaofnsins í verksmiðju United Silicon í Helguvík sem veldur hinni miklu loftmengun sem stafað hefur frá verksmiðjunni að undanförnu. 25. apríl 2017 07:00 Umhverfisstofnun þraut þolinmæðina gagnvart United Silicon Þegar staðhæfingar United Silicon um að búið væri að leysa vissa tæknilega erfiðleika reyndust innistæðulausar greip Umhverfisstofnun til aðgerða. 21. apríl 2017 06:00 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Ofnstöðvun skýrir mengun Eins og vitað var eru það óvæntar stöðvanir ljósbogaofnsins í verksmiðju United Silicon í Helguvík sem veldur hinni miklu loftmengun sem stafað hefur frá verksmiðjunni að undanförnu. 25. apríl 2017 07:00
Umhverfisstofnun þraut þolinmæðina gagnvart United Silicon Þegar staðhæfingar United Silicon um að búið væri að leysa vissa tæknilega erfiðleika reyndust innistæðulausar greip Umhverfisstofnun til aðgerða. 21. apríl 2017 06:00