Fótbolti

Stelpurnar með Evrópumeisturunum í riðli

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Það verður erfitt fyrir stelpurnar að komast á HM.
Það verður erfitt fyrir stelpurnar að komast á HM. vísir/anton brink
Stelpurnar okkar í íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta drógust í riðil með Evrópu- og Ólympíumeisturum Þýskalands þegar dregið var til undankeppni HM 2019 í hádeginu í dag.

Ísland var í öðrum styrkleikaflokki en Þýskaland í þeim efsta. Auk Þjóðverja eru í riðlinum Tékkar, Slóvenar og Færeyjar sem taka þátt á þessu stigi undankeppninnar í fyrsta sinn.

Ísland hefur aldrei komist í lokakeppni HM en stelpurnar taka þátt í þriðja sinn í röð á EM í sumar þegar mótið hefst í Hollandi í júlí.

Undankeppni HM 2019 sem fram fer í Frakklandi hefst 11. september í haust og lýkur 4. september árið 2018.

Sjö riðlar eru í undankeppninni þar sem efsta þjóð hvers riðils beint á HM í Frakklandi en fjögur bestu liðin í öðru sæti fara svo í umspil um síðasta lausa sæti Evrópu á heimsmeistaramótinu.

Riðill 5:

Þýskaland

Ísland

Tékkland

Slóvenía

Færeyjar
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.