Telur að bensínstöðvum muni fækka verulega á næstu árum Höskuldur Kári Schram skrifar 27. apríl 2017 18:31 Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. Vísir/Auðunn Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda telur að kaup Haga á olíufyrirtækinu Olís muni leiða til aukinnar samkeppni á eldsneytismarkaði og að bensínstöðvum á höfuðborgarsvæðinu muni fækka verulega á næstu misserum. Hlutabréf í Högum hækkuðu um nærri sex prósent á mörkuðum í dag. Tilkynnt var um kaupin í gær en kaupverð hlutafjár í Olís nemur 9,2 milljörðum króna. Kaupverð verður greitt annars vegar með hlutafé í Högum og hins vegar með reiðufé. Í tilkynningu til Kauphallarinnar segir að sá hluti kaupverðsins sem greiddur er með reiðufé verði að hluta til fjármagnaður með öflun lánsfjár. Kaupsamningurinn er gerður með fyrirvara um samþykki hluthafa og Samkeppniseftirlitsins. Flestir líta svo á að með kaupunum séu Hagar að búa sig undir samkeppni við bandarísku verslunarkeðjuna Costco sem ætlar að opna bensínstöð við verslun sína í Garðabæ. Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB segir viðbúið að þetta muni leiða til aukinnar samkeppni á eldsneytismarkaði. „Ég hef trú á því að innkoma Costco muni auka samkeppni á markaðinum og nú eru fyrirtæki á markaði að bregðast við og við fögnum því,“segir Runólfur. Festi, sem rekur Krónuna, er líka með þau áform að koma upp bensíndælum við sínar verslanir en borgaryfirvöld hafa hins vegar ekki gefið grænt ljós á þær framkvæmdir. Í dag eru um 250 bensínstöðvar á landinu en Runólfur telur viðbúið að þeim fækki verulega á næstu árum. „Í núverandi álagningarumhverfi þá hafa félögin getað leyft sér að halda úti alltof stóru bensínstöðvaneti og samt haft hagnað af því. Nú geri ég ráð fyrir því að á næstu misserum munum við sjá verulega fækkun, sérstaklega hérna á höfuðborgarsvæðin, á eldsneytisstöðvum,“ segir Runólfur. Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fleiri fréttir Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Sjá meira
Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda telur að kaup Haga á olíufyrirtækinu Olís muni leiða til aukinnar samkeppni á eldsneytismarkaði og að bensínstöðvum á höfuðborgarsvæðinu muni fækka verulega á næstu misserum. Hlutabréf í Högum hækkuðu um nærri sex prósent á mörkuðum í dag. Tilkynnt var um kaupin í gær en kaupverð hlutafjár í Olís nemur 9,2 milljörðum króna. Kaupverð verður greitt annars vegar með hlutafé í Högum og hins vegar með reiðufé. Í tilkynningu til Kauphallarinnar segir að sá hluti kaupverðsins sem greiddur er með reiðufé verði að hluta til fjármagnaður með öflun lánsfjár. Kaupsamningurinn er gerður með fyrirvara um samþykki hluthafa og Samkeppniseftirlitsins. Flestir líta svo á að með kaupunum séu Hagar að búa sig undir samkeppni við bandarísku verslunarkeðjuna Costco sem ætlar að opna bensínstöð við verslun sína í Garðabæ. Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB segir viðbúið að þetta muni leiða til aukinnar samkeppni á eldsneytismarkaði. „Ég hef trú á því að innkoma Costco muni auka samkeppni á markaðinum og nú eru fyrirtæki á markaði að bregðast við og við fögnum því,“segir Runólfur. Festi, sem rekur Krónuna, er líka með þau áform að koma upp bensíndælum við sínar verslanir en borgaryfirvöld hafa hins vegar ekki gefið grænt ljós á þær framkvæmdir. Í dag eru um 250 bensínstöðvar á landinu en Runólfur telur viðbúið að þeim fækki verulega á næstu árum. „Í núverandi álagningarumhverfi þá hafa félögin getað leyft sér að halda úti alltof stóru bensínstöðvaneti og samt haft hagnað af því. Nú geri ég ráð fyrir því að á næstu misserum munum við sjá verulega fækkun, sérstaklega hérna á höfuðborgarsvæðin, á eldsneytisstöðvum,“ segir Runólfur.
Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fleiri fréttir Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Sjá meira