Innlent

Skrítið ef Ólafur fengi ekki að tjá sig

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Brynjar Níelsson.
Brynjar Níelsson. vísir/vilhelm
Ólafur Ólafsson fjárfestir hefur farið fram á það við Brynjar Níelsson, formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, að fá að tjá sig fyrir nefndinni um einkavæðingu Búnaðarbankans.

Í yfirlýsingu frá í gær segir Ólafur að hann hafi farið yfir öll aðgengileg gögn er tengjast málinu síðan skýrslan kom út. Hann telji mikilvægt að kasta ljósi á nýjar upplýsingar sem hann hafði ekki fengið aðgang að áður.

Brynjar Níelsson segir að það verði auðvitað rætt í nefndinni hvort hann fái að koma fyrir hana og tjá sig.

„Sjálfur sé ég því ekkert til fyrirstöðu að hann fái að tjá sig. Hann sem er nú kannski aðalpersónan í þessari rannsóknarskýrslu. Það væri mjög skrítið ef nefndin kæmist að því að hann mætti ekki koma fyrir nefndina og tjá sig,“ segir Brynjar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×