Sjö ára sýrlensk stúlka gefur út ævisögu Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. apríl 2017 15:14 Bana al-Abed hittir forseta Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, í desember 2016. Vísir/AFP Bana al-Abed, sjö ára sýrlenskur flóttamaður, mun gefa út ævisögu í haust. Bana vakti fyrst heimsathygli í september á síðasta ári en hún hélt úti Twitter-aðgangi með aðstoð móður sinnar. Þar sagði hún frá upplifun sinni af stríðsástandinu í heimalandi sínu. The Guardian greinir frá. Bókin, sem bera mun heitið „Dear World“ eða „Kæri heimur“, kemur út í Bandaríkjunum í haust. Í henni hyggst Bana rekja reynslu sína af Sýrlandi og segja frá því hvernig hún, ásamt fjölskyldu sinni, hóf nýtt líf sem flóttamaður. „Ég vona að bókin mín hvetji heimsbyggðina til að gera eitthvað fyrir börn og fullorðna í Sýrlandi og færi þeim börnum frið sem búa við stríð,“ sagði Bana í tilkynningu frá útgefendum bókarinnar, Simon & Schuster.Lét rödd sína heyrast á Twitter Á Twitter-aðgangi sínum sagði Bana tæplega fjögurhundruð þúsund fylgjendum frá áhrifum stríðsins í Sýrlandi. Hún talaði hispurslaust um hungur og loftárásir en fylgjendur hennar óttuðust mjög um afdrif fjölskyldunnar þegar Bana hvarf af samfélagsmiðlum í desember. Síðar kom í ljós að þau höfðu verið flutt í burtu frá Aleppo, þar sem þau voru búsett þegar stríðið í Sýrlandi braust út. Bana hefur nýtt sér Twitter-aðgang sinn til að ná sambandi við Vladimir Putin, forseta Rússlands, Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Í lok síðasta árs fékk fjölskyldan hæli í Tyrklandi og hittu þar fyrir forseta landsins, Recep Tayyip Erdogan. Bönu hefur verið líkt við mannréttindafrömuðinn Malölu Yousafzai, sem flúði til Bretlands eftir hryllilega árás í heimalandi sínu, Pakistan. Ritstjóri hjá Simon & Schuster, Christine Pride, sagði að boðskapur Bönu „nísti í gegnum pólítískar rökræður og minni okkur öll á hversu dýrkeypt stríð getur verið.“Hér má sjá eitt tístanna sem Bana sendi út þegar átökin stóðu sem hæst:Tonight we have no house, it's bombed & I got in rubble. I saw deaths and I almost died. - Bana #Aleppo pic.twitter.com/arGYZaZqjg— Bana Alabed (@AlabedBana) November 27, 2016 Bana og Erdogan bæði gagnrýnd Twitter-aðgangur Bönu al-Abed hefur þó verið nokkuð umdeildur síðan hann vakti fyrst athygli. Einhverjir efuðust um lögmæti tístanna og töldu margir vert að skoða hvort Bana væri einhvers konar áróðurstæki. Þá hefur Erdogan, forseti Tyrklands, einnig verið gagnrýndur fyrir að nota stúlkuna í kynningarskyni fyrir sig og ímynd sína. Hann hefur auk þess verið harðorður í garð samfélagsmiðla á borð við Twitter og ítrekað látið loka fyrir aðgang að þeim í heimalandi sínu. Þrátt fyrir þessa gagnrýni sína notar hann miðlana sjálfur til að koma stefnu sinni á framfæri. Erlent Flóttamenn Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Flutningar fólks frá Aleppo halda áfram Að minnsta kosti 350 manns voru fluttir frá austurhluta Aleppo seint í gærkvöldi. 19. desember 2016 10:46 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Bana al-Abed, sjö ára sýrlenskur flóttamaður, mun gefa út ævisögu í haust. Bana vakti fyrst heimsathygli í september á síðasta ári en hún hélt úti Twitter-aðgangi með aðstoð móður sinnar. Þar sagði hún frá upplifun sinni af stríðsástandinu í heimalandi sínu. The Guardian greinir frá. Bókin, sem bera mun heitið „Dear World“ eða „Kæri heimur“, kemur út í Bandaríkjunum í haust. Í henni hyggst Bana rekja reynslu sína af Sýrlandi og segja frá því hvernig hún, ásamt fjölskyldu sinni, hóf nýtt líf sem flóttamaður. „Ég vona að bókin mín hvetji heimsbyggðina til að gera eitthvað fyrir börn og fullorðna í Sýrlandi og færi þeim börnum frið sem búa við stríð,“ sagði Bana í tilkynningu frá útgefendum bókarinnar, Simon & Schuster.Lét rödd sína heyrast á Twitter Á Twitter-aðgangi sínum sagði Bana tæplega fjögurhundruð þúsund fylgjendum frá áhrifum stríðsins í Sýrlandi. Hún talaði hispurslaust um hungur og loftárásir en fylgjendur hennar óttuðust mjög um afdrif fjölskyldunnar þegar Bana hvarf af samfélagsmiðlum í desember. Síðar kom í ljós að þau höfðu verið flutt í burtu frá Aleppo, þar sem þau voru búsett þegar stríðið í Sýrlandi braust út. Bana hefur nýtt sér Twitter-aðgang sinn til að ná sambandi við Vladimir Putin, forseta Rússlands, Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Í lok síðasta árs fékk fjölskyldan hæli í Tyrklandi og hittu þar fyrir forseta landsins, Recep Tayyip Erdogan. Bönu hefur verið líkt við mannréttindafrömuðinn Malölu Yousafzai, sem flúði til Bretlands eftir hryllilega árás í heimalandi sínu, Pakistan. Ritstjóri hjá Simon & Schuster, Christine Pride, sagði að boðskapur Bönu „nísti í gegnum pólítískar rökræður og minni okkur öll á hversu dýrkeypt stríð getur verið.“Hér má sjá eitt tístanna sem Bana sendi út þegar átökin stóðu sem hæst:Tonight we have no house, it's bombed & I got in rubble. I saw deaths and I almost died. - Bana #Aleppo pic.twitter.com/arGYZaZqjg— Bana Alabed (@AlabedBana) November 27, 2016 Bana og Erdogan bæði gagnrýnd Twitter-aðgangur Bönu al-Abed hefur þó verið nokkuð umdeildur síðan hann vakti fyrst athygli. Einhverjir efuðust um lögmæti tístanna og töldu margir vert að skoða hvort Bana væri einhvers konar áróðurstæki. Þá hefur Erdogan, forseti Tyrklands, einnig verið gagnrýndur fyrir að nota stúlkuna í kynningarskyni fyrir sig og ímynd sína. Hann hefur auk þess verið harðorður í garð samfélagsmiðla á borð við Twitter og ítrekað látið loka fyrir aðgang að þeim í heimalandi sínu. Þrátt fyrir þessa gagnrýni sína notar hann miðlana sjálfur til að koma stefnu sinni á framfæri.
Erlent Flóttamenn Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Flutningar fólks frá Aleppo halda áfram Að minnsta kosti 350 manns voru fluttir frá austurhluta Aleppo seint í gærkvöldi. 19. desember 2016 10:46 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Flutningar fólks frá Aleppo halda áfram Að minnsta kosti 350 manns voru fluttir frá austurhluta Aleppo seint í gærkvöldi. 19. desember 2016 10:46