Sjö ára sýrlensk stúlka gefur út ævisögu Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. apríl 2017 15:14 Bana al-Abed hittir forseta Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, í desember 2016. Vísir/AFP Bana al-Abed, sjö ára sýrlenskur flóttamaður, mun gefa út ævisögu í haust. Bana vakti fyrst heimsathygli í september á síðasta ári en hún hélt úti Twitter-aðgangi með aðstoð móður sinnar. Þar sagði hún frá upplifun sinni af stríðsástandinu í heimalandi sínu. The Guardian greinir frá. Bókin, sem bera mun heitið „Dear World“ eða „Kæri heimur“, kemur út í Bandaríkjunum í haust. Í henni hyggst Bana rekja reynslu sína af Sýrlandi og segja frá því hvernig hún, ásamt fjölskyldu sinni, hóf nýtt líf sem flóttamaður. „Ég vona að bókin mín hvetji heimsbyggðina til að gera eitthvað fyrir börn og fullorðna í Sýrlandi og færi þeim börnum frið sem búa við stríð,“ sagði Bana í tilkynningu frá útgefendum bókarinnar, Simon & Schuster.Lét rödd sína heyrast á Twitter Á Twitter-aðgangi sínum sagði Bana tæplega fjögurhundruð þúsund fylgjendum frá áhrifum stríðsins í Sýrlandi. Hún talaði hispurslaust um hungur og loftárásir en fylgjendur hennar óttuðust mjög um afdrif fjölskyldunnar þegar Bana hvarf af samfélagsmiðlum í desember. Síðar kom í ljós að þau höfðu verið flutt í burtu frá Aleppo, þar sem þau voru búsett þegar stríðið í Sýrlandi braust út. Bana hefur nýtt sér Twitter-aðgang sinn til að ná sambandi við Vladimir Putin, forseta Rússlands, Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Í lok síðasta árs fékk fjölskyldan hæli í Tyrklandi og hittu þar fyrir forseta landsins, Recep Tayyip Erdogan. Bönu hefur verið líkt við mannréttindafrömuðinn Malölu Yousafzai, sem flúði til Bretlands eftir hryllilega árás í heimalandi sínu, Pakistan. Ritstjóri hjá Simon & Schuster, Christine Pride, sagði að boðskapur Bönu „nísti í gegnum pólítískar rökræður og minni okkur öll á hversu dýrkeypt stríð getur verið.“Hér má sjá eitt tístanna sem Bana sendi út þegar átökin stóðu sem hæst:Tonight we have no house, it's bombed & I got in rubble. I saw deaths and I almost died. - Bana #Aleppo pic.twitter.com/arGYZaZqjg— Bana Alabed (@AlabedBana) November 27, 2016 Bana og Erdogan bæði gagnrýnd Twitter-aðgangur Bönu al-Abed hefur þó verið nokkuð umdeildur síðan hann vakti fyrst athygli. Einhverjir efuðust um lögmæti tístanna og töldu margir vert að skoða hvort Bana væri einhvers konar áróðurstæki. Þá hefur Erdogan, forseti Tyrklands, einnig verið gagnrýndur fyrir að nota stúlkuna í kynningarskyni fyrir sig og ímynd sína. Hann hefur auk þess verið harðorður í garð samfélagsmiðla á borð við Twitter og ítrekað látið loka fyrir aðgang að þeim í heimalandi sínu. Þrátt fyrir þessa gagnrýni sína notar hann miðlana sjálfur til að koma stefnu sinni á framfæri. Erlent Flóttamenn Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Flutningar fólks frá Aleppo halda áfram Að minnsta kosti 350 manns voru fluttir frá austurhluta Aleppo seint í gærkvöldi. 19. desember 2016 10:46 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Fleiri fréttir Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Sjá meira
Bana al-Abed, sjö ára sýrlenskur flóttamaður, mun gefa út ævisögu í haust. Bana vakti fyrst heimsathygli í september á síðasta ári en hún hélt úti Twitter-aðgangi með aðstoð móður sinnar. Þar sagði hún frá upplifun sinni af stríðsástandinu í heimalandi sínu. The Guardian greinir frá. Bókin, sem bera mun heitið „Dear World“ eða „Kæri heimur“, kemur út í Bandaríkjunum í haust. Í henni hyggst Bana rekja reynslu sína af Sýrlandi og segja frá því hvernig hún, ásamt fjölskyldu sinni, hóf nýtt líf sem flóttamaður. „Ég vona að bókin mín hvetji heimsbyggðina til að gera eitthvað fyrir börn og fullorðna í Sýrlandi og færi þeim börnum frið sem búa við stríð,“ sagði Bana í tilkynningu frá útgefendum bókarinnar, Simon & Schuster.Lét rödd sína heyrast á Twitter Á Twitter-aðgangi sínum sagði Bana tæplega fjögurhundruð þúsund fylgjendum frá áhrifum stríðsins í Sýrlandi. Hún talaði hispurslaust um hungur og loftárásir en fylgjendur hennar óttuðust mjög um afdrif fjölskyldunnar þegar Bana hvarf af samfélagsmiðlum í desember. Síðar kom í ljós að þau höfðu verið flutt í burtu frá Aleppo, þar sem þau voru búsett þegar stríðið í Sýrlandi braust út. Bana hefur nýtt sér Twitter-aðgang sinn til að ná sambandi við Vladimir Putin, forseta Rússlands, Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Í lok síðasta árs fékk fjölskyldan hæli í Tyrklandi og hittu þar fyrir forseta landsins, Recep Tayyip Erdogan. Bönu hefur verið líkt við mannréttindafrömuðinn Malölu Yousafzai, sem flúði til Bretlands eftir hryllilega árás í heimalandi sínu, Pakistan. Ritstjóri hjá Simon & Schuster, Christine Pride, sagði að boðskapur Bönu „nísti í gegnum pólítískar rökræður og minni okkur öll á hversu dýrkeypt stríð getur verið.“Hér má sjá eitt tístanna sem Bana sendi út þegar átökin stóðu sem hæst:Tonight we have no house, it's bombed & I got in rubble. I saw deaths and I almost died. - Bana #Aleppo pic.twitter.com/arGYZaZqjg— Bana Alabed (@AlabedBana) November 27, 2016 Bana og Erdogan bæði gagnrýnd Twitter-aðgangur Bönu al-Abed hefur þó verið nokkuð umdeildur síðan hann vakti fyrst athygli. Einhverjir efuðust um lögmæti tístanna og töldu margir vert að skoða hvort Bana væri einhvers konar áróðurstæki. Þá hefur Erdogan, forseti Tyrklands, einnig verið gagnrýndur fyrir að nota stúlkuna í kynningarskyni fyrir sig og ímynd sína. Hann hefur auk þess verið harðorður í garð samfélagsmiðla á borð við Twitter og ítrekað látið loka fyrir aðgang að þeim í heimalandi sínu. Þrátt fyrir þessa gagnrýni sína notar hann miðlana sjálfur til að koma stefnu sinni á framfæri.
Erlent Flóttamenn Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Flutningar fólks frá Aleppo halda áfram Að minnsta kosti 350 manns voru fluttir frá austurhluta Aleppo seint í gærkvöldi. 19. desember 2016 10:46 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Fleiri fréttir Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Sjá meira
Flutningar fólks frá Aleppo halda áfram Að minnsta kosti 350 manns voru fluttir frá austurhluta Aleppo seint í gærkvöldi. 19. desember 2016 10:46