Ofbeldisverkin í Téténíu: Klerkar hóta „maklegum málagjöldum“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. apríl 2017 17:51 Andlegur leiðtogi Téténíu, Salah-haji Mezhiev, hótaði blaðamönnum refsingu. Hann sést hér virða fyrir sér minnismerki í Grozny, höfuðborg Téténíu. Vísir/AFP Talsmenn rússneska fjölmiðilsins Novaya Gazeta segjast uggandi yfir ákalli téténskra múslima um „makleg málagjöld“ eftir að blaðið flutti fréttir af pyntingum á samkynhneigðum mönnum í Téténíu. BBC greinir frá. Múslimskir klerkar hittust í byrjun apríl, tveimur dögum eftir að fréttirnar birtust, og ályktuðu að fréttaflutningurinn hefði verið vanvirðing við trú þeirra og heiður karlmanna í Téténíu. „Upphafsmennirnir munu hljóta makleg málagjöld, hvar og hverjir sem þeir eru,“ sagði í ályktuninni og áttu klerkarnir þar við blaðamennina sem fluttu fréttir af málinu. Þetta staðfesti andlegur leiðtogi Téténa, Salah-haji Mezhiev. „Allah mun refsa þeim sem rægja téténsku þjóðina og presta téténska lýðveldisins,“ bætti hann við.Ritstjóri blaðsins ætlar að halda ótrauður áfram „Við hvetjum rússnesk yfirvöld að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir gjörðir, sem miða að því að egna hatur og fjandskap í garð blaðamanna,“ sagði í yfirlýsingu frá Novaya Gazeta. Þá var einnig haft eftir talsmönnum blaðsins að ályktun klerkanna væri til jafns við „hefndaraðgerð gegn blaðamannastéttinni.“ Ritstjóri Novaya Gazeta, Dmitry Muratov, sagði að blaðamenn hans myndu halda áfram að rannsaka mannréttindabrotin í Téténíu. „Við móðguðum hvorki, né höfðum í hyggju að móðga, téténsku þjóðina,“ skrifaði hann. Téténar hafa verið nefndir í tengslum við tvö morð á blaðamönnum Novaya Gazeta, Önnu Politkovskaya og Nataliu Estemirova, sem rannsökuðu glæpi á svæðinu.Talið er að yfir hundrað manns hafi verið í haldi í Téténíu á grundvelli kynhneigðar sinnar og að minnsta kosti þrír dáið í ofsóknunum. Fordómar í garð samkynhneigðra eru áberandi í téténsku samfélagi en talsmaður forseta Téténíu, Ramzan Kadyrov, hefur hafnað því alfarið að samkynhneigða sé yfir höfuð að finna í héraðinu. Tengdar fréttir Hafnar því alfarið að 100 samkynhneigðir menn hafi verið handteknir Talsmaður forseta Téteníu, Ramzan Kadyrov, hafnar ásökunum um að lögregla í Téteníu hafi handtekið 100 samkynhneigða menn og sagði að raunar að samkynhneigð fyrirfinndist ekki í héraðinu. 2. apríl 2017 14:31 Pyntingar á samkynhneigðum í Téténíu: „Þeir sögðu að við værum ekki manneskjur“ „Stundum voru þeir að reyna að fá upplýsingar frá mér en stundum voru þeir bara að skemmta sér. [...] Þeir kölluðu okkur dýr, sögðu að við værum ekki manneskjur og að við myndum deyja þarna inni.“ 13. apríl 2017 23:36 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira
Talsmenn rússneska fjölmiðilsins Novaya Gazeta segjast uggandi yfir ákalli téténskra múslima um „makleg málagjöld“ eftir að blaðið flutti fréttir af pyntingum á samkynhneigðum mönnum í Téténíu. BBC greinir frá. Múslimskir klerkar hittust í byrjun apríl, tveimur dögum eftir að fréttirnar birtust, og ályktuðu að fréttaflutningurinn hefði verið vanvirðing við trú þeirra og heiður karlmanna í Téténíu. „Upphafsmennirnir munu hljóta makleg málagjöld, hvar og hverjir sem þeir eru,“ sagði í ályktuninni og áttu klerkarnir þar við blaðamennina sem fluttu fréttir af málinu. Þetta staðfesti andlegur leiðtogi Téténa, Salah-haji Mezhiev. „Allah mun refsa þeim sem rægja téténsku þjóðina og presta téténska lýðveldisins,“ bætti hann við.Ritstjóri blaðsins ætlar að halda ótrauður áfram „Við hvetjum rússnesk yfirvöld að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir gjörðir, sem miða að því að egna hatur og fjandskap í garð blaðamanna,“ sagði í yfirlýsingu frá Novaya Gazeta. Þá var einnig haft eftir talsmönnum blaðsins að ályktun klerkanna væri til jafns við „hefndaraðgerð gegn blaðamannastéttinni.“ Ritstjóri Novaya Gazeta, Dmitry Muratov, sagði að blaðamenn hans myndu halda áfram að rannsaka mannréttindabrotin í Téténíu. „Við móðguðum hvorki, né höfðum í hyggju að móðga, téténsku þjóðina,“ skrifaði hann. Téténar hafa verið nefndir í tengslum við tvö morð á blaðamönnum Novaya Gazeta, Önnu Politkovskaya og Nataliu Estemirova, sem rannsökuðu glæpi á svæðinu.Talið er að yfir hundrað manns hafi verið í haldi í Téténíu á grundvelli kynhneigðar sinnar og að minnsta kosti þrír dáið í ofsóknunum. Fordómar í garð samkynhneigðra eru áberandi í téténsku samfélagi en talsmaður forseta Téténíu, Ramzan Kadyrov, hefur hafnað því alfarið að samkynhneigða sé yfir höfuð að finna í héraðinu.
Tengdar fréttir Hafnar því alfarið að 100 samkynhneigðir menn hafi verið handteknir Talsmaður forseta Téteníu, Ramzan Kadyrov, hafnar ásökunum um að lögregla í Téteníu hafi handtekið 100 samkynhneigða menn og sagði að raunar að samkynhneigð fyrirfinndist ekki í héraðinu. 2. apríl 2017 14:31 Pyntingar á samkynhneigðum í Téténíu: „Þeir sögðu að við værum ekki manneskjur“ „Stundum voru þeir að reyna að fá upplýsingar frá mér en stundum voru þeir bara að skemmta sér. [...] Þeir kölluðu okkur dýr, sögðu að við værum ekki manneskjur og að við myndum deyja þarna inni.“ 13. apríl 2017 23:36 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira
Hafnar því alfarið að 100 samkynhneigðir menn hafi verið handteknir Talsmaður forseta Téteníu, Ramzan Kadyrov, hafnar ásökunum um að lögregla í Téteníu hafi handtekið 100 samkynhneigða menn og sagði að raunar að samkynhneigð fyrirfinndist ekki í héraðinu. 2. apríl 2017 14:31
Pyntingar á samkynhneigðum í Téténíu: „Þeir sögðu að við værum ekki manneskjur“ „Stundum voru þeir að reyna að fá upplýsingar frá mér en stundum voru þeir bara að skemmta sér. [...] Þeir kölluðu okkur dýr, sögðu að við værum ekki manneskjur og að við myndum deyja þarna inni.“ 13. apríl 2017 23:36