Ofbeldisverkin í Téténíu: Klerkar hóta „maklegum málagjöldum“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. apríl 2017 17:51 Andlegur leiðtogi Téténíu, Salah-haji Mezhiev, hótaði blaðamönnum refsingu. Hann sést hér virða fyrir sér minnismerki í Grozny, höfuðborg Téténíu. Vísir/AFP Talsmenn rússneska fjölmiðilsins Novaya Gazeta segjast uggandi yfir ákalli téténskra múslima um „makleg málagjöld“ eftir að blaðið flutti fréttir af pyntingum á samkynhneigðum mönnum í Téténíu. BBC greinir frá. Múslimskir klerkar hittust í byrjun apríl, tveimur dögum eftir að fréttirnar birtust, og ályktuðu að fréttaflutningurinn hefði verið vanvirðing við trú þeirra og heiður karlmanna í Téténíu. „Upphafsmennirnir munu hljóta makleg málagjöld, hvar og hverjir sem þeir eru,“ sagði í ályktuninni og áttu klerkarnir þar við blaðamennina sem fluttu fréttir af málinu. Þetta staðfesti andlegur leiðtogi Téténa, Salah-haji Mezhiev. „Allah mun refsa þeim sem rægja téténsku þjóðina og presta téténska lýðveldisins,“ bætti hann við.Ritstjóri blaðsins ætlar að halda ótrauður áfram „Við hvetjum rússnesk yfirvöld að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir gjörðir, sem miða að því að egna hatur og fjandskap í garð blaðamanna,“ sagði í yfirlýsingu frá Novaya Gazeta. Þá var einnig haft eftir talsmönnum blaðsins að ályktun klerkanna væri til jafns við „hefndaraðgerð gegn blaðamannastéttinni.“ Ritstjóri Novaya Gazeta, Dmitry Muratov, sagði að blaðamenn hans myndu halda áfram að rannsaka mannréttindabrotin í Téténíu. „Við móðguðum hvorki, né höfðum í hyggju að móðga, téténsku þjóðina,“ skrifaði hann. Téténar hafa verið nefndir í tengslum við tvö morð á blaðamönnum Novaya Gazeta, Önnu Politkovskaya og Nataliu Estemirova, sem rannsökuðu glæpi á svæðinu.Talið er að yfir hundrað manns hafi verið í haldi í Téténíu á grundvelli kynhneigðar sinnar og að minnsta kosti þrír dáið í ofsóknunum. Fordómar í garð samkynhneigðra eru áberandi í téténsku samfélagi en talsmaður forseta Téténíu, Ramzan Kadyrov, hefur hafnað því alfarið að samkynhneigða sé yfir höfuð að finna í héraðinu. Tengdar fréttir Hafnar því alfarið að 100 samkynhneigðir menn hafi verið handteknir Talsmaður forseta Téteníu, Ramzan Kadyrov, hafnar ásökunum um að lögregla í Téteníu hafi handtekið 100 samkynhneigða menn og sagði að raunar að samkynhneigð fyrirfinndist ekki í héraðinu. 2. apríl 2017 14:31 Pyntingar á samkynhneigðum í Téténíu: „Þeir sögðu að við værum ekki manneskjur“ „Stundum voru þeir að reyna að fá upplýsingar frá mér en stundum voru þeir bara að skemmta sér. [...] Þeir kölluðu okkur dýr, sögðu að við værum ekki manneskjur og að við myndum deyja þarna inni.“ 13. apríl 2017 23:36 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Talsmenn rússneska fjölmiðilsins Novaya Gazeta segjast uggandi yfir ákalli téténskra múslima um „makleg málagjöld“ eftir að blaðið flutti fréttir af pyntingum á samkynhneigðum mönnum í Téténíu. BBC greinir frá. Múslimskir klerkar hittust í byrjun apríl, tveimur dögum eftir að fréttirnar birtust, og ályktuðu að fréttaflutningurinn hefði verið vanvirðing við trú þeirra og heiður karlmanna í Téténíu. „Upphafsmennirnir munu hljóta makleg málagjöld, hvar og hverjir sem þeir eru,“ sagði í ályktuninni og áttu klerkarnir þar við blaðamennina sem fluttu fréttir af málinu. Þetta staðfesti andlegur leiðtogi Téténa, Salah-haji Mezhiev. „Allah mun refsa þeim sem rægja téténsku þjóðina og presta téténska lýðveldisins,“ bætti hann við.Ritstjóri blaðsins ætlar að halda ótrauður áfram „Við hvetjum rússnesk yfirvöld að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir gjörðir, sem miða að því að egna hatur og fjandskap í garð blaðamanna,“ sagði í yfirlýsingu frá Novaya Gazeta. Þá var einnig haft eftir talsmönnum blaðsins að ályktun klerkanna væri til jafns við „hefndaraðgerð gegn blaðamannastéttinni.“ Ritstjóri Novaya Gazeta, Dmitry Muratov, sagði að blaðamenn hans myndu halda áfram að rannsaka mannréttindabrotin í Téténíu. „Við móðguðum hvorki, né höfðum í hyggju að móðga, téténsku þjóðina,“ skrifaði hann. Téténar hafa verið nefndir í tengslum við tvö morð á blaðamönnum Novaya Gazeta, Önnu Politkovskaya og Nataliu Estemirova, sem rannsökuðu glæpi á svæðinu.Talið er að yfir hundrað manns hafi verið í haldi í Téténíu á grundvelli kynhneigðar sinnar og að minnsta kosti þrír dáið í ofsóknunum. Fordómar í garð samkynhneigðra eru áberandi í téténsku samfélagi en talsmaður forseta Téténíu, Ramzan Kadyrov, hefur hafnað því alfarið að samkynhneigða sé yfir höfuð að finna í héraðinu.
Tengdar fréttir Hafnar því alfarið að 100 samkynhneigðir menn hafi verið handteknir Talsmaður forseta Téteníu, Ramzan Kadyrov, hafnar ásökunum um að lögregla í Téteníu hafi handtekið 100 samkynhneigða menn og sagði að raunar að samkynhneigð fyrirfinndist ekki í héraðinu. 2. apríl 2017 14:31 Pyntingar á samkynhneigðum í Téténíu: „Þeir sögðu að við værum ekki manneskjur“ „Stundum voru þeir að reyna að fá upplýsingar frá mér en stundum voru þeir bara að skemmta sér. [...] Þeir kölluðu okkur dýr, sögðu að við værum ekki manneskjur og að við myndum deyja þarna inni.“ 13. apríl 2017 23:36 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Hafnar því alfarið að 100 samkynhneigðir menn hafi verið handteknir Talsmaður forseta Téteníu, Ramzan Kadyrov, hafnar ásökunum um að lögregla í Téteníu hafi handtekið 100 samkynhneigða menn og sagði að raunar að samkynhneigð fyrirfinndist ekki í héraðinu. 2. apríl 2017 14:31
Pyntingar á samkynhneigðum í Téténíu: „Þeir sögðu að við værum ekki manneskjur“ „Stundum voru þeir að reyna að fá upplýsingar frá mér en stundum voru þeir bara að skemmta sér. [...] Þeir kölluðu okkur dýr, sögðu að við værum ekki manneskjur og að við myndum deyja þarna inni.“ 13. apríl 2017 23:36