Innlent

Hnífstungumálið á Akureyri: Lögreglan hefur farið fram á gæsluvarðhald

Nadine Guðrún Yaghi og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa
Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir þremur einstaklingum vegna hnífstungu í Kjarnaskógi við Akureyri í gær.

Maðurinn sem varð fyrir árásinni, var stunginn tvisvar sinnum í lærið og fór hann í sex klukkustunda langa aðgerð í gær þar sem læknar gerðu að sárum hans.

Sjá einnig: Hnífstunga á Akureyri: Úr lífshættu eftir sex klukkustunda langa aðgerð

Guðmundur St. Svanlaugsson, rannsóknarlögreglumaður, segir að árásin hafi verið mjög alvarleg.

Mér skilst á þeim sem ég talaði við á sjúkrahúsinu, að ef honum hefði ekki verið komið á sjúkrahús, hefði honum getað blætt út, enda um að ræða slagæðablæðinu.

Meintur árásarmaður, sem er nýorðinn 18 ára, ásamt pari, tvítugri konu og 27 ára karlmanni, voru handtekin í gær vegna málsins og yfirheyrð í dag. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×