Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur hennar í Wolfsburg eru komnar í úrslit þýsku bikarkeppninnar eftir 1-2 útisigur á Freiburg í framlengdum leik í dag.
Sara Björk var í byrjunarliði Wolfsburg sem lenti undir á 19. mínútu.
Staðan var 1-0 í hálfleik og fram á 53. mínútu þegar Caroline Hansen jafnaði metin í 1-1. Fleiri urðu mörkin ekki í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja.
Þar reyndist hin pólska Ewa Pajor hetja Wolfsburg en hún skoraði sigurmarkið á 96. mínútu.
Wolfsburg mætir Sand í úrslitaleiknum í Köln 27. maí næstkomandi. Wolfsburg hefur orðið bikarmeistari undanfarin tvö ár.
Sara Björk í bikarúrslit
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans
Enski boltinn

Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms
Íslenski boltinn


Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti

Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði
Körfubolti



Ísak Bergmann hljóp mest allra
Fótbolti
