Skógarstígar orðnir drullusvað eftir óvænta frægð Brúarfoss Kristján Már Unnarsson skrifar 18. apríl 2017 20:45 Verulegar skemmdir vegna átroðnings ferðamanna hafa orðið í vetur á skóglendi í kringum Brúará í Biskupstungum eftir að Brúarfoss hlaut óvænta frægð á netinu. Mörghundruð ferðamenn brjóta sér nú leið þangað í hverri viku, vaða yfir sumarbústaðalönd, og hafa áður fáfarnir skógarstígar breyst á skömmum tíma í allsherjar moldarsvað. Myndir af svæðinu má sjá í spilaranum hér að ofan en þær voru sýndar í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Brúarfoss er ekki einu sinni merktur á venjuleg landakort og að honum liggur enginn bílvegur. Fyrr á öldum var hann þó í alfaraleið og sagt er að Brúará taki nafn sitt af steinboga sem þar var yfir ána. Vegna konungskomunnar árið 1907 var slóðinn endurbættur og kallaður Kóngsvegur eftir það og má enn ganga hann á köflum. Gömul ljósmynd sýnir hvernig farið var á trébrú yfir gljúfrið í miðjum fossinum þegar þjóðleiðin lá þar um.Frá því Friðrik áttundi Danakonungur fór um forðum sáust fáir útlendingur við fossinn, - þar til nýlega að einhver bloggaði um staðinn og ljósmyndaði. Og síðan hefur fjandinn verið laus. Ljósmyndir tóku að birtast á netinu á hverri vefsíðunni á fætur annarri og Brúarfossi þar meðal annars líst sem fullkomnum áningarstað allan ársins hring á leiðinni að Gullfossi og Geysi. Fossinn er nú kominn á topp tíu lista yfir fegurstu fossa Íslands og á ferðasíðunni Tripadvisor er hann nú í tíunda sæti yfir það áhugaverðasta sem hægt sé að skoða í Reykjavík og í fyrsta sæti yfir náttúruskoðun, þótt hann sé 90 kílómetra í burtu. Þessi ferðahópur frá Asíu kom með litlum hópferðabíl sem lagði utan vegar við sumarbústaði. Þaðan er um 10-15 mínútna gangur um illa farna moldarslóða.Stöð 2/Kristján Már Unnarsson.Bændurnir á Efri-Reykjum og á Brekku, sem eiga landið, segja að þetta hafi byrjað að ráði í fyrrasumar en í vetur hafi orðið sprenging. Áætla má að yfir páskahelgina hafi á annað þúsund ferðamenn farið að fossinum. Sumir gista í húsbílum yfir nótt og þar sem engin eru bílastæðin verða til ný moldarstæði þar sem áður var gróðurþekja. Ein vefsíðan vísar ferðamönnum á að aka í gegnum sumarbústaðalönd og segir óþarft að taka mark á skiltum sem á stendur einkavegur og óviðkomandi umferð bönnuð. Önnur síða vísar með korti á bílastæði sumarhúsa.Þar sem áður var mjór gönguslóði er nú drullusvað.Mynd/Þorgerður Sigurðardóttir.Verstu ummerkin sjást þó á nýjum stígum sem eru að verða til þegar ferðamennirnir brjóta sér leið í gegnum skógarkjarrið og þar sem engin eru salernin er skeinipappír orðinn áberandi í rjóðrum. Mjóir og áður fáfarnir skógarstígar eru á skömmum tíma orðnir moldarsvað sem breikkar hratt og étur sífellt meira af skóginum. En nú reyna menn að grípa til varna. Bóndinn á Brekku íhugar að loka veginum um Brekkuskóg með rafmagnshliði og bóndinn á Efri Reykjum er búinn að fá þrettánhundruð þúsund króna styrk úr framkvæmdasjóði ferðamanna. Styrkurinn dugar þó sennilega skammt upp í það verkefni að leggja þriggja kílómetra göngustíg frá þjóðveginum og meðfram árbakkanum að fossinum.Brúarfoss í Brúará. Þar til nýlega var hann óþekktur sem ferðamannastaður.Stöð 2/Kristján Már Unnarsson.Meira má heyra um málið í umfjöllun þáttarins Reykjavík síðdegis. Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Verulegar skemmdir vegna átroðnings ferðamanna hafa orðið í vetur á skóglendi í kringum Brúará í Biskupstungum eftir að Brúarfoss hlaut óvænta frægð á netinu. Mörghundruð ferðamenn brjóta sér nú leið þangað í hverri viku, vaða yfir sumarbústaðalönd, og hafa áður fáfarnir skógarstígar breyst á skömmum tíma í allsherjar moldarsvað. Myndir af svæðinu má sjá í spilaranum hér að ofan en þær voru sýndar í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Brúarfoss er ekki einu sinni merktur á venjuleg landakort og að honum liggur enginn bílvegur. Fyrr á öldum var hann þó í alfaraleið og sagt er að Brúará taki nafn sitt af steinboga sem þar var yfir ána. Vegna konungskomunnar árið 1907 var slóðinn endurbættur og kallaður Kóngsvegur eftir það og má enn ganga hann á köflum. Gömul ljósmynd sýnir hvernig farið var á trébrú yfir gljúfrið í miðjum fossinum þegar þjóðleiðin lá þar um.Frá því Friðrik áttundi Danakonungur fór um forðum sáust fáir útlendingur við fossinn, - þar til nýlega að einhver bloggaði um staðinn og ljósmyndaði. Og síðan hefur fjandinn verið laus. Ljósmyndir tóku að birtast á netinu á hverri vefsíðunni á fætur annarri og Brúarfossi þar meðal annars líst sem fullkomnum áningarstað allan ársins hring á leiðinni að Gullfossi og Geysi. Fossinn er nú kominn á topp tíu lista yfir fegurstu fossa Íslands og á ferðasíðunni Tripadvisor er hann nú í tíunda sæti yfir það áhugaverðasta sem hægt sé að skoða í Reykjavík og í fyrsta sæti yfir náttúruskoðun, þótt hann sé 90 kílómetra í burtu. Þessi ferðahópur frá Asíu kom með litlum hópferðabíl sem lagði utan vegar við sumarbústaði. Þaðan er um 10-15 mínútna gangur um illa farna moldarslóða.Stöð 2/Kristján Már Unnarsson.Bændurnir á Efri-Reykjum og á Brekku, sem eiga landið, segja að þetta hafi byrjað að ráði í fyrrasumar en í vetur hafi orðið sprenging. Áætla má að yfir páskahelgina hafi á annað þúsund ferðamenn farið að fossinum. Sumir gista í húsbílum yfir nótt og þar sem engin eru bílastæðin verða til ný moldarstæði þar sem áður var gróðurþekja. Ein vefsíðan vísar ferðamönnum á að aka í gegnum sumarbústaðalönd og segir óþarft að taka mark á skiltum sem á stendur einkavegur og óviðkomandi umferð bönnuð. Önnur síða vísar með korti á bílastæði sumarhúsa.Þar sem áður var mjór gönguslóði er nú drullusvað.Mynd/Þorgerður Sigurðardóttir.Verstu ummerkin sjást þó á nýjum stígum sem eru að verða til þegar ferðamennirnir brjóta sér leið í gegnum skógarkjarrið og þar sem engin eru salernin er skeinipappír orðinn áberandi í rjóðrum. Mjóir og áður fáfarnir skógarstígar eru á skömmum tíma orðnir moldarsvað sem breikkar hratt og étur sífellt meira af skóginum. En nú reyna menn að grípa til varna. Bóndinn á Brekku íhugar að loka veginum um Brekkuskóg með rafmagnshliði og bóndinn á Efri Reykjum er búinn að fá þrettánhundruð þúsund króna styrk úr framkvæmdasjóði ferðamanna. Styrkurinn dugar þó sennilega skammt upp í það verkefni að leggja þriggja kílómetra göngustíg frá þjóðveginum og meðfram árbakkanum að fossinum.Brúarfoss í Brúará. Þar til nýlega var hann óþekktur sem ferðamannastaður.Stöð 2/Kristján Már Unnarsson.Meira má heyra um málið í umfjöllun þáttarins Reykjavík síðdegis.
Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira