Tveir látnir í fjölmennum mótmælum í Venesúela Atli Ísleifsson skrifar 19. apríl 2017 23:30 Þrátt fyrir að búa yfir miklum olíuauðlindum hafa Venesúelamenn þurft að glíma við mikla verðbólgu, háa glæðatíðni og mikinn vöruskort á síðustu árum. Vísir/AFP Tugþúsundir Venesúelamanna taka nú þátt í mótmælum í höfuðborginni Caracas og tuttugu borgum til viðbótar þar sem þess er krafist að boðað verði til nýrra kosninga og að pólitískum andstæðingum ráðamenna verði sleppt úr fangelsi. Yfirvöld í landinu hafa greint frá því að 23 ára gömul kona hafi látið lífið í mótmælunum í dag, en fyrr í dag kom fram að sautján ára piltur hafi verið skotinn til bana í mótmælunum í Caracas. Búist er við að mótmælin verði þau fjölmennustu í landinu í þrjú ár þar sem verið er að þrýsta á forseta landsins, Nicolas Maduro, að taka upp viðræður við stjórnarandstöðuna þannig að landið geti unnið úr efnahagserfiðleikum sínum. Þrátt fyrir að búa yfir miklum olíuauðlindum hafa Venesúelamenn þurft að glíma við mikla verðbólgu, háa glæpatíðni og mikinn vöruskort á síðustu árum.Í frétt BBC kemur fram að andstæðingar stjórnarinnar lýsi deginum sem „öðrum sjálfstæðisdegi“ Venesúela, en að stuðningsmenn stjórnarinnar segjast vera að verja landið og olíuiðnaðinn. Næstu kosningar er ekki fyrirhugaðar í landinu fyrr en árið 2019, en stjórnarandstæðingar segja landið vera á barmi hruns. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn áætlar að verðbólgan á þessu ári muni fara yfir 700 prósent. Rekja má mótmælin sem nú standa yfir til ákvörðunar Hæstaréttar landsins í síðasta mánuði að taka völdin af þinginu þar sem andstæðingar Maduro forseta eru nú í meirihluta. Hæstiréttur sneri við ákvörðun sinni þremur dögum síðar, en það var ekki nóg til að koma í veg fyrir nýja öldu mótmæla. Að minnsta kosti sjö manns hafa látið lífið og fjölmargir særst í átökum mótmælenda og lögreglu á síðustu vikum. Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Sjá meira
Tugþúsundir Venesúelamanna taka nú þátt í mótmælum í höfuðborginni Caracas og tuttugu borgum til viðbótar þar sem þess er krafist að boðað verði til nýrra kosninga og að pólitískum andstæðingum ráðamenna verði sleppt úr fangelsi. Yfirvöld í landinu hafa greint frá því að 23 ára gömul kona hafi látið lífið í mótmælunum í dag, en fyrr í dag kom fram að sautján ára piltur hafi verið skotinn til bana í mótmælunum í Caracas. Búist er við að mótmælin verði þau fjölmennustu í landinu í þrjú ár þar sem verið er að þrýsta á forseta landsins, Nicolas Maduro, að taka upp viðræður við stjórnarandstöðuna þannig að landið geti unnið úr efnahagserfiðleikum sínum. Þrátt fyrir að búa yfir miklum olíuauðlindum hafa Venesúelamenn þurft að glíma við mikla verðbólgu, háa glæpatíðni og mikinn vöruskort á síðustu árum.Í frétt BBC kemur fram að andstæðingar stjórnarinnar lýsi deginum sem „öðrum sjálfstæðisdegi“ Venesúela, en að stuðningsmenn stjórnarinnar segjast vera að verja landið og olíuiðnaðinn. Næstu kosningar er ekki fyrirhugaðar í landinu fyrr en árið 2019, en stjórnarandstæðingar segja landið vera á barmi hruns. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn áætlar að verðbólgan á þessu ári muni fara yfir 700 prósent. Rekja má mótmælin sem nú standa yfir til ákvörðunar Hæstaréttar landsins í síðasta mánuði að taka völdin af þinginu þar sem andstæðingar Maduro forseta eru nú í meirihluta. Hæstiréttur sneri við ákvörðun sinni þremur dögum síðar, en það var ekki nóg til að koma í veg fyrir nýja öldu mótmæla. Að minnsta kosti sjö manns hafa látið lífið og fjölmargir særst í átökum mótmælenda og lögreglu á síðustu vikum.
Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Sjá meira