Trump dregur úr áhuga á Bandaríkjaferðum Jón Hákon Halldórsson skrifar 1. apríl 2017 07:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty „Það er erfitt að skilgreina nákvæmlega hvernig pólitískur órói hefur áhrif á áhuga fólks á að fljúga á milli landa en eins og fram hefur komið höfum við fundið fyrir óróa í stjórnmálum í bókunum okkar,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Guðjón segir þó erfitt að leggja mat á hversu sterk pólitísku áhrifin eru.Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air.Rétt tæplega 58 prósent þeirra sem afstöðu taka í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis segja áhuga sinn á að ferðast til Bandaríkjanna hafa minnkað eftir að Donald Trump tók við sem forseti þar í landi, rétt tæp 40 prósent segja að áhuginn hafi hvorki aukist né minnkað, en rétt rúmlega tvö prósent segja að hann hafi aukist. Séu svörin skoðuð í heild má sjá að 56 prósent segja að áhugi þeirra á að fara til Bandaríkjanna hafi minnkað, 39 prósent segja að hann hafi hvorki aukist né minnkað og tvö prósent segja að hann hafi aukist. Þá segjast tvö prósent vera óákveðin og eitt prósent neitar að svara spurningunni. Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, segist líta björtum augum á markaðinn í Ameríku. „Við erum að vaxa hratt og vorum að bæta við okkur Chicago og erum að auka tíðni til Ameríku. Ég væri ekki að gera það nema ég teldi ástandið vera bjart fram undan,“ segir Skúli. Hann segist lítið annað geta sagt um málið enda leiðist honum að taka þátt í pólitískri umræðu. Áhugi á að ferðast til Bandaríkjanna virðist frekar hafa minnkað á meðal kvenna en karla, en 66 prósent kvenna sem taka afstöðu segja að áhugi þeirra á að fara til Bandaríkjanna hafi minnkað eftir kjör Trumps en einungis 50 prósent karla segja að áhugi þeirra hafi minnkað. Í frétt á vef bandarísku sjónvarpsfréttastöðvarinnar CNBC kemur fram að ferðamálayfirvöld í Bandaríkjunum segja að búist sé við því að ferðaþjónustan í heiminum vaxi um 2,3 prósent í ár en vöxturinn nam 2,8 prósentum í fyrra. Ástæða minni vaxtar sé einkum sterkari Bandaríkjadalur. Hins vegar hafi stefna Trumps í innflytjendamálum og ferðamálum einnig neikvæð áhrif á vöxt ferðaþjónustunnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
„Það er erfitt að skilgreina nákvæmlega hvernig pólitískur órói hefur áhrif á áhuga fólks á að fljúga á milli landa en eins og fram hefur komið höfum við fundið fyrir óróa í stjórnmálum í bókunum okkar,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Guðjón segir þó erfitt að leggja mat á hversu sterk pólitísku áhrifin eru.Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air.Rétt tæplega 58 prósent þeirra sem afstöðu taka í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis segja áhuga sinn á að ferðast til Bandaríkjanna hafa minnkað eftir að Donald Trump tók við sem forseti þar í landi, rétt tæp 40 prósent segja að áhuginn hafi hvorki aukist né minnkað, en rétt rúmlega tvö prósent segja að hann hafi aukist. Séu svörin skoðuð í heild má sjá að 56 prósent segja að áhugi þeirra á að fara til Bandaríkjanna hafi minnkað, 39 prósent segja að hann hafi hvorki aukist né minnkað og tvö prósent segja að hann hafi aukist. Þá segjast tvö prósent vera óákveðin og eitt prósent neitar að svara spurningunni. Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, segist líta björtum augum á markaðinn í Ameríku. „Við erum að vaxa hratt og vorum að bæta við okkur Chicago og erum að auka tíðni til Ameríku. Ég væri ekki að gera það nema ég teldi ástandið vera bjart fram undan,“ segir Skúli. Hann segist lítið annað geta sagt um málið enda leiðist honum að taka þátt í pólitískri umræðu. Áhugi á að ferðast til Bandaríkjanna virðist frekar hafa minnkað á meðal kvenna en karla, en 66 prósent kvenna sem taka afstöðu segja að áhugi þeirra á að fara til Bandaríkjanna hafi minnkað eftir kjör Trumps en einungis 50 prósent karla segja að áhugi þeirra hafi minnkað. Í frétt á vef bandarísku sjónvarpsfréttastöðvarinnar CNBC kemur fram að ferðamálayfirvöld í Bandaríkjunum segja að búist sé við því að ferðaþjónustan í heiminum vaxi um 2,3 prósent í ár en vöxturinn nam 2,8 prósentum í fyrra. Ástæða minni vaxtar sé einkum sterkari Bandaríkjadalur. Hins vegar hafi stefna Trumps í innflytjendamálum og ferðamálum einnig neikvæð áhrif á vöxt ferðaþjónustunnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira