Fótbolti

Celtic meistari sjötta árið í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Celtic er enn ósigrað í skosku úrvalsdeildinni í vetur.
Celtic er enn ósigrað í skosku úrvalsdeildinni í vetur. vísir/getty
Celtic varð í dag skoskur meistari sjötta árið í röð eftir 0-5 útisigur á Hearts.

Scott Sinclair skoraði þrennu fyrir Celtic í leiknum í dag og þeir Stuart Armstrong og Patrick Roberts sitt markið hvor. Sinclair er markahæstur í skosku deildinni með 18 mörk.

Strákarnir hans Brendans Rodgers hafa haft gríðarlega yfirburði í Skotlandi í vetur. Celtic hefur unnið 28 af 30 leikjum sínum og gert tvö jafntefli. Liðið er 25 stigum á undan Aberdeen, liðinu í 2. sæti, þegar átta umferðum er ólokið.

Celtic er einnig búið að vinna skoska deildarbikarinn og er komið í undanúrslit bikarkeppninnar. Þar mætir Celtic erkifjendunum í Rangers.

Celtic hefur 48 sinnum orðið skoskur meistari en Rangers er enn sigursælasta liðið í Skotlandi með 54 meistaratitla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×