Hagræddu úrslitum í leik á móti Börsungum Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. apríl 2017 16:00 Mynd tengist efni fréttar ekki beint. vísir/getty Cheikh Saad, framherji spænska C-deildarliðsins Eldense fullyrðir að nokkrir samherjar hans eru sekir um að hagræða úrslitum í 12-0 tapi liðsins á móti B-liði Barcelona um helgina. Með þessu risastóra tapi féll Eldense endanlega úr C-deildinni niður í D-deildina en liðið er aðeins búið að innbyrða fjórtán stig í 32 leikjum og getur ekki haldið sér uppi nú þegar sex umferðir eru eftir. Eftir tapið var félagið fljótt að slíta tengsl við ítalskt fjárfestingafyrirtæki sem byrjaði að styrkja Eldense fyrr á þessari leiktíð. „Ég veit hverjir eru sekir en ég get ekki sagt frá því á þessari stundu,“ segir Cheikh Saad í viðtali við RAC-1. Hann segir að einn liðsfélagi hans var látinn vita af svindlinu fyrir leik en sjálfur áttaði hann sig ekki á því hvað var að gerast fyrr en ruglið hófst. Hann byrjaði á varamannabekknum.„Það datt engum í hug að biðja mig um að taka þátt því þeir vissu hvert svarið yrði. Ég hefði hætt í liðinu. Hálftíma fyrir leik átti ég að vera í byrjunariðinu en svo var ég allt í einu kominn á bekkinn. Eftir leikinn var mér sagt í rútunni að þrír leikmenn hefðu gefið leikinn.“ „Ég fór úr rútunni og aftur inn í klefa. Þar voru menn að rífast og ekki munaði miklu að menn létu höggin tala. Það var meira að segja einn leiðtogi sem sagði hinum hvað þeir áttu að gera. Ég vil samt ítreka að Barcelona B kom ekki að þessu.“ Eldense hefur hætt allri íþróttaiðkun á meðan málið er rannsakað en stjórnarformaðurinn David Aguilar segir að ýmislegt skrítið hefur verið í gangi í nokkurn tíma. „Þetta er ekki bara út af þessum laugardegi. Þetta er bara dropinn sem fyllti mælinn. Við erum að reyna að finna út úr þessu en við getum ekki sakað neinn um neitt fyrr en við höfum sannnanir. Það hafa samt skrítnir hlutir verið í gangi,“ segir David Aguilar. Spænski boltinn Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
Cheikh Saad, framherji spænska C-deildarliðsins Eldense fullyrðir að nokkrir samherjar hans eru sekir um að hagræða úrslitum í 12-0 tapi liðsins á móti B-liði Barcelona um helgina. Með þessu risastóra tapi féll Eldense endanlega úr C-deildinni niður í D-deildina en liðið er aðeins búið að innbyrða fjórtán stig í 32 leikjum og getur ekki haldið sér uppi nú þegar sex umferðir eru eftir. Eftir tapið var félagið fljótt að slíta tengsl við ítalskt fjárfestingafyrirtæki sem byrjaði að styrkja Eldense fyrr á þessari leiktíð. „Ég veit hverjir eru sekir en ég get ekki sagt frá því á þessari stundu,“ segir Cheikh Saad í viðtali við RAC-1. Hann segir að einn liðsfélagi hans var látinn vita af svindlinu fyrir leik en sjálfur áttaði hann sig ekki á því hvað var að gerast fyrr en ruglið hófst. Hann byrjaði á varamannabekknum.„Það datt engum í hug að biðja mig um að taka þátt því þeir vissu hvert svarið yrði. Ég hefði hætt í liðinu. Hálftíma fyrir leik átti ég að vera í byrjunariðinu en svo var ég allt í einu kominn á bekkinn. Eftir leikinn var mér sagt í rútunni að þrír leikmenn hefðu gefið leikinn.“ „Ég fór úr rútunni og aftur inn í klefa. Þar voru menn að rífast og ekki munaði miklu að menn létu höggin tala. Það var meira að segja einn leiðtogi sem sagði hinum hvað þeir áttu að gera. Ég vil samt ítreka að Barcelona B kom ekki að þessu.“ Eldense hefur hætt allri íþróttaiðkun á meðan málið er rannsakað en stjórnarformaðurinn David Aguilar segir að ýmislegt skrítið hefur verið í gangi í nokkurn tíma. „Þetta er ekki bara út af þessum laugardegi. Þetta er bara dropinn sem fyllti mælinn. Við erum að reyna að finna út úr þessu en við getum ekki sakað neinn um neitt fyrr en við höfum sannnanir. Það hafa samt skrítnir hlutir verið í gangi,“ segir David Aguilar.
Spænski boltinn Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira