Írskar landsliðskonur búnar að fá nóg af því að klæða sig inni á klósetti Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. apríl 2017 15:00 Írsku landsliðskonurnar eru orðnar langþreyttar á viðhorfi írska knattspyrnusambandsins til liðsins. vísir/getty Leikmenn írska kvennalandsliðsins í fótbolta hafa hótað því að fara í verkfall vegna óánægju með umgjörðina utan um liðið. Sökum þess er óvíst hvort vináttulandsleikur Írlands og Slóvakíu á mánudaginn fari fram. Írsku landsliðskonurnar eru orðnar langþreyttar á slæmri umgjörð og viðhorfi írska knattspyrnusambandsins til liðsins. „Við höfum þurft að skipta um föt á almenningssalernum á leiðinni í leiki,“ sagði Aine O'Gorman, einn reyndasti leikmaður írska liðsins, á blaðamannafundi í dag. O'Gorman ásamt 11 öðrum leikmönnum úr írska landsliðshópnum mættu á blaðamannafundinn þar sem ræddu um slæman aðbúnað liðsins. Fyrirliðinn Emma Byrne segir það sé fullreynt að eiga samskipti við írska knattspyrnusambandið. „Eins og staðan er núna erum við tilbúnar að gera hvað sem er. Við erum að berjast fyrir framtíð kvennafótboltans, þetta snýst ekki bara um okkur. Ég veit um leikmenn sem hafa gefist upp og hætt í landsliðinu,“ sagði Byrne sem hefur verið í landsliðinu í rúm 20 ár. Talsmaður leikmannanna, Stuart Gilhooly, segir að það sé komið fram við þær eins og „fimmta flokks borgara“ og þær séu „drullan á skóm írska knattspyrnusambandsins.“ Gilhooly bætti því einnig við að írska knattspyrnusambandið hefði varað leikmennina við því að tala opinberlega um málið því það gæti skaðað ferilinn þeirra. Írska knattspyrnusambandið hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem það lýsir yfir vonbrigðum með hótanir landsliðskvennanna. „Við fáum þennan úrslitakost þrátt fyrir að hafa fimm sinnum á síðustu mánuðum beðið leikmennina um að ræða við okkur en þeir hafa alltaf hafnað beiðninni,“ segir í tilkynningu frá írska sambandinu. „A-landslið kvenna hefur alltaf fengið bestu mögulegu umgjörð eins og frábærar æfingaaðstæður, góð hótel, bestu sjúkraþjálfun og næringaráðgjöf. Meira fjármagn hefur verið sett í liðið á síðustu árum til að halda umgjörðinni sem bestri og svo var ráðinn þjálfari sem hefur unnið Meistaradeildina.“ Fótbolti Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Sjá meira
Leikmenn írska kvennalandsliðsins í fótbolta hafa hótað því að fara í verkfall vegna óánægju með umgjörðina utan um liðið. Sökum þess er óvíst hvort vináttulandsleikur Írlands og Slóvakíu á mánudaginn fari fram. Írsku landsliðskonurnar eru orðnar langþreyttar á slæmri umgjörð og viðhorfi írska knattspyrnusambandsins til liðsins. „Við höfum þurft að skipta um föt á almenningssalernum á leiðinni í leiki,“ sagði Aine O'Gorman, einn reyndasti leikmaður írska liðsins, á blaðamannafundi í dag. O'Gorman ásamt 11 öðrum leikmönnum úr írska landsliðshópnum mættu á blaðamannafundinn þar sem ræddu um slæman aðbúnað liðsins. Fyrirliðinn Emma Byrne segir það sé fullreynt að eiga samskipti við írska knattspyrnusambandið. „Eins og staðan er núna erum við tilbúnar að gera hvað sem er. Við erum að berjast fyrir framtíð kvennafótboltans, þetta snýst ekki bara um okkur. Ég veit um leikmenn sem hafa gefist upp og hætt í landsliðinu,“ sagði Byrne sem hefur verið í landsliðinu í rúm 20 ár. Talsmaður leikmannanna, Stuart Gilhooly, segir að það sé komið fram við þær eins og „fimmta flokks borgara“ og þær séu „drullan á skóm írska knattspyrnusambandsins.“ Gilhooly bætti því einnig við að írska knattspyrnusambandið hefði varað leikmennina við því að tala opinberlega um málið því það gæti skaðað ferilinn þeirra. Írska knattspyrnusambandið hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem það lýsir yfir vonbrigðum með hótanir landsliðskvennanna. „Við fáum þennan úrslitakost þrátt fyrir að hafa fimm sinnum á síðustu mánuðum beðið leikmennina um að ræða við okkur en þeir hafa alltaf hafnað beiðninni,“ segir í tilkynningu frá írska sambandinu. „A-landslið kvenna hefur alltaf fengið bestu mögulegu umgjörð eins og frábærar æfingaaðstæður, góð hótel, bestu sjúkraþjálfun og næringaráðgjöf. Meira fjármagn hefur verið sett í liðið á síðustu árum til að halda umgjörðinni sem bestri og svo var ráðinn þjálfari sem hefur unnið Meistaradeildina.“
Fótbolti Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Sjá meira