Írskar landsliðskonur búnar að fá nóg af því að klæða sig inni á klósetti Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. apríl 2017 15:00 Írsku landsliðskonurnar eru orðnar langþreyttar á viðhorfi írska knattspyrnusambandsins til liðsins. vísir/getty Leikmenn írska kvennalandsliðsins í fótbolta hafa hótað því að fara í verkfall vegna óánægju með umgjörðina utan um liðið. Sökum þess er óvíst hvort vináttulandsleikur Írlands og Slóvakíu á mánudaginn fari fram. Írsku landsliðskonurnar eru orðnar langþreyttar á slæmri umgjörð og viðhorfi írska knattspyrnusambandsins til liðsins. „Við höfum þurft að skipta um föt á almenningssalernum á leiðinni í leiki,“ sagði Aine O'Gorman, einn reyndasti leikmaður írska liðsins, á blaðamannafundi í dag. O'Gorman ásamt 11 öðrum leikmönnum úr írska landsliðshópnum mættu á blaðamannafundinn þar sem ræddu um slæman aðbúnað liðsins. Fyrirliðinn Emma Byrne segir það sé fullreynt að eiga samskipti við írska knattspyrnusambandið. „Eins og staðan er núna erum við tilbúnar að gera hvað sem er. Við erum að berjast fyrir framtíð kvennafótboltans, þetta snýst ekki bara um okkur. Ég veit um leikmenn sem hafa gefist upp og hætt í landsliðinu,“ sagði Byrne sem hefur verið í landsliðinu í rúm 20 ár. Talsmaður leikmannanna, Stuart Gilhooly, segir að það sé komið fram við þær eins og „fimmta flokks borgara“ og þær séu „drullan á skóm írska knattspyrnusambandsins.“ Gilhooly bætti því einnig við að írska knattspyrnusambandið hefði varað leikmennina við því að tala opinberlega um málið því það gæti skaðað ferilinn þeirra. Írska knattspyrnusambandið hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem það lýsir yfir vonbrigðum með hótanir landsliðskvennanna. „Við fáum þennan úrslitakost þrátt fyrir að hafa fimm sinnum á síðustu mánuðum beðið leikmennina um að ræða við okkur en þeir hafa alltaf hafnað beiðninni,“ segir í tilkynningu frá írska sambandinu. „A-landslið kvenna hefur alltaf fengið bestu mögulegu umgjörð eins og frábærar æfingaaðstæður, góð hótel, bestu sjúkraþjálfun og næringaráðgjöf. Meira fjármagn hefur verið sett í liðið á síðustu árum til að halda umgjörðinni sem bestri og svo var ráðinn þjálfari sem hefur unnið Meistaradeildina.“ Fótbolti Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Sjá meira
Leikmenn írska kvennalandsliðsins í fótbolta hafa hótað því að fara í verkfall vegna óánægju með umgjörðina utan um liðið. Sökum þess er óvíst hvort vináttulandsleikur Írlands og Slóvakíu á mánudaginn fari fram. Írsku landsliðskonurnar eru orðnar langþreyttar á slæmri umgjörð og viðhorfi írska knattspyrnusambandsins til liðsins. „Við höfum þurft að skipta um föt á almenningssalernum á leiðinni í leiki,“ sagði Aine O'Gorman, einn reyndasti leikmaður írska liðsins, á blaðamannafundi í dag. O'Gorman ásamt 11 öðrum leikmönnum úr írska landsliðshópnum mættu á blaðamannafundinn þar sem ræddu um slæman aðbúnað liðsins. Fyrirliðinn Emma Byrne segir það sé fullreynt að eiga samskipti við írska knattspyrnusambandið. „Eins og staðan er núna erum við tilbúnar að gera hvað sem er. Við erum að berjast fyrir framtíð kvennafótboltans, þetta snýst ekki bara um okkur. Ég veit um leikmenn sem hafa gefist upp og hætt í landsliðinu,“ sagði Byrne sem hefur verið í landsliðinu í rúm 20 ár. Talsmaður leikmannanna, Stuart Gilhooly, segir að það sé komið fram við þær eins og „fimmta flokks borgara“ og þær séu „drullan á skóm írska knattspyrnusambandsins.“ Gilhooly bætti því einnig við að írska knattspyrnusambandið hefði varað leikmennina við því að tala opinberlega um málið því það gæti skaðað ferilinn þeirra. Írska knattspyrnusambandið hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem það lýsir yfir vonbrigðum með hótanir landsliðskvennanna. „Við fáum þennan úrslitakost þrátt fyrir að hafa fimm sinnum á síðustu mánuðum beðið leikmennina um að ræða við okkur en þeir hafa alltaf hafnað beiðninni,“ segir í tilkynningu frá írska sambandinu. „A-landslið kvenna hefur alltaf fengið bestu mögulegu umgjörð eins og frábærar æfingaaðstæður, góð hótel, bestu sjúkraþjálfun og næringaráðgjöf. Meira fjármagn hefur verið sett í liðið á síðustu árum til að halda umgjörðinni sem bestri og svo var ráðinn þjálfari sem hefur unnið Meistaradeildina.“
Fótbolti Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Sjá meira