Írskar landsliðskonur búnar að fá nóg af því að klæða sig inni á klósetti Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. apríl 2017 15:00 Írsku landsliðskonurnar eru orðnar langþreyttar á viðhorfi írska knattspyrnusambandsins til liðsins. vísir/getty Leikmenn írska kvennalandsliðsins í fótbolta hafa hótað því að fara í verkfall vegna óánægju með umgjörðina utan um liðið. Sökum þess er óvíst hvort vináttulandsleikur Írlands og Slóvakíu á mánudaginn fari fram. Írsku landsliðskonurnar eru orðnar langþreyttar á slæmri umgjörð og viðhorfi írska knattspyrnusambandsins til liðsins. „Við höfum þurft að skipta um föt á almenningssalernum á leiðinni í leiki,“ sagði Aine O'Gorman, einn reyndasti leikmaður írska liðsins, á blaðamannafundi í dag. O'Gorman ásamt 11 öðrum leikmönnum úr írska landsliðshópnum mættu á blaðamannafundinn þar sem ræddu um slæman aðbúnað liðsins. Fyrirliðinn Emma Byrne segir það sé fullreynt að eiga samskipti við írska knattspyrnusambandið. „Eins og staðan er núna erum við tilbúnar að gera hvað sem er. Við erum að berjast fyrir framtíð kvennafótboltans, þetta snýst ekki bara um okkur. Ég veit um leikmenn sem hafa gefist upp og hætt í landsliðinu,“ sagði Byrne sem hefur verið í landsliðinu í rúm 20 ár. Talsmaður leikmannanna, Stuart Gilhooly, segir að það sé komið fram við þær eins og „fimmta flokks borgara“ og þær séu „drullan á skóm írska knattspyrnusambandsins.“ Gilhooly bætti því einnig við að írska knattspyrnusambandið hefði varað leikmennina við því að tala opinberlega um málið því það gæti skaðað ferilinn þeirra. Írska knattspyrnusambandið hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem það lýsir yfir vonbrigðum með hótanir landsliðskvennanna. „Við fáum þennan úrslitakost þrátt fyrir að hafa fimm sinnum á síðustu mánuðum beðið leikmennina um að ræða við okkur en þeir hafa alltaf hafnað beiðninni,“ segir í tilkynningu frá írska sambandinu. „A-landslið kvenna hefur alltaf fengið bestu mögulegu umgjörð eins og frábærar æfingaaðstæður, góð hótel, bestu sjúkraþjálfun og næringaráðgjöf. Meira fjármagn hefur verið sett í liðið á síðustu árum til að halda umgjörðinni sem bestri og svo var ráðinn þjálfari sem hefur unnið Meistaradeildina.“ Fótbolti Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Sjá meira
Leikmenn írska kvennalandsliðsins í fótbolta hafa hótað því að fara í verkfall vegna óánægju með umgjörðina utan um liðið. Sökum þess er óvíst hvort vináttulandsleikur Írlands og Slóvakíu á mánudaginn fari fram. Írsku landsliðskonurnar eru orðnar langþreyttar á slæmri umgjörð og viðhorfi írska knattspyrnusambandsins til liðsins. „Við höfum þurft að skipta um föt á almenningssalernum á leiðinni í leiki,“ sagði Aine O'Gorman, einn reyndasti leikmaður írska liðsins, á blaðamannafundi í dag. O'Gorman ásamt 11 öðrum leikmönnum úr írska landsliðshópnum mættu á blaðamannafundinn þar sem ræddu um slæman aðbúnað liðsins. Fyrirliðinn Emma Byrne segir það sé fullreynt að eiga samskipti við írska knattspyrnusambandið. „Eins og staðan er núna erum við tilbúnar að gera hvað sem er. Við erum að berjast fyrir framtíð kvennafótboltans, þetta snýst ekki bara um okkur. Ég veit um leikmenn sem hafa gefist upp og hætt í landsliðinu,“ sagði Byrne sem hefur verið í landsliðinu í rúm 20 ár. Talsmaður leikmannanna, Stuart Gilhooly, segir að það sé komið fram við þær eins og „fimmta flokks borgara“ og þær séu „drullan á skóm írska knattspyrnusambandsins.“ Gilhooly bætti því einnig við að írska knattspyrnusambandið hefði varað leikmennina við því að tala opinberlega um málið því það gæti skaðað ferilinn þeirra. Írska knattspyrnusambandið hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem það lýsir yfir vonbrigðum með hótanir landsliðskvennanna. „Við fáum þennan úrslitakost þrátt fyrir að hafa fimm sinnum á síðustu mánuðum beðið leikmennina um að ræða við okkur en þeir hafa alltaf hafnað beiðninni,“ segir í tilkynningu frá írska sambandinu. „A-landslið kvenna hefur alltaf fengið bestu mögulegu umgjörð eins og frábærar æfingaaðstæður, góð hótel, bestu sjúkraþjálfun og næringaráðgjöf. Meira fjármagn hefur verið sett í liðið á síðustu árum til að halda umgjörðinni sem bestri og svo var ráðinn þjálfari sem hefur unnið Meistaradeildina.“
Fótbolti Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Sjá meira