Sigmundur Davíð: Margt á eftir að skýrast á næstunni Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 5. apríl 2017 17:54 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson yfirgefur Bessastaði eftir fund sinn með forseta þann 5. apríl. Vísir/Anton Brink „Það hefur sannarlega margt komið í ljós undanfarið ár og ég get fullvissað ykkur um að margt á eftir að skýrast enn frekar á næstunni,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra á Facebook-síðu sinni. Eitt ár er liðið frá því að Sigmundur Davíð sagði af sér embætti vegna uppljóstrana úr Panama-skjölunum, sem fjallað var um í Kastljósi. Sjálfur segist hann ekki hafa hugsað út í hvaða dagur væri enda sé hann sér ekki eins hugleikinn og þeim sem undirbjuggu viðburðinn, líkt og hann orðar það. „Í huga mínum markaði dagurinn enda hvorki endi né upphaf heldur bara eina hindrun í vinnu sem alltaf var ljóst að yrði erfið og myndi kalla á mótspyrnu. Að vísu stóra hindrun en stærstu vonbrigðin komu hins vegar síðar á árinu,“ segir Sigmundur. Sigmundur segist hafa fundið fyrir miklum stuðningi og að fyrir vikið sé hann enn sannfærðari en áður um að hægt sé að gera grundvallarbreytingar á íslensku samfélagi. „Og við getum haldið áfram að ná árangri jafnvel þótt það geti þurft að takast á við voldugustu valdakerfin hér á landi og erlendis. Ekki einu sinni alþjóða fjármálakerfið getur stoppað okkur,“ segir hann og bætir við að hann muni halda áfram að berjast fyrir Ísland. Vilja að Sigmundur kljúfi sig frá Framsókn Hvað Sigmundur á við skal ósagt látið en hann hefur verið hvattur til þess að kljúfa sig frá Framsókn og stofna nýjan flokk. Var það meðal annars til umfjöllunar í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Gunnar Kristinn Þórðarson, stjórnsýslufræðingur og Framsóknarmaður, segir hóp Framsóknarmanna vilja að Sigmundur stofni eigin flokk. „Eftir að hafa setið flokksþingið og sjá hvernig framkvæmdin var á formannskjörinu ,erum við fjölmargir Framsóknarmenn sem er misboðið hvernig ástandið er í flokknum. Hvernig farið hefur farið með málin og hvernig þetta flokksþing var framkvæmt og margt hefur komið í ljós síðan,“ segir Gunnar. „Öllum er ljóst í flokknum að þeir sem stóðu að baki því að koma Sigmundi frá er flokkseigendafélagið, það er klíkan.“ Gunnar Kristinn segir að hópi gamalgróinna Framsóknarmanna sé misboðið. Flokkurinn sé klofinn og að ef ekkert verði að gert muni hann missa mest allt sitt fylgi, og nefnir Samfylkinguna í því samhengi. „Það er stór hópur innan Framsóknar. Þetta er hópurinn sem var í flokksþinginu og fékk ekki að kjósa Sigmund Davíð jafnvel, flokksmenn til áratuga. Mjög tryggir einstaklingar sem eru búnir að vera virkir í Framsóknarflokknum alla tíð og mönnum er misboðið. Menn sjá það að dæmið gengur ekki upp. Flokkurinn er klofinn og menn vilja hvetja Sigmund til að taka ákvarðanir til þess að bjarga hugsjóninni,“ segir Gunnar. Hlusta má á viðtalið við Gunnar í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Eitt ár frá „What can you tell me about a company called Wintris?“ Eitt ár er nú liðið frá því að Panamaskjalaþáttur Kastljóssins fór í loftið. Viðtalið sem þá birtist við þáverandi forsætisráðherra, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, átti heldur betur eftir að draga dilk á eftir sér rétt eins og fleiri upplýsingar sem komið hafa upp á yfirborðið í Panamaskjölunum. 3. apríl 2017 10:42 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Kári segir Amgen hafa beitt fantaskap til að losna við hann Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Kári segir Amgen hafa beitt fantaskap til að losna við hann Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Sjá meira
„Það hefur sannarlega margt komið í ljós undanfarið ár og ég get fullvissað ykkur um að margt á eftir að skýrast enn frekar á næstunni,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra á Facebook-síðu sinni. Eitt ár er liðið frá því að Sigmundur Davíð sagði af sér embætti vegna uppljóstrana úr Panama-skjölunum, sem fjallað var um í Kastljósi. Sjálfur segist hann ekki hafa hugsað út í hvaða dagur væri enda sé hann sér ekki eins hugleikinn og þeim sem undirbjuggu viðburðinn, líkt og hann orðar það. „Í huga mínum markaði dagurinn enda hvorki endi né upphaf heldur bara eina hindrun í vinnu sem alltaf var ljóst að yrði erfið og myndi kalla á mótspyrnu. Að vísu stóra hindrun en stærstu vonbrigðin komu hins vegar síðar á árinu,“ segir Sigmundur. Sigmundur segist hafa fundið fyrir miklum stuðningi og að fyrir vikið sé hann enn sannfærðari en áður um að hægt sé að gera grundvallarbreytingar á íslensku samfélagi. „Og við getum haldið áfram að ná árangri jafnvel þótt það geti þurft að takast á við voldugustu valdakerfin hér á landi og erlendis. Ekki einu sinni alþjóða fjármálakerfið getur stoppað okkur,“ segir hann og bætir við að hann muni halda áfram að berjast fyrir Ísland. Vilja að Sigmundur kljúfi sig frá Framsókn Hvað Sigmundur á við skal ósagt látið en hann hefur verið hvattur til þess að kljúfa sig frá Framsókn og stofna nýjan flokk. Var það meðal annars til umfjöllunar í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Gunnar Kristinn Þórðarson, stjórnsýslufræðingur og Framsóknarmaður, segir hóp Framsóknarmanna vilja að Sigmundur stofni eigin flokk. „Eftir að hafa setið flokksþingið og sjá hvernig framkvæmdin var á formannskjörinu ,erum við fjölmargir Framsóknarmenn sem er misboðið hvernig ástandið er í flokknum. Hvernig farið hefur farið með málin og hvernig þetta flokksþing var framkvæmt og margt hefur komið í ljós síðan,“ segir Gunnar. „Öllum er ljóst í flokknum að þeir sem stóðu að baki því að koma Sigmundi frá er flokkseigendafélagið, það er klíkan.“ Gunnar Kristinn segir að hópi gamalgróinna Framsóknarmanna sé misboðið. Flokkurinn sé klofinn og að ef ekkert verði að gert muni hann missa mest allt sitt fylgi, og nefnir Samfylkinguna í því samhengi. „Það er stór hópur innan Framsóknar. Þetta er hópurinn sem var í flokksþinginu og fékk ekki að kjósa Sigmund Davíð jafnvel, flokksmenn til áratuga. Mjög tryggir einstaklingar sem eru búnir að vera virkir í Framsóknarflokknum alla tíð og mönnum er misboðið. Menn sjá það að dæmið gengur ekki upp. Flokkurinn er klofinn og menn vilja hvetja Sigmund til að taka ákvarðanir til þess að bjarga hugsjóninni,“ segir Gunnar. Hlusta má á viðtalið við Gunnar í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Eitt ár frá „What can you tell me about a company called Wintris?“ Eitt ár er nú liðið frá því að Panamaskjalaþáttur Kastljóssins fór í loftið. Viðtalið sem þá birtist við þáverandi forsætisráðherra, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, átti heldur betur eftir að draga dilk á eftir sér rétt eins og fleiri upplýsingar sem komið hafa upp á yfirborðið í Panamaskjölunum. 3. apríl 2017 10:42 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Kári segir Amgen hafa beitt fantaskap til að losna við hann Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Kári segir Amgen hafa beitt fantaskap til að losna við hann Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Sjá meira
Eitt ár frá „What can you tell me about a company called Wintris?“ Eitt ár er nú liðið frá því að Panamaskjalaþáttur Kastljóssins fór í loftið. Viðtalið sem þá birtist við þáverandi forsætisráðherra, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, átti heldur betur eftir að draga dilk á eftir sér rétt eins og fleiri upplýsingar sem komið hafa upp á yfirborðið í Panamaskjölunum. 3. apríl 2017 10:42