Verða ekki skráðar foreldrar drengs sem alinn var af staðgöngumóður Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. mars 2017 08:41 Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. vísir/gva Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í mars í fyrra þess efnis að tvær íslenskar konur sem eignuðust barn með aðstoð erlendrar staðgöngumóður fái ekki að vera skráðar foreldrar barnsins. Forsaga málsins er sú að konurnar, sem þá voru í hjúskap, leituðu til stofnunar í Kaliforníu í Bandaríkjunum sem hafði milligöngu um að finna staðgöngumóður fyrir þær. Konurnar undirrituðu samning þess efnis og gekkst staðgöngumóðirin undir tæknifrjóvgun en til þess voru notuð sæði og egg úr nafnlausum gjöfum. Staðgöngumóðirin ól svo dreng í febrúar 2013 en með úrskurði dómstóls í Kaliforníu var kveðið á um að staðgöngumóðirin væri hvorki erfðafræðileg né lagaleg móðir barnsins heldur væru íslensku konurnar tvær einu lögmætu og fyrirhuguðu foreldrar þess. Í samræmi við það var gefið út fæðingarvottorð þar sem önnur konan var skráð faðir barnsins og hin móðir þess. Þegar þær komu svo til Íslands sendu þær beiðni til Þjóðskrár Íslands um að skrá drenginn í þjóðskrá. Beiðninni fylgdi frumrit af fæðingarvottorði og var hún móttekin þann 4. apríl 2013. „Þegar óskað var eftir að lögð yrðu fram frekari gögn því til sönnunar að B hefði alið barnið var upplýst að staðgöngumóðir hafi gengið með barnið og fætt það. Með bréfi Þjóðskrár Íslands til A og B 18. júní sama ár var beiðni þeirra hafnað. Í bréfinu sagði meðal annars: „Fyrir liggur að drengurinn [C] fæddist í Bandaríkjunum af staðgöngumóður. Þar af leiðandi geta ákvæði íslenskra barnalaga um feðrun og móðerni ekki átt við og hefur því ekki stofnast sjálfkrafa réttur til handa barninu til íslensks ríkisfangs samkvæmt lögum um íslenskan ríkisborgararétt.“ Þessari ákvörðun stefnda var skotið til innanríkisráðuneytisins sem staðfesti hana með úrskurði 27. mars 2014,“ eins og segir í dómi Hæstaréttar. Konurnar kröfðust þess fyrir dómstólum að úrskurður innanríkisráðuneytisins yrði ógiltur en ekki var fallist á það af dómnum. Nú hefur Hæstiréttur staðfest þann dóm eins og áður meðal annars á grundvelli þess að staðgöngumæðrun er bönnuð hér á landi. Drengurinn verður því ekki skráður sem sonur þeirra í Þjóðskrá en konurnar sóttu á sínum tíma um að ættleiða hann. Umsókn þeirra féll síðan niður þegar þær skildur en þá var gerður nýr fóstursamningur við aðra konuna og hefur hin konan jafnan rétt til umgengni við drenginn. Dóm Hæstaréttar má sjá í heild sinni hér. Tengdar fréttir Íslenskt par fann staðgöngumóður í Idaho og eignaðist tvíbura Greiddu á annan tug milljóna króna. 28. desember 2016 14:45 Fá ekki að vera foreldrar drengs sem alinn var af staðgöngumóður Tvær konur eignuðust barn saman með aðstoð staðgöngumóður. Kröfu þeirra um að verða foreldrar drengsins var hafnað í héraðsdómi. 2. mars 2016 23:26 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í mars í fyrra þess efnis að tvær íslenskar konur sem eignuðust barn með aðstoð erlendrar staðgöngumóður fái ekki að vera skráðar foreldrar barnsins. Forsaga málsins er sú að konurnar, sem þá voru í hjúskap, leituðu til stofnunar í Kaliforníu í Bandaríkjunum sem hafði milligöngu um að finna staðgöngumóður fyrir þær. Konurnar undirrituðu samning þess efnis og gekkst staðgöngumóðirin undir tæknifrjóvgun en til þess voru notuð sæði og egg úr nafnlausum gjöfum. Staðgöngumóðirin ól svo dreng í febrúar 2013 en með úrskurði dómstóls í Kaliforníu var kveðið á um að staðgöngumóðirin væri hvorki erfðafræðileg né lagaleg móðir barnsins heldur væru íslensku konurnar tvær einu lögmætu og fyrirhuguðu foreldrar þess. Í samræmi við það var gefið út fæðingarvottorð þar sem önnur konan var skráð faðir barnsins og hin móðir þess. Þegar þær komu svo til Íslands sendu þær beiðni til Þjóðskrár Íslands um að skrá drenginn í þjóðskrá. Beiðninni fylgdi frumrit af fæðingarvottorði og var hún móttekin þann 4. apríl 2013. „Þegar óskað var eftir að lögð yrðu fram frekari gögn því til sönnunar að B hefði alið barnið var upplýst að staðgöngumóðir hafi gengið með barnið og fætt það. Með bréfi Þjóðskrár Íslands til A og B 18. júní sama ár var beiðni þeirra hafnað. Í bréfinu sagði meðal annars: „Fyrir liggur að drengurinn [C] fæddist í Bandaríkjunum af staðgöngumóður. Þar af leiðandi geta ákvæði íslenskra barnalaga um feðrun og móðerni ekki átt við og hefur því ekki stofnast sjálfkrafa réttur til handa barninu til íslensks ríkisfangs samkvæmt lögum um íslenskan ríkisborgararétt.“ Þessari ákvörðun stefnda var skotið til innanríkisráðuneytisins sem staðfesti hana með úrskurði 27. mars 2014,“ eins og segir í dómi Hæstaréttar. Konurnar kröfðust þess fyrir dómstólum að úrskurður innanríkisráðuneytisins yrði ógiltur en ekki var fallist á það af dómnum. Nú hefur Hæstiréttur staðfest þann dóm eins og áður meðal annars á grundvelli þess að staðgöngumæðrun er bönnuð hér á landi. Drengurinn verður því ekki skráður sem sonur þeirra í Þjóðskrá en konurnar sóttu á sínum tíma um að ættleiða hann. Umsókn þeirra féll síðan niður þegar þær skildur en þá var gerður nýr fóstursamningur við aðra konuna og hefur hin konan jafnan rétt til umgengni við drenginn. Dóm Hæstaréttar má sjá í heild sinni hér.
Tengdar fréttir Íslenskt par fann staðgöngumóður í Idaho og eignaðist tvíbura Greiddu á annan tug milljóna króna. 28. desember 2016 14:45 Fá ekki að vera foreldrar drengs sem alinn var af staðgöngumóður Tvær konur eignuðust barn saman með aðstoð staðgöngumóður. Kröfu þeirra um að verða foreldrar drengsins var hafnað í héraðsdómi. 2. mars 2016 23:26 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Sjá meira
Íslenskt par fann staðgöngumóður í Idaho og eignaðist tvíbura Greiddu á annan tug milljóna króna. 28. desember 2016 14:45
Fá ekki að vera foreldrar drengs sem alinn var af staðgöngumóður Tvær konur eignuðust barn saman með aðstoð staðgöngumóður. Kröfu þeirra um að verða foreldrar drengsins var hafnað í héraðsdómi. 2. mars 2016 23:26