Verða ekki skráðar foreldrar drengs sem alinn var af staðgöngumóður Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. mars 2017 08:41 Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. vísir/gva Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í mars í fyrra þess efnis að tvær íslenskar konur sem eignuðust barn með aðstoð erlendrar staðgöngumóður fái ekki að vera skráðar foreldrar barnsins. Forsaga málsins er sú að konurnar, sem þá voru í hjúskap, leituðu til stofnunar í Kaliforníu í Bandaríkjunum sem hafði milligöngu um að finna staðgöngumóður fyrir þær. Konurnar undirrituðu samning þess efnis og gekkst staðgöngumóðirin undir tæknifrjóvgun en til þess voru notuð sæði og egg úr nafnlausum gjöfum. Staðgöngumóðirin ól svo dreng í febrúar 2013 en með úrskurði dómstóls í Kaliforníu var kveðið á um að staðgöngumóðirin væri hvorki erfðafræðileg né lagaleg móðir barnsins heldur væru íslensku konurnar tvær einu lögmætu og fyrirhuguðu foreldrar þess. Í samræmi við það var gefið út fæðingarvottorð þar sem önnur konan var skráð faðir barnsins og hin móðir þess. Þegar þær komu svo til Íslands sendu þær beiðni til Þjóðskrár Íslands um að skrá drenginn í þjóðskrá. Beiðninni fylgdi frumrit af fæðingarvottorði og var hún móttekin þann 4. apríl 2013. „Þegar óskað var eftir að lögð yrðu fram frekari gögn því til sönnunar að B hefði alið barnið var upplýst að staðgöngumóðir hafi gengið með barnið og fætt það. Með bréfi Þjóðskrár Íslands til A og B 18. júní sama ár var beiðni þeirra hafnað. Í bréfinu sagði meðal annars: „Fyrir liggur að drengurinn [C] fæddist í Bandaríkjunum af staðgöngumóður. Þar af leiðandi geta ákvæði íslenskra barnalaga um feðrun og móðerni ekki átt við og hefur því ekki stofnast sjálfkrafa réttur til handa barninu til íslensks ríkisfangs samkvæmt lögum um íslenskan ríkisborgararétt.“ Þessari ákvörðun stefnda var skotið til innanríkisráðuneytisins sem staðfesti hana með úrskurði 27. mars 2014,“ eins og segir í dómi Hæstaréttar. Konurnar kröfðust þess fyrir dómstólum að úrskurður innanríkisráðuneytisins yrði ógiltur en ekki var fallist á það af dómnum. Nú hefur Hæstiréttur staðfest þann dóm eins og áður meðal annars á grundvelli þess að staðgöngumæðrun er bönnuð hér á landi. Drengurinn verður því ekki skráður sem sonur þeirra í Þjóðskrá en konurnar sóttu á sínum tíma um að ættleiða hann. Umsókn þeirra féll síðan niður þegar þær skildur en þá var gerður nýr fóstursamningur við aðra konuna og hefur hin konan jafnan rétt til umgengni við drenginn. Dóm Hæstaréttar má sjá í heild sinni hér. Tengdar fréttir Íslenskt par fann staðgöngumóður í Idaho og eignaðist tvíbura Greiddu á annan tug milljóna króna. 28. desember 2016 14:45 Fá ekki að vera foreldrar drengs sem alinn var af staðgöngumóður Tvær konur eignuðust barn saman með aðstoð staðgöngumóður. Kröfu þeirra um að verða foreldrar drengsins var hafnað í héraðsdómi. 2. mars 2016 23:26 Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í mars í fyrra þess efnis að tvær íslenskar konur sem eignuðust barn með aðstoð erlendrar staðgöngumóður fái ekki að vera skráðar foreldrar barnsins. Forsaga málsins er sú að konurnar, sem þá voru í hjúskap, leituðu til stofnunar í Kaliforníu í Bandaríkjunum sem hafði milligöngu um að finna staðgöngumóður fyrir þær. Konurnar undirrituðu samning þess efnis og gekkst staðgöngumóðirin undir tæknifrjóvgun en til þess voru notuð sæði og egg úr nafnlausum gjöfum. Staðgöngumóðirin ól svo dreng í febrúar 2013 en með úrskurði dómstóls í Kaliforníu var kveðið á um að staðgöngumóðirin væri hvorki erfðafræðileg né lagaleg móðir barnsins heldur væru íslensku konurnar tvær einu lögmætu og fyrirhuguðu foreldrar þess. Í samræmi við það var gefið út fæðingarvottorð þar sem önnur konan var skráð faðir barnsins og hin móðir þess. Þegar þær komu svo til Íslands sendu þær beiðni til Þjóðskrár Íslands um að skrá drenginn í þjóðskrá. Beiðninni fylgdi frumrit af fæðingarvottorði og var hún móttekin þann 4. apríl 2013. „Þegar óskað var eftir að lögð yrðu fram frekari gögn því til sönnunar að B hefði alið barnið var upplýst að staðgöngumóðir hafi gengið með barnið og fætt það. Með bréfi Þjóðskrár Íslands til A og B 18. júní sama ár var beiðni þeirra hafnað. Í bréfinu sagði meðal annars: „Fyrir liggur að drengurinn [C] fæddist í Bandaríkjunum af staðgöngumóður. Þar af leiðandi geta ákvæði íslenskra barnalaga um feðrun og móðerni ekki átt við og hefur því ekki stofnast sjálfkrafa réttur til handa barninu til íslensks ríkisfangs samkvæmt lögum um íslenskan ríkisborgararétt.“ Þessari ákvörðun stefnda var skotið til innanríkisráðuneytisins sem staðfesti hana með úrskurði 27. mars 2014,“ eins og segir í dómi Hæstaréttar. Konurnar kröfðust þess fyrir dómstólum að úrskurður innanríkisráðuneytisins yrði ógiltur en ekki var fallist á það af dómnum. Nú hefur Hæstiréttur staðfest þann dóm eins og áður meðal annars á grundvelli þess að staðgöngumæðrun er bönnuð hér á landi. Drengurinn verður því ekki skráður sem sonur þeirra í Þjóðskrá en konurnar sóttu á sínum tíma um að ættleiða hann. Umsókn þeirra féll síðan niður þegar þær skildur en þá var gerður nýr fóstursamningur við aðra konuna og hefur hin konan jafnan rétt til umgengni við drenginn. Dóm Hæstaréttar má sjá í heild sinni hér.
Tengdar fréttir Íslenskt par fann staðgöngumóður í Idaho og eignaðist tvíbura Greiddu á annan tug milljóna króna. 28. desember 2016 14:45 Fá ekki að vera foreldrar drengs sem alinn var af staðgöngumóður Tvær konur eignuðust barn saman með aðstoð staðgöngumóður. Kröfu þeirra um að verða foreldrar drengsins var hafnað í héraðsdómi. 2. mars 2016 23:26 Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar Sjá meira
Íslenskt par fann staðgöngumóður í Idaho og eignaðist tvíbura Greiddu á annan tug milljóna króna. 28. desember 2016 14:45
Fá ekki að vera foreldrar drengs sem alinn var af staðgöngumóður Tvær konur eignuðust barn saman með aðstoð staðgöngumóður. Kröfu þeirra um að verða foreldrar drengsins var hafnað í héraðsdómi. 2. mars 2016 23:26