Konan sem sýknuð var af ásökunum um fjárdrátt á Subway vill 2,3 milljónir í bætur Birgir Olgeirsson skrifar 31. mars 2017 10:49 Konan vann á veitingastað Subway í Vestmannaeyjum. Vísir Konan sem sýknuð var af ákæru um fjárdrátt á Subway hefur höfðað skaðabótamál á hendur skyndibitakeðjunni og fer fram á 2,3 milljónir króna vegna vangoldinna launa og miskabóta. Konan starfaði á Subway-staðnum í Vestmannaeyjum en hún var rekin eftir að hafa verið sökuð um að hafa útbúið 12 tommu bát og afhent eiginmanni sínum bátinn og pappamál, samtals að andvirði 1.568 krónur.Sjá einnig: Ákærð fyrir að gefa eiginmanni sínum Subway Þá var konan einnig sýknuð af ákæru fyrir að hafa dregið sér fé úr sjóðsvél veitingastaðarins þegar hún starfaði þar sem verslunarstjóri með því að hafa eytt út sölufærslum en tekið við andvirði þeirra í reiðufé af viðskiptavinum og sett í sjóðsvélina. Seinna hafi konan tekið samsvarandi fjárhæð úr uppgjöri veitingastaðarins í sínar vörslur, alls í sjö skipti samtals 12.589 krónur. Stjarnan ehf., sem rekur Subway, kærði málið til lögreglu í lok apríl árið 2015 en konunni hafði verið sagt upp í lok mars sama ár. Kassinn leiðinlegur Dómur í málinu féll í Héraðsdómi Suðurlands fimmtudaginn 23. mars síðastliðinn en í honum kemur fram að ekkert vitni hafi fyrir dómi lýst því að það hafi séð eða orðið vitni að því að konan hefði á ólögmætan hátt tekið peninga úr peningakassanum á Subway-staðnum. Konan gaf þær skýringar að kassinn hafi verið leiðinlegur og eyðslufærslurnar mætti rekja til þess að hún reyndi að fá hann til að virka. Hún sagði kassann iðulega hafa frosið og þá hafi þurft að endurræsa hann. Það tæki nokkrar mínútur sem væru ekki í boði á meðan viðskiptavinir biðu eftir afgreiðslu. Samstarfsfólk konunnar staðfesti fyrir dómi að kassinn hefði reglulega átt það til að frjósa og könnuðust við þessa lausn sem konan beitti til að starfsmenn þyrftu ekki að bíða lengi í röð og hreinlega yfirgefið staðinn.Fékk fyrirmæli frá skrifstofunni að láta manninn hafa bát Hvað bátinn til eiginmannsins varðar sagðist hún hafa fengið þau fyrirmæli frá skrifstofunni að greiða honum á þennan hátt fyrir ýmis smáviðvik. Fyrirmælin hafi komið frá gæðastjóra sem hafi verið yfirmaður hennar á þessum tíma. Ekki hafi fylgt þessu nein nánari fyrirmæli um hvernig þetta skyldi gert. Vitni staðfesti að hafa heyrt gæðastjórann gefa grænt ljós á að manninum yrði „greitt“ í formi veitinga fyrir veitta aðstoð. Fyrir dómi sagðist gæðastjórinn ekki muna eftir því en það gæti samt vel verið. Lögmaður konunnar höfðaði skaðabótamál í september í fyrra á hendur Stjörnunni ehf, sem rekur Subway, en beðið var eftir niðurstöðu í sakamálinu sem nú liggur fyrir. Konan fer fram á 1,3 milljónir króna vegna vangoldinna launa og eina milljón króna í miskabætur. Ríkið þarf að greiða tæpa eina milljón króna vegna málsins og er þá frátalinn allur kostnaður vegna rannsóknar málsins. Í dómsorði Héraðsdóms Suðurlands kemur fram að allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talið málsvarnarlaun skipaðs verjanda konunnar upp á 908 þúsund krónur auka ferða- og aksturskostnaðar hans upp á tæpar sextíu þúsund krónur. Tengdar fréttir Ákærð fyrir að gefa eiginmanni sínum Subway Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað konu af ákæru fyrir fjárdrátt þegar hún var verslunarstjóri á veitingastað Subway. 30. mars 2017 23:09 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Sjá meira
Konan sem sýknuð var af ákæru um fjárdrátt á Subway hefur höfðað skaðabótamál á hendur skyndibitakeðjunni og fer fram á 2,3 milljónir króna vegna vangoldinna launa og miskabóta. Konan starfaði á Subway-staðnum í Vestmannaeyjum en hún var rekin eftir að hafa verið sökuð um að hafa útbúið 12 tommu bát og afhent eiginmanni sínum bátinn og pappamál, samtals að andvirði 1.568 krónur.Sjá einnig: Ákærð fyrir að gefa eiginmanni sínum Subway Þá var konan einnig sýknuð af ákæru fyrir að hafa dregið sér fé úr sjóðsvél veitingastaðarins þegar hún starfaði þar sem verslunarstjóri með því að hafa eytt út sölufærslum en tekið við andvirði þeirra í reiðufé af viðskiptavinum og sett í sjóðsvélina. Seinna hafi konan tekið samsvarandi fjárhæð úr uppgjöri veitingastaðarins í sínar vörslur, alls í sjö skipti samtals 12.589 krónur. Stjarnan ehf., sem rekur Subway, kærði málið til lögreglu í lok apríl árið 2015 en konunni hafði verið sagt upp í lok mars sama ár. Kassinn leiðinlegur Dómur í málinu féll í Héraðsdómi Suðurlands fimmtudaginn 23. mars síðastliðinn en í honum kemur fram að ekkert vitni hafi fyrir dómi lýst því að það hafi séð eða orðið vitni að því að konan hefði á ólögmætan hátt tekið peninga úr peningakassanum á Subway-staðnum. Konan gaf þær skýringar að kassinn hafi verið leiðinlegur og eyðslufærslurnar mætti rekja til þess að hún reyndi að fá hann til að virka. Hún sagði kassann iðulega hafa frosið og þá hafi þurft að endurræsa hann. Það tæki nokkrar mínútur sem væru ekki í boði á meðan viðskiptavinir biðu eftir afgreiðslu. Samstarfsfólk konunnar staðfesti fyrir dómi að kassinn hefði reglulega átt það til að frjósa og könnuðust við þessa lausn sem konan beitti til að starfsmenn þyrftu ekki að bíða lengi í röð og hreinlega yfirgefið staðinn.Fékk fyrirmæli frá skrifstofunni að láta manninn hafa bát Hvað bátinn til eiginmannsins varðar sagðist hún hafa fengið þau fyrirmæli frá skrifstofunni að greiða honum á þennan hátt fyrir ýmis smáviðvik. Fyrirmælin hafi komið frá gæðastjóra sem hafi verið yfirmaður hennar á þessum tíma. Ekki hafi fylgt þessu nein nánari fyrirmæli um hvernig þetta skyldi gert. Vitni staðfesti að hafa heyrt gæðastjórann gefa grænt ljós á að manninum yrði „greitt“ í formi veitinga fyrir veitta aðstoð. Fyrir dómi sagðist gæðastjórinn ekki muna eftir því en það gæti samt vel verið. Lögmaður konunnar höfðaði skaðabótamál í september í fyrra á hendur Stjörnunni ehf, sem rekur Subway, en beðið var eftir niðurstöðu í sakamálinu sem nú liggur fyrir. Konan fer fram á 1,3 milljónir króna vegna vangoldinna launa og eina milljón króna í miskabætur. Ríkið þarf að greiða tæpa eina milljón króna vegna málsins og er þá frátalinn allur kostnaður vegna rannsóknar málsins. Í dómsorði Héraðsdóms Suðurlands kemur fram að allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talið málsvarnarlaun skipaðs verjanda konunnar upp á 908 þúsund krónur auka ferða- og aksturskostnaðar hans upp á tæpar sextíu þúsund krónur.
Tengdar fréttir Ákærð fyrir að gefa eiginmanni sínum Subway Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað konu af ákæru fyrir fjárdrátt þegar hún var verslunarstjóri á veitingastað Subway. 30. mars 2017 23:09 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Sjá meira
Ákærð fyrir að gefa eiginmanni sínum Subway Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað konu af ákæru fyrir fjárdrátt þegar hún var verslunarstjóri á veitingastað Subway. 30. mars 2017 23:09