Konan sem sýknuð var af ásökunum um fjárdrátt á Subway vill 2,3 milljónir í bætur Birgir Olgeirsson skrifar 31. mars 2017 10:49 Konan vann á veitingastað Subway í Vestmannaeyjum. Vísir Konan sem sýknuð var af ákæru um fjárdrátt á Subway hefur höfðað skaðabótamál á hendur skyndibitakeðjunni og fer fram á 2,3 milljónir króna vegna vangoldinna launa og miskabóta. Konan starfaði á Subway-staðnum í Vestmannaeyjum en hún var rekin eftir að hafa verið sökuð um að hafa útbúið 12 tommu bát og afhent eiginmanni sínum bátinn og pappamál, samtals að andvirði 1.568 krónur.Sjá einnig: Ákærð fyrir að gefa eiginmanni sínum Subway Þá var konan einnig sýknuð af ákæru fyrir að hafa dregið sér fé úr sjóðsvél veitingastaðarins þegar hún starfaði þar sem verslunarstjóri með því að hafa eytt út sölufærslum en tekið við andvirði þeirra í reiðufé af viðskiptavinum og sett í sjóðsvélina. Seinna hafi konan tekið samsvarandi fjárhæð úr uppgjöri veitingastaðarins í sínar vörslur, alls í sjö skipti samtals 12.589 krónur. Stjarnan ehf., sem rekur Subway, kærði málið til lögreglu í lok apríl árið 2015 en konunni hafði verið sagt upp í lok mars sama ár. Kassinn leiðinlegur Dómur í málinu féll í Héraðsdómi Suðurlands fimmtudaginn 23. mars síðastliðinn en í honum kemur fram að ekkert vitni hafi fyrir dómi lýst því að það hafi séð eða orðið vitni að því að konan hefði á ólögmætan hátt tekið peninga úr peningakassanum á Subway-staðnum. Konan gaf þær skýringar að kassinn hafi verið leiðinlegur og eyðslufærslurnar mætti rekja til þess að hún reyndi að fá hann til að virka. Hún sagði kassann iðulega hafa frosið og þá hafi þurft að endurræsa hann. Það tæki nokkrar mínútur sem væru ekki í boði á meðan viðskiptavinir biðu eftir afgreiðslu. Samstarfsfólk konunnar staðfesti fyrir dómi að kassinn hefði reglulega átt það til að frjósa og könnuðust við þessa lausn sem konan beitti til að starfsmenn þyrftu ekki að bíða lengi í röð og hreinlega yfirgefið staðinn.Fékk fyrirmæli frá skrifstofunni að láta manninn hafa bát Hvað bátinn til eiginmannsins varðar sagðist hún hafa fengið þau fyrirmæli frá skrifstofunni að greiða honum á þennan hátt fyrir ýmis smáviðvik. Fyrirmælin hafi komið frá gæðastjóra sem hafi verið yfirmaður hennar á þessum tíma. Ekki hafi fylgt þessu nein nánari fyrirmæli um hvernig þetta skyldi gert. Vitni staðfesti að hafa heyrt gæðastjórann gefa grænt ljós á að manninum yrði „greitt“ í formi veitinga fyrir veitta aðstoð. Fyrir dómi sagðist gæðastjórinn ekki muna eftir því en það gæti samt vel verið. Lögmaður konunnar höfðaði skaðabótamál í september í fyrra á hendur Stjörnunni ehf, sem rekur Subway, en beðið var eftir niðurstöðu í sakamálinu sem nú liggur fyrir. Konan fer fram á 1,3 milljónir króna vegna vangoldinna launa og eina milljón króna í miskabætur. Ríkið þarf að greiða tæpa eina milljón króna vegna málsins og er þá frátalinn allur kostnaður vegna rannsóknar málsins. Í dómsorði Héraðsdóms Suðurlands kemur fram að allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talið málsvarnarlaun skipaðs verjanda konunnar upp á 908 þúsund krónur auka ferða- og aksturskostnaðar hans upp á tæpar sextíu þúsund krónur. Tengdar fréttir Ákærð fyrir að gefa eiginmanni sínum Subway Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað konu af ákæru fyrir fjárdrátt þegar hún var verslunarstjóri á veitingastað Subway. 30. mars 2017 23:09 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Konan sem sýknuð var af ákæru um fjárdrátt á Subway hefur höfðað skaðabótamál á hendur skyndibitakeðjunni og fer fram á 2,3 milljónir króna vegna vangoldinna launa og miskabóta. Konan starfaði á Subway-staðnum í Vestmannaeyjum en hún var rekin eftir að hafa verið sökuð um að hafa útbúið 12 tommu bát og afhent eiginmanni sínum bátinn og pappamál, samtals að andvirði 1.568 krónur.Sjá einnig: Ákærð fyrir að gefa eiginmanni sínum Subway Þá var konan einnig sýknuð af ákæru fyrir að hafa dregið sér fé úr sjóðsvél veitingastaðarins þegar hún starfaði þar sem verslunarstjóri með því að hafa eytt út sölufærslum en tekið við andvirði þeirra í reiðufé af viðskiptavinum og sett í sjóðsvélina. Seinna hafi konan tekið samsvarandi fjárhæð úr uppgjöri veitingastaðarins í sínar vörslur, alls í sjö skipti samtals 12.589 krónur. Stjarnan ehf., sem rekur Subway, kærði málið til lögreglu í lok apríl árið 2015 en konunni hafði verið sagt upp í lok mars sama ár. Kassinn leiðinlegur Dómur í málinu féll í Héraðsdómi Suðurlands fimmtudaginn 23. mars síðastliðinn en í honum kemur fram að ekkert vitni hafi fyrir dómi lýst því að það hafi séð eða orðið vitni að því að konan hefði á ólögmætan hátt tekið peninga úr peningakassanum á Subway-staðnum. Konan gaf þær skýringar að kassinn hafi verið leiðinlegur og eyðslufærslurnar mætti rekja til þess að hún reyndi að fá hann til að virka. Hún sagði kassann iðulega hafa frosið og þá hafi þurft að endurræsa hann. Það tæki nokkrar mínútur sem væru ekki í boði á meðan viðskiptavinir biðu eftir afgreiðslu. Samstarfsfólk konunnar staðfesti fyrir dómi að kassinn hefði reglulega átt það til að frjósa og könnuðust við þessa lausn sem konan beitti til að starfsmenn þyrftu ekki að bíða lengi í röð og hreinlega yfirgefið staðinn.Fékk fyrirmæli frá skrifstofunni að láta manninn hafa bát Hvað bátinn til eiginmannsins varðar sagðist hún hafa fengið þau fyrirmæli frá skrifstofunni að greiða honum á þennan hátt fyrir ýmis smáviðvik. Fyrirmælin hafi komið frá gæðastjóra sem hafi verið yfirmaður hennar á þessum tíma. Ekki hafi fylgt þessu nein nánari fyrirmæli um hvernig þetta skyldi gert. Vitni staðfesti að hafa heyrt gæðastjórann gefa grænt ljós á að manninum yrði „greitt“ í formi veitinga fyrir veitta aðstoð. Fyrir dómi sagðist gæðastjórinn ekki muna eftir því en það gæti samt vel verið. Lögmaður konunnar höfðaði skaðabótamál í september í fyrra á hendur Stjörnunni ehf, sem rekur Subway, en beðið var eftir niðurstöðu í sakamálinu sem nú liggur fyrir. Konan fer fram á 1,3 milljónir króna vegna vangoldinna launa og eina milljón króna í miskabætur. Ríkið þarf að greiða tæpa eina milljón króna vegna málsins og er þá frátalinn allur kostnaður vegna rannsóknar málsins. Í dómsorði Héraðsdóms Suðurlands kemur fram að allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talið málsvarnarlaun skipaðs verjanda konunnar upp á 908 þúsund krónur auka ferða- og aksturskostnaðar hans upp á tæpar sextíu þúsund krónur.
Tengdar fréttir Ákærð fyrir að gefa eiginmanni sínum Subway Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað konu af ákæru fyrir fjárdrátt þegar hún var verslunarstjóri á veitingastað Subway. 30. mars 2017 23:09 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Ákærð fyrir að gefa eiginmanni sínum Subway Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað konu af ákæru fyrir fjárdrátt þegar hún var verslunarstjóri á veitingastað Subway. 30. mars 2017 23:09