Fótbolti

FIFA hefur lokið rannsókn á spillingarmálum innan sambandsins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gianni Infantino, forseti FIFA.
Gianni Infantino, forseti FIFA. vísir/getty
FIFA hefur lokið rannsókn á spillingarmálum innan sambandsins og afhent svissneskum og bandarískum yfirvöldum sönnunargögn um málið.

FIFA hefur unnið að rannsókn á spillingarmálum innan sambandsins síðan í maí 2015 þegar stjórnarmenn sambandsins voru handteknir í Zürich.

Þær hræringar leiddu svo til afsagnar Sepps Blatter, forseta FIFA til 17 ára.

„Við höfum lokið við rannsóknina og afhent yfirvöldum sönnunargögn,“ sagði Gianni Infantino.

Hann bætti við að breytingar yrðu gerðar á innri starfsemi FIFA. Þær breytingar yrðu kynntar í næsta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×