Aldrei verra að birta meiri upplýsingar Benedikt Bóas skrifar 20. mars 2017 07:00 Artur Jarmoszko var leitað í fjörum í nágrenni Reykjavíkur. Leit hefur nú verið hætt og verður ekki fram haldið nema nýjar vísbendingar berist. Vísir/vilhelm „Þegar lögreglan er að leita að týndu fólki þá er yfirleitt verið að deila fáum og lélegum myndum. Það geta verið nægar upplýsingar fyrir þann sem þekkir viðkomandi vel en fyrir alla aðra þá eru þetta ekki nægar upplýsingar,“ segir Heiða María Sigurðardóttir, lektor í sálfræði við Háskóla Íslands.Heiða María Sigurðardóttir, lektor í sálfræði við Háskóla Íslands, hefur bent á að út frá skynjun okkar þurfi lögreglan helst að birta fleiri myndir en eina og jafnvel myndbönd, þegar lýst eftir fólki.vísir/anton brinkHeiða hefur í rannsóknum sínum verið að skoða hvernig fólk skynjar bæði hluti og andlit, meðal annars hvernig heilinn vinnur úr því hvernig fólk greinir andlit sem það þekkir frá þeim sem það þekkir ekki. Út frá þessum upplýsingum hefur hún verið að velta fyrir sér hvernig eigi að finna týnda einstaklinga sem lögreglan auglýsir eftir. Yfirleitt er aðeins ein mynd birt af þeim sem saknað er og jafnvel í litlum gæðum og illa lýst. Þetta skilar takmörkuðum árangri því samkvæmt rannsóknum er mjög erfitt að bera kennsl á fólk þegar sjónarhorn, birtuskilyrði eða umhverfi er annað en myndin sýnir. Heiða hefur bent á að út frá skynjun okkar þurfi lögreglan helst að birta margar ólíkar myndir og jafnvel myndbönd. Í máli Arturs Jarmoszko, sem hefur verið saknað síðan í byrjun mánaðarins, hafa aðeins tvær myndir verið birtar. „Artur er pólskur og fólk á sérlega erfitt með að bera kennsl á einhvern af öðru þjóðerni. Þetta virðist vera háð reynslunni, en heilinn verður næmastur fyrir andlitum sem líkjast þeim sem maður hefur oft séð áður. Þótt ekki sé mikill munur á útliti fólks eftir uppruna þá virðist þessi smávægilegi munur á andlitsgerð fólks eftir þjóðerni gera fólki erfitt um vik að þekkja mann frá öðru landi, og getur verið raunverulegt vandamál. Þetta hafa rannsóknir mínar og annarra sýnt,“ segir Heiða en hún vinnur einnig að því að rannsaka hlutverk sjónskynjunar í lesblindu (mögulegum þátttakendum, bæði lesblindum og ekki lesblindum, er bent á að hafa samband í tölvupósti: skynjun@hi.is). Hún bendir á að myndir séu oft nægilega góðar fyrir þá sem þekkja viðkomandi en dugi ekki fyrir aðra. Á upplýsingaöld þar sem margir birta myndbönd af sjálfum sér er betra fyrir heilann að skynja myndbönd af ókunnugum aðila. „Þótt það sé óljóst hvort það mun hjálpa þá verður það aldrei verra en að setja bara eina mynd, sem er jafnvel tekin úr öryggismyndavél í lágri upplausn. Myndbandabirting myndi aldrei hindra og frekar hjálpa til að fá vísbendingar.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Rannsókninni á máli Birnu Brjánsdóttur lokið Rannsókn lögreglu á máli Birnu Brjánsdóttur er lokið og verður málið sent til héraðssaksóknara á morgun. Þetta staðfesti Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu nú síðdegis. 16. mars 2017 19:06 Leit að Artur lokið í dag: Ekki gert ráð fyrir leit á morgun Engar nýjar vísbendingar hafa fundist. 18. mars 2017 17:54 Lögreglan birtir mynd af Artur sem fengin er úr eftirlitsmyndavél í miðborginni Síðast er vitað um ferðir hans í miðborg Reykjavíkur rétt fyrir miðnætti þann 1. mars síðastliðinn. 10. mars 2017 22:14 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
„Þegar lögreglan er að leita að týndu fólki þá er yfirleitt verið að deila fáum og lélegum myndum. Það geta verið nægar upplýsingar fyrir þann sem þekkir viðkomandi vel en fyrir alla aðra þá eru þetta ekki nægar upplýsingar,“ segir Heiða María Sigurðardóttir, lektor í sálfræði við Háskóla Íslands.Heiða María Sigurðardóttir, lektor í sálfræði við Háskóla Íslands, hefur bent á að út frá skynjun okkar þurfi lögreglan helst að birta fleiri myndir en eina og jafnvel myndbönd, þegar lýst eftir fólki.vísir/anton brinkHeiða hefur í rannsóknum sínum verið að skoða hvernig fólk skynjar bæði hluti og andlit, meðal annars hvernig heilinn vinnur úr því hvernig fólk greinir andlit sem það þekkir frá þeim sem það þekkir ekki. Út frá þessum upplýsingum hefur hún verið að velta fyrir sér hvernig eigi að finna týnda einstaklinga sem lögreglan auglýsir eftir. Yfirleitt er aðeins ein mynd birt af þeim sem saknað er og jafnvel í litlum gæðum og illa lýst. Þetta skilar takmörkuðum árangri því samkvæmt rannsóknum er mjög erfitt að bera kennsl á fólk þegar sjónarhorn, birtuskilyrði eða umhverfi er annað en myndin sýnir. Heiða hefur bent á að út frá skynjun okkar þurfi lögreglan helst að birta margar ólíkar myndir og jafnvel myndbönd. Í máli Arturs Jarmoszko, sem hefur verið saknað síðan í byrjun mánaðarins, hafa aðeins tvær myndir verið birtar. „Artur er pólskur og fólk á sérlega erfitt með að bera kennsl á einhvern af öðru þjóðerni. Þetta virðist vera háð reynslunni, en heilinn verður næmastur fyrir andlitum sem líkjast þeim sem maður hefur oft séð áður. Þótt ekki sé mikill munur á útliti fólks eftir uppruna þá virðist þessi smávægilegi munur á andlitsgerð fólks eftir þjóðerni gera fólki erfitt um vik að þekkja mann frá öðru landi, og getur verið raunverulegt vandamál. Þetta hafa rannsóknir mínar og annarra sýnt,“ segir Heiða en hún vinnur einnig að því að rannsaka hlutverk sjónskynjunar í lesblindu (mögulegum þátttakendum, bæði lesblindum og ekki lesblindum, er bent á að hafa samband í tölvupósti: skynjun@hi.is). Hún bendir á að myndir séu oft nægilega góðar fyrir þá sem þekkja viðkomandi en dugi ekki fyrir aðra. Á upplýsingaöld þar sem margir birta myndbönd af sjálfum sér er betra fyrir heilann að skynja myndbönd af ókunnugum aðila. „Þótt það sé óljóst hvort það mun hjálpa þá verður það aldrei verra en að setja bara eina mynd, sem er jafnvel tekin úr öryggismyndavél í lágri upplausn. Myndbandabirting myndi aldrei hindra og frekar hjálpa til að fá vísbendingar.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Rannsókninni á máli Birnu Brjánsdóttur lokið Rannsókn lögreglu á máli Birnu Brjánsdóttur er lokið og verður málið sent til héraðssaksóknara á morgun. Þetta staðfesti Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu nú síðdegis. 16. mars 2017 19:06 Leit að Artur lokið í dag: Ekki gert ráð fyrir leit á morgun Engar nýjar vísbendingar hafa fundist. 18. mars 2017 17:54 Lögreglan birtir mynd af Artur sem fengin er úr eftirlitsmyndavél í miðborginni Síðast er vitað um ferðir hans í miðborg Reykjavíkur rétt fyrir miðnætti þann 1. mars síðastliðinn. 10. mars 2017 22:14 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Rannsókninni á máli Birnu Brjánsdóttur lokið Rannsókn lögreglu á máli Birnu Brjánsdóttur er lokið og verður málið sent til héraðssaksóknara á morgun. Þetta staðfesti Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu nú síðdegis. 16. mars 2017 19:06
Leit að Artur lokið í dag: Ekki gert ráð fyrir leit á morgun Engar nýjar vísbendingar hafa fundist. 18. mars 2017 17:54
Lögreglan birtir mynd af Artur sem fengin er úr eftirlitsmyndavél í miðborginni Síðast er vitað um ferðir hans í miðborg Reykjavíkur rétt fyrir miðnætti þann 1. mars síðastliðinn. 10. mars 2017 22:14