Aldrei verra að birta meiri upplýsingar Benedikt Bóas skrifar 20. mars 2017 07:00 Artur Jarmoszko var leitað í fjörum í nágrenni Reykjavíkur. Leit hefur nú verið hætt og verður ekki fram haldið nema nýjar vísbendingar berist. Vísir/vilhelm „Þegar lögreglan er að leita að týndu fólki þá er yfirleitt verið að deila fáum og lélegum myndum. Það geta verið nægar upplýsingar fyrir þann sem þekkir viðkomandi vel en fyrir alla aðra þá eru þetta ekki nægar upplýsingar,“ segir Heiða María Sigurðardóttir, lektor í sálfræði við Háskóla Íslands.Heiða María Sigurðardóttir, lektor í sálfræði við Háskóla Íslands, hefur bent á að út frá skynjun okkar þurfi lögreglan helst að birta fleiri myndir en eina og jafnvel myndbönd, þegar lýst eftir fólki.vísir/anton brinkHeiða hefur í rannsóknum sínum verið að skoða hvernig fólk skynjar bæði hluti og andlit, meðal annars hvernig heilinn vinnur úr því hvernig fólk greinir andlit sem það þekkir frá þeim sem það þekkir ekki. Út frá þessum upplýsingum hefur hún verið að velta fyrir sér hvernig eigi að finna týnda einstaklinga sem lögreglan auglýsir eftir. Yfirleitt er aðeins ein mynd birt af þeim sem saknað er og jafnvel í litlum gæðum og illa lýst. Þetta skilar takmörkuðum árangri því samkvæmt rannsóknum er mjög erfitt að bera kennsl á fólk þegar sjónarhorn, birtuskilyrði eða umhverfi er annað en myndin sýnir. Heiða hefur bent á að út frá skynjun okkar þurfi lögreglan helst að birta margar ólíkar myndir og jafnvel myndbönd. Í máli Arturs Jarmoszko, sem hefur verið saknað síðan í byrjun mánaðarins, hafa aðeins tvær myndir verið birtar. „Artur er pólskur og fólk á sérlega erfitt með að bera kennsl á einhvern af öðru þjóðerni. Þetta virðist vera háð reynslunni, en heilinn verður næmastur fyrir andlitum sem líkjast þeim sem maður hefur oft séð áður. Þótt ekki sé mikill munur á útliti fólks eftir uppruna þá virðist þessi smávægilegi munur á andlitsgerð fólks eftir þjóðerni gera fólki erfitt um vik að þekkja mann frá öðru landi, og getur verið raunverulegt vandamál. Þetta hafa rannsóknir mínar og annarra sýnt,“ segir Heiða en hún vinnur einnig að því að rannsaka hlutverk sjónskynjunar í lesblindu (mögulegum þátttakendum, bæði lesblindum og ekki lesblindum, er bent á að hafa samband í tölvupósti: skynjun@hi.is). Hún bendir á að myndir séu oft nægilega góðar fyrir þá sem þekkja viðkomandi en dugi ekki fyrir aðra. Á upplýsingaöld þar sem margir birta myndbönd af sjálfum sér er betra fyrir heilann að skynja myndbönd af ókunnugum aðila. „Þótt það sé óljóst hvort það mun hjálpa þá verður það aldrei verra en að setja bara eina mynd, sem er jafnvel tekin úr öryggismyndavél í lágri upplausn. Myndbandabirting myndi aldrei hindra og frekar hjálpa til að fá vísbendingar.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Rannsókninni á máli Birnu Brjánsdóttur lokið Rannsókn lögreglu á máli Birnu Brjánsdóttur er lokið og verður málið sent til héraðssaksóknara á morgun. Þetta staðfesti Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu nú síðdegis. 16. mars 2017 19:06 Leit að Artur lokið í dag: Ekki gert ráð fyrir leit á morgun Engar nýjar vísbendingar hafa fundist. 18. mars 2017 17:54 Lögreglan birtir mynd af Artur sem fengin er úr eftirlitsmyndavél í miðborginni Síðast er vitað um ferðir hans í miðborg Reykjavíkur rétt fyrir miðnætti þann 1. mars síðastliðinn. 10. mars 2017 22:14 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
„Þegar lögreglan er að leita að týndu fólki þá er yfirleitt verið að deila fáum og lélegum myndum. Það geta verið nægar upplýsingar fyrir þann sem þekkir viðkomandi vel en fyrir alla aðra þá eru þetta ekki nægar upplýsingar,“ segir Heiða María Sigurðardóttir, lektor í sálfræði við Háskóla Íslands.Heiða María Sigurðardóttir, lektor í sálfræði við Háskóla Íslands, hefur bent á að út frá skynjun okkar þurfi lögreglan helst að birta fleiri myndir en eina og jafnvel myndbönd, þegar lýst eftir fólki.vísir/anton brinkHeiða hefur í rannsóknum sínum verið að skoða hvernig fólk skynjar bæði hluti og andlit, meðal annars hvernig heilinn vinnur úr því hvernig fólk greinir andlit sem það þekkir frá þeim sem það þekkir ekki. Út frá þessum upplýsingum hefur hún verið að velta fyrir sér hvernig eigi að finna týnda einstaklinga sem lögreglan auglýsir eftir. Yfirleitt er aðeins ein mynd birt af þeim sem saknað er og jafnvel í litlum gæðum og illa lýst. Þetta skilar takmörkuðum árangri því samkvæmt rannsóknum er mjög erfitt að bera kennsl á fólk þegar sjónarhorn, birtuskilyrði eða umhverfi er annað en myndin sýnir. Heiða hefur bent á að út frá skynjun okkar þurfi lögreglan helst að birta margar ólíkar myndir og jafnvel myndbönd. Í máli Arturs Jarmoszko, sem hefur verið saknað síðan í byrjun mánaðarins, hafa aðeins tvær myndir verið birtar. „Artur er pólskur og fólk á sérlega erfitt með að bera kennsl á einhvern af öðru þjóðerni. Þetta virðist vera háð reynslunni, en heilinn verður næmastur fyrir andlitum sem líkjast þeim sem maður hefur oft séð áður. Þótt ekki sé mikill munur á útliti fólks eftir uppruna þá virðist þessi smávægilegi munur á andlitsgerð fólks eftir þjóðerni gera fólki erfitt um vik að þekkja mann frá öðru landi, og getur verið raunverulegt vandamál. Þetta hafa rannsóknir mínar og annarra sýnt,“ segir Heiða en hún vinnur einnig að því að rannsaka hlutverk sjónskynjunar í lesblindu (mögulegum þátttakendum, bæði lesblindum og ekki lesblindum, er bent á að hafa samband í tölvupósti: skynjun@hi.is). Hún bendir á að myndir séu oft nægilega góðar fyrir þá sem þekkja viðkomandi en dugi ekki fyrir aðra. Á upplýsingaöld þar sem margir birta myndbönd af sjálfum sér er betra fyrir heilann að skynja myndbönd af ókunnugum aðila. „Þótt það sé óljóst hvort það mun hjálpa þá verður það aldrei verra en að setja bara eina mynd, sem er jafnvel tekin úr öryggismyndavél í lágri upplausn. Myndbandabirting myndi aldrei hindra og frekar hjálpa til að fá vísbendingar.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Rannsókninni á máli Birnu Brjánsdóttur lokið Rannsókn lögreglu á máli Birnu Brjánsdóttur er lokið og verður málið sent til héraðssaksóknara á morgun. Þetta staðfesti Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu nú síðdegis. 16. mars 2017 19:06 Leit að Artur lokið í dag: Ekki gert ráð fyrir leit á morgun Engar nýjar vísbendingar hafa fundist. 18. mars 2017 17:54 Lögreglan birtir mynd af Artur sem fengin er úr eftirlitsmyndavél í miðborginni Síðast er vitað um ferðir hans í miðborg Reykjavíkur rétt fyrir miðnætti þann 1. mars síðastliðinn. 10. mars 2017 22:14 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Rannsókninni á máli Birnu Brjánsdóttur lokið Rannsókn lögreglu á máli Birnu Brjánsdóttur er lokið og verður málið sent til héraðssaksóknara á morgun. Þetta staðfesti Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu nú síðdegis. 16. mars 2017 19:06
Leit að Artur lokið í dag: Ekki gert ráð fyrir leit á morgun Engar nýjar vísbendingar hafa fundist. 18. mars 2017 17:54
Lögreglan birtir mynd af Artur sem fengin er úr eftirlitsmyndavél í miðborginni Síðast er vitað um ferðir hans í miðborg Reykjavíkur rétt fyrir miðnætti þann 1. mars síðastliðinn. 10. mars 2017 22:14