Rúrik: Staðráðinn í að gefast ekki upp Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. mars 2017 15:00 Rúrik Gíslason er mættur aftur. vísir/getty Rúrik Gíslason viðurkenndi fúslega að hann væri himinlifandi með að vera kominn aftur í íslenska landsliðið, eftir að hafa misst af öllu síðasta ári. Síðast kom hann við sögu í 2-1 sigri á Tékkum árið 2015. „Þetta er bara meiriháttar og gleður mig mikið. Ég verð að viðurkenna að ég hef saknað strákanna enda góðir vinir mínir. En þeir eru samt aðallega búnir að sakna mín,“ sagði hann í léttum dúr við Vísi á æfingu íslenska liðisins í Parma í dag.Sjá einnig:Gylfi Þór: Liðsheildin er það mikilvægasta og hún hefur ekki breyst Rúrik er búinn að spila nokkuð mikið að undanförnu með Nürnberg í þýsku B-deildinni en þar hefur gengið á ýmsu. Bæði hafa meiðsli sett strik í reikninginn og þá hefur Rúrik á köflum þurft að sætta sig við að vera utan hóps. Hann segir að það hafi aldrei komið í huga hans að fara frá liðinu, þrátt fyrir mótlætið. „En maður hugsaði með sér, þegar maður var ekki að spila, hvort maður hefði tekið rétta ákvörðun með því að fara frá FCK. En ég var staðráðinn í að gefast ekki upp og það borgaði sig á endanum, loksins.“ Rúrik segir að honum hafi stundum þótt ósanngjarnt þegar hann fékk ekki tækifæri hjá Nürnberg. „Af æfingunum að dæma fannst mér það. Vonandi sýnir staðan mín hjá liðinu að það var rétt hjá mér. Ég er ánægður með að hafa haldið haus og aldrei gefist upp.“ Hann segir að þýska B-deildin sé nokkuð ólík þeirri dönsku og þá sérstaklega leikstíl FCK í Danmörku, þar sem hann var áður. „Þetta er mun meiri kraftabolti og miklu meiri hraði. Ég þurfti tíma til að venjast þessu, enda vanur því að hafa meiri tíma á boltann og vera lengur með hann. Þetta er hörkudeild og sterk.“ Rúrik gæti fengið tækifæri í byrjunarliðinu gegn Kósóvó á föstudag í fjarveru nokkurra lykilmanna með landsliðinu. Hann nálgast leikinn með því hugarfari að hann muni byrja. „Ég fer í alla leiki þannig en þetta er auðvitað undir þjálfaranum komið. En ég er alltaf klár.“ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Ef ég væri Heimir myndi ég setja mig í liðið Emil Hallfreðsson er lykilmaður í Udinese á Ítalíu, liði sem spilar í einni sterkustu deild heims. Hann segist hafa persónulega orðið fyrir vonbrigðum á EM en hann bíður rólegur eftir tækifæri sínu með landsliðinu. 22. mars 2017 06:00 „Breytti mínu lífi til hins betra að eignast strákinn minn“ Ólafur Ingi Skúlason, landsliðsmaður í knattspyrnu, fékk íslenska landsliðið til að æfa í mislitum sokkum í tilefni af alþjóðadegi fólks með Downs-heilkennið. 22. mars 2017 07:00 Gylfi Þór: Liðsheildin er það mikilvægasta og hún hefur ekki breyst Gylfi Þór Sigurðsson hefur engar áhyggjur þótt lykilmenn vanti í íslenska landsliðið. 22. mars 2017 12:30 Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Rúrik Gíslason viðurkenndi fúslega að hann væri himinlifandi með að vera kominn aftur í íslenska landsliðið, eftir að hafa misst af öllu síðasta ári. Síðast kom hann við sögu í 2-1 sigri á Tékkum árið 2015. „Þetta er bara meiriháttar og gleður mig mikið. Ég verð að viðurkenna að ég hef saknað strákanna enda góðir vinir mínir. En þeir eru samt aðallega búnir að sakna mín,“ sagði hann í léttum dúr við Vísi á æfingu íslenska liðisins í Parma í dag.Sjá einnig:Gylfi Þór: Liðsheildin er það mikilvægasta og hún hefur ekki breyst Rúrik er búinn að spila nokkuð mikið að undanförnu með Nürnberg í þýsku B-deildinni en þar hefur gengið á ýmsu. Bæði hafa meiðsli sett strik í reikninginn og þá hefur Rúrik á köflum þurft að sætta sig við að vera utan hóps. Hann segir að það hafi aldrei komið í huga hans að fara frá liðinu, þrátt fyrir mótlætið. „En maður hugsaði með sér, þegar maður var ekki að spila, hvort maður hefði tekið rétta ákvörðun með því að fara frá FCK. En ég var staðráðinn í að gefast ekki upp og það borgaði sig á endanum, loksins.“ Rúrik segir að honum hafi stundum þótt ósanngjarnt þegar hann fékk ekki tækifæri hjá Nürnberg. „Af æfingunum að dæma fannst mér það. Vonandi sýnir staðan mín hjá liðinu að það var rétt hjá mér. Ég er ánægður með að hafa haldið haus og aldrei gefist upp.“ Hann segir að þýska B-deildin sé nokkuð ólík þeirri dönsku og þá sérstaklega leikstíl FCK í Danmörku, þar sem hann var áður. „Þetta er mun meiri kraftabolti og miklu meiri hraði. Ég þurfti tíma til að venjast þessu, enda vanur því að hafa meiri tíma á boltann og vera lengur með hann. Þetta er hörkudeild og sterk.“ Rúrik gæti fengið tækifæri í byrjunarliðinu gegn Kósóvó á föstudag í fjarveru nokkurra lykilmanna með landsliðinu. Hann nálgast leikinn með því hugarfari að hann muni byrja. „Ég fer í alla leiki þannig en þetta er auðvitað undir þjálfaranum komið. En ég er alltaf klár.“
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Ef ég væri Heimir myndi ég setja mig í liðið Emil Hallfreðsson er lykilmaður í Udinese á Ítalíu, liði sem spilar í einni sterkustu deild heims. Hann segist hafa persónulega orðið fyrir vonbrigðum á EM en hann bíður rólegur eftir tækifæri sínu með landsliðinu. 22. mars 2017 06:00 „Breytti mínu lífi til hins betra að eignast strákinn minn“ Ólafur Ingi Skúlason, landsliðsmaður í knattspyrnu, fékk íslenska landsliðið til að æfa í mislitum sokkum í tilefni af alþjóðadegi fólks með Downs-heilkennið. 22. mars 2017 07:00 Gylfi Þór: Liðsheildin er það mikilvægasta og hún hefur ekki breyst Gylfi Þór Sigurðsson hefur engar áhyggjur þótt lykilmenn vanti í íslenska landsliðið. 22. mars 2017 12:30 Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Ef ég væri Heimir myndi ég setja mig í liðið Emil Hallfreðsson er lykilmaður í Udinese á Ítalíu, liði sem spilar í einni sterkustu deild heims. Hann segist hafa persónulega orðið fyrir vonbrigðum á EM en hann bíður rólegur eftir tækifæri sínu með landsliðinu. 22. mars 2017 06:00
„Breytti mínu lífi til hins betra að eignast strákinn minn“ Ólafur Ingi Skúlason, landsliðsmaður í knattspyrnu, fékk íslenska landsliðið til að æfa í mislitum sokkum í tilefni af alþjóðadegi fólks með Downs-heilkennið. 22. mars 2017 07:00
Gylfi Þór: Liðsheildin er það mikilvægasta og hún hefur ekki breyst Gylfi Þór Sigurðsson hefur engar áhyggjur þótt lykilmenn vanti í íslenska landsliðið. 22. mars 2017 12:30