Umfjöllun: Kósóvó - Ísland 1-2 | Snilldartaktar Gylfa skiluðu þrem stigum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. mars 2017 21:30 Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. Það voru gerðar áhugaverðar breytingar á íslenska liðinu því Jón Daði Böðvarsson missti óvænt sæti sitt í liðinu. Frammi voru þeir Viðar Örn Kjartansson og Björn Bergmann Sigurðarson. Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson voru svo í hjarta varnarinnar þó svo Kári sé búinn að vera meiddur og Ragnar lítið spilað. Þeir hafa þó aldrei svikið landsliðið og alltaf traustir þar saman. Íslenska liðið byrjaði leikinn ekki beint af krafti. Leikmenn voru silkislakir og yfirvegaðir og það vantaði alla ákefð í liðið. Heimamenn komu aftur á móti brjálaðir til leiks, pressuðu íslenska liðið en þó án þess að skapa sér veruleg færi. Maður fékk á tilfinninguna að íslenska liðið ætlaði að leyfa heimamönnum að blása og taka svo yfir leikinn þegar mesti móðurinn væri af þeim. Þegar þú ert með Gylfa Þór Sigurðsson í þínu liði er það góð hugmynd. Það var nefnilega Gylfi sem sá til þess að íslenska liðið var 2-0 yfir í hálfleik. Á 25. mínútu átti Gylfi gott skot að marki sem markvörður Kósóvó varði út í teiginn. Þar beið Björn Bergmann Sigurðarson og hann gat ekki annað en skorað í tómt markið. Hans fyrsta landsliðsmark og um leið varð hann fjórði bróðirinn í fjölskyldunni sem skorar A-landsliðsmark. Það hafa hálfbræður hans Þórður, Bjarni og Jóhannes Karl Guðjónssynir einnig gert. Markið kom þó nokkuð gegn gangi leiksins en fjórum mínútum áður hafði Kósóvó átti skot í slá. Íslendingum var alveg sama. 1-0 fyrir okkur. Tæpum tíu mínútum síðar átti Gylfi algjöra gullsendingu inn í teiginn á Birki Má Sævarsson. Varnarmaður heimamanna braut á Birki og víti réttilega dæmt. Gylfi steig á punktinn og skoraði af gríðarlegu öryggi. 2-0 fyrir Ísland og gæði Gylfa Þórs voru munurinn á liðunum. Kósóvarnir tóku það ekki í mál að gefast upp og þeir hófu síðari hálfleik af krafti. Á þriðju mínútu síðari hálfleiks var mark tekið af þeim og það færði þeim bara enn meiri kraft. Fjórum mínútum síðar var Kósóvó búið að minnka muninn með skallamarki. Ari Freyr missti af Nuhiu og hann skoraði með fínum skalla í markið. Spenna komin í leikinn. Kósóvar seldu sig dýrt en strákarnir okkar héldu þeim vel frá markinu og voru ekkert að taka allt of miklar áhættur í sókninni. Þetta var kannski ekki fallegur sigur hjá íslenska liðinu en að því er ekki spurt. Liðið gerði nákvæmlega það sem þurfti að gera gegn hættulegum andstæðingi og sótti þrjú afar dýrmæt stig. Munurinn í liðunum lá í snilld Gylfa Sigurðssonar þegar upp var staðið. Hann skoraði annað markið og glæsisending hans varð þess valdandi að liðið fékk víti. Hann átti líka skotið þar sem fyrra markið kom upp úr. Það voru fleiri góðir í liðinu og vörnin hélt eftir erfiða byrjun í upphafi síðari hálfleiks. Aron batt liðið saman og skipulagið hélt nokkuð vel. Íslenska liðið var ekki að spila sinn besta leik en tók þrjú stig og það er gríðarlegur styrkleiki. Þrjú stig í pokann og áfram gakk í næsta leik. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Sjá meira
Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. Það voru gerðar áhugaverðar breytingar á íslenska liðinu því Jón Daði Böðvarsson missti óvænt sæti sitt í liðinu. Frammi voru þeir Viðar Örn Kjartansson og Björn Bergmann Sigurðarson. Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson voru svo í hjarta varnarinnar þó svo Kári sé búinn að vera meiddur og Ragnar lítið spilað. Þeir hafa þó aldrei svikið landsliðið og alltaf traustir þar saman. Íslenska liðið byrjaði leikinn ekki beint af krafti. Leikmenn voru silkislakir og yfirvegaðir og það vantaði alla ákefð í liðið. Heimamenn komu aftur á móti brjálaðir til leiks, pressuðu íslenska liðið en þó án þess að skapa sér veruleg færi. Maður fékk á tilfinninguna að íslenska liðið ætlaði að leyfa heimamönnum að blása og taka svo yfir leikinn þegar mesti móðurinn væri af þeim. Þegar þú ert með Gylfa Þór Sigurðsson í þínu liði er það góð hugmynd. Það var nefnilega Gylfi sem sá til þess að íslenska liðið var 2-0 yfir í hálfleik. Á 25. mínútu átti Gylfi gott skot að marki sem markvörður Kósóvó varði út í teiginn. Þar beið Björn Bergmann Sigurðarson og hann gat ekki annað en skorað í tómt markið. Hans fyrsta landsliðsmark og um leið varð hann fjórði bróðirinn í fjölskyldunni sem skorar A-landsliðsmark. Það hafa hálfbræður hans Þórður, Bjarni og Jóhannes Karl Guðjónssynir einnig gert. Markið kom þó nokkuð gegn gangi leiksins en fjórum mínútum áður hafði Kósóvó átti skot í slá. Íslendingum var alveg sama. 1-0 fyrir okkur. Tæpum tíu mínútum síðar átti Gylfi algjöra gullsendingu inn í teiginn á Birki Má Sævarsson. Varnarmaður heimamanna braut á Birki og víti réttilega dæmt. Gylfi steig á punktinn og skoraði af gríðarlegu öryggi. 2-0 fyrir Ísland og gæði Gylfa Þórs voru munurinn á liðunum. Kósóvarnir tóku það ekki í mál að gefast upp og þeir hófu síðari hálfleik af krafti. Á þriðju mínútu síðari hálfleiks var mark tekið af þeim og það færði þeim bara enn meiri kraft. Fjórum mínútum síðar var Kósóvó búið að minnka muninn með skallamarki. Ari Freyr missti af Nuhiu og hann skoraði með fínum skalla í markið. Spenna komin í leikinn. Kósóvar seldu sig dýrt en strákarnir okkar héldu þeim vel frá markinu og voru ekkert að taka allt of miklar áhættur í sókninni. Þetta var kannski ekki fallegur sigur hjá íslenska liðinu en að því er ekki spurt. Liðið gerði nákvæmlega það sem þurfti að gera gegn hættulegum andstæðingi og sótti þrjú afar dýrmæt stig. Munurinn í liðunum lá í snilld Gylfa Sigurðssonar þegar upp var staðið. Hann skoraði annað markið og glæsisending hans varð þess valdandi að liðið fékk víti. Hann átti líka skotið þar sem fyrra markið kom upp úr. Það voru fleiri góðir í liðinu og vörnin hélt eftir erfiða byrjun í upphafi síðari hálfleiks. Aron batt liðið saman og skipulagið hélt nokkuð vel. Íslenska liðið var ekki að spila sinn besta leik en tók þrjú stig og það er gríðarlegur styrkleiki. Þrjú stig í pokann og áfram gakk í næsta leik.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Sjá meira