Framkvæmdir hafnar við Ásmundarsal Benedikt Bóas skrifar 25. mars 2017 07:00 Ásmundur Sveinsson myndhöggvari lét reisa húsið sem mun nú fá andlitslyftingu. vísir/stefán Viðhaldsvinna og uppbygging á Ásmundarsal við Freyjugötu 41 er hafin. Áætlað er að húsið verði formlega opnað vorið 2018. Það er arkitektastofan Kurtogpí sem mun hafa umsjón með endurbótum á húsinu. Fjárfestarnir og hjónin Sigurbjörn Þorkelsson og Aðalheiður Magnúsdóttir keyptu húsið og borguðu fyrir það 168 milljónir. Áður var Listasafn ASÍ með starfsemi þar í um árabil. „Okkur langar til að það verði líf í húsinu á meðan á framkvæmdum stendur og kynnum því til leiks Ásmundarsal í endurnýjun,“ segir Aðalheiður. „Við stefnum að því að vera með uppákomur og sýningar í húsinu. Eins verður hægt að koma hér við. Fólk getur þá fylgst með framkvæmdum og upplifað eitthvað skemmtilegt á sama tíma. Sýningargestir gætu þurft að vera með öryggishjálma á næstu mánuðum,“ segir hún og hlær. Fyrstu sýningar undir þessum formerkjum verða opnaðar á HönnunarMars, á fimmtudag. Annars vegar er sýningin CECI NES'T PAS UN MEUBLE þar sem 12 myndlistamenn taka þátt í sameiginlegu verkefni. Hver og einn breytti sama húsgagninu í myndverk. Þessi viðburður er á vegum vefsíðunnar Islanders en bryddað verður upp á þeirri nýjung að uppboð á verkunum fer fram á vefsíðunni þar sem fólki er gert kleift að bjóða í öll verkin. Hins vegar er sýningin GAIA by Gulla for Saga Kakala. Gulla Jónsdóttir, arkitekt í Los Angeles, kynnir þá silkislæðu- og kasmírtreflalínuna Gaia. Einnig verður á sýningunni myndbandsinnsetning sem fjallar um innblástur að línunni sem er fenginn úr íslenskri náttúru og má finna í teikningum, arkitektúr og húsgagnahönnun Gullu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Sjá meira
Viðhaldsvinna og uppbygging á Ásmundarsal við Freyjugötu 41 er hafin. Áætlað er að húsið verði formlega opnað vorið 2018. Það er arkitektastofan Kurtogpí sem mun hafa umsjón með endurbótum á húsinu. Fjárfestarnir og hjónin Sigurbjörn Þorkelsson og Aðalheiður Magnúsdóttir keyptu húsið og borguðu fyrir það 168 milljónir. Áður var Listasafn ASÍ með starfsemi þar í um árabil. „Okkur langar til að það verði líf í húsinu á meðan á framkvæmdum stendur og kynnum því til leiks Ásmundarsal í endurnýjun,“ segir Aðalheiður. „Við stefnum að því að vera með uppákomur og sýningar í húsinu. Eins verður hægt að koma hér við. Fólk getur þá fylgst með framkvæmdum og upplifað eitthvað skemmtilegt á sama tíma. Sýningargestir gætu þurft að vera með öryggishjálma á næstu mánuðum,“ segir hún og hlær. Fyrstu sýningar undir þessum formerkjum verða opnaðar á HönnunarMars, á fimmtudag. Annars vegar er sýningin CECI NES'T PAS UN MEUBLE þar sem 12 myndlistamenn taka þátt í sameiginlegu verkefni. Hver og einn breytti sama húsgagninu í myndverk. Þessi viðburður er á vegum vefsíðunnar Islanders en bryddað verður upp á þeirri nýjung að uppboð á verkunum fer fram á vefsíðunni þar sem fólki er gert kleift að bjóða í öll verkin. Hins vegar er sýningin GAIA by Gulla for Saga Kakala. Gulla Jónsdóttir, arkitekt í Los Angeles, kynnir þá silkislæðu- og kasmírtreflalínuna Gaia. Einnig verður á sýningunni myndbandsinnsetning sem fjallar um innblástur að línunni sem er fenginn úr íslenskri náttúru og má finna í teikningum, arkitektúr og húsgagnahönnun Gullu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Sjá meira