Framkvæmdir hafnar við Ásmundarsal Benedikt Bóas skrifar 25. mars 2017 07:00 Ásmundur Sveinsson myndhöggvari lét reisa húsið sem mun nú fá andlitslyftingu. vísir/stefán Viðhaldsvinna og uppbygging á Ásmundarsal við Freyjugötu 41 er hafin. Áætlað er að húsið verði formlega opnað vorið 2018. Það er arkitektastofan Kurtogpí sem mun hafa umsjón með endurbótum á húsinu. Fjárfestarnir og hjónin Sigurbjörn Þorkelsson og Aðalheiður Magnúsdóttir keyptu húsið og borguðu fyrir það 168 milljónir. Áður var Listasafn ASÍ með starfsemi þar í um árabil. „Okkur langar til að það verði líf í húsinu á meðan á framkvæmdum stendur og kynnum því til leiks Ásmundarsal í endurnýjun,“ segir Aðalheiður. „Við stefnum að því að vera með uppákomur og sýningar í húsinu. Eins verður hægt að koma hér við. Fólk getur þá fylgst með framkvæmdum og upplifað eitthvað skemmtilegt á sama tíma. Sýningargestir gætu þurft að vera með öryggishjálma á næstu mánuðum,“ segir hún og hlær. Fyrstu sýningar undir þessum formerkjum verða opnaðar á HönnunarMars, á fimmtudag. Annars vegar er sýningin CECI NES'T PAS UN MEUBLE þar sem 12 myndlistamenn taka þátt í sameiginlegu verkefni. Hver og einn breytti sama húsgagninu í myndverk. Þessi viðburður er á vegum vefsíðunnar Islanders en bryddað verður upp á þeirri nýjung að uppboð á verkunum fer fram á vefsíðunni þar sem fólki er gert kleift að bjóða í öll verkin. Hins vegar er sýningin GAIA by Gulla for Saga Kakala. Gulla Jónsdóttir, arkitekt í Los Angeles, kynnir þá silkislæðu- og kasmírtreflalínuna Gaia. Einnig verður á sýningunni myndbandsinnsetning sem fjallar um innblástur að línunni sem er fenginn úr íslenskri náttúru og má finna í teikningum, arkitektúr og húsgagnahönnun Gullu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Sjá meira
Viðhaldsvinna og uppbygging á Ásmundarsal við Freyjugötu 41 er hafin. Áætlað er að húsið verði formlega opnað vorið 2018. Það er arkitektastofan Kurtogpí sem mun hafa umsjón með endurbótum á húsinu. Fjárfestarnir og hjónin Sigurbjörn Þorkelsson og Aðalheiður Magnúsdóttir keyptu húsið og borguðu fyrir það 168 milljónir. Áður var Listasafn ASÍ með starfsemi þar í um árabil. „Okkur langar til að það verði líf í húsinu á meðan á framkvæmdum stendur og kynnum því til leiks Ásmundarsal í endurnýjun,“ segir Aðalheiður. „Við stefnum að því að vera með uppákomur og sýningar í húsinu. Eins verður hægt að koma hér við. Fólk getur þá fylgst með framkvæmdum og upplifað eitthvað skemmtilegt á sama tíma. Sýningargestir gætu þurft að vera með öryggishjálma á næstu mánuðum,“ segir hún og hlær. Fyrstu sýningar undir þessum formerkjum verða opnaðar á HönnunarMars, á fimmtudag. Annars vegar er sýningin CECI NES'T PAS UN MEUBLE þar sem 12 myndlistamenn taka þátt í sameiginlegu verkefni. Hver og einn breytti sama húsgagninu í myndverk. Þessi viðburður er á vegum vefsíðunnar Islanders en bryddað verður upp á þeirri nýjung að uppboð á verkunum fer fram á vefsíðunni þar sem fólki er gert kleift að bjóða í öll verkin. Hins vegar er sýningin GAIA by Gulla for Saga Kakala. Gulla Jónsdóttir, arkitekt í Los Angeles, kynnir þá silkislæðu- og kasmírtreflalínuna Gaia. Einnig verður á sýningunni myndbandsinnsetning sem fjallar um innblástur að línunni sem er fenginn úr íslenskri náttúru og má finna í teikningum, arkitektúr og húsgagnahönnun Gullu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Sjá meira