Trudeau vill lögleiða kannabis í Kanada á næsta ári Atli Ísleifsson skrifar 27. mars 2017 13:37 Lögleiðing kannabis var eitt umdeildasta kosningamál Trudeau í aðdraganda þingkosninganna 2015. Vísir/AFP Ríkisstjórn Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, mun á næstu dögum kynna lagafrumvarp sem felur í sér að kannabis verði lögleitt í landinu frá 1. júlí á næsta ári.CBC News greinir frá þessu og hefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum. Með lagafrumfarpinu verður farið að ráðleggingum sérstaks starfshóps stjórnvalda sem var með málið til umfjöllunar og kynnti skýrslu sína í desember síðastliðinn. Lögleiðing kannabis var eitt umdeildasta kosningamál Trudeau í aðdraganda þingkosninganna 2015 þar sem hann lýsti skýrum vilja sínum til að breyta fíkniefnalöggjöf landsins. Samkvæmt tillögunum munu undirstofnanir alríkisstjórninnar halda utan um eftirlit með framleiðslu marijúana og sjá um leyfisveitingar fyrir framleiðendur. Það verður svo á borði einstakra fylkja að ákveða þætti er varða verðlagningu, dreifingu og sölu. Í frétt CBC kemur fram að kannabiskaupaaldur verði að lágmarki átján ár, en að það verði fylkjum í sjálfsvald sett að hafa aldurinn hærri, kjósi þau svo. Heimilt verður að vera með fjórar marijuanaplöntur að hámarki á hverju heimili. Samhliða lagabreytingunni er ætlunin að leggja aukið fé til að efla meðferðarúrræði fyrir þá sem á þurfa að halda. Þá á að herða refsingar fyrir sölu á kannabis til þeirra sem eru yngri en átján ára, ólöglega sölu og fyrir að aka bíl undir áhrifum kannabisefna. Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Ríkisstjórn Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, mun á næstu dögum kynna lagafrumvarp sem felur í sér að kannabis verði lögleitt í landinu frá 1. júlí á næsta ári.CBC News greinir frá þessu og hefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum. Með lagafrumfarpinu verður farið að ráðleggingum sérstaks starfshóps stjórnvalda sem var með málið til umfjöllunar og kynnti skýrslu sína í desember síðastliðinn. Lögleiðing kannabis var eitt umdeildasta kosningamál Trudeau í aðdraganda þingkosninganna 2015 þar sem hann lýsti skýrum vilja sínum til að breyta fíkniefnalöggjöf landsins. Samkvæmt tillögunum munu undirstofnanir alríkisstjórninnar halda utan um eftirlit með framleiðslu marijúana og sjá um leyfisveitingar fyrir framleiðendur. Það verður svo á borði einstakra fylkja að ákveða þætti er varða verðlagningu, dreifingu og sölu. Í frétt CBC kemur fram að kannabiskaupaaldur verði að lágmarki átján ár, en að það verði fylkjum í sjálfsvald sett að hafa aldurinn hærri, kjósi þau svo. Heimilt verður að vera með fjórar marijuanaplöntur að hámarki á hverju heimili. Samhliða lagabreytingunni er ætlunin að leggja aukið fé til að efla meðferðarúrræði fyrir þá sem á þurfa að halda. Þá á að herða refsingar fyrir sölu á kannabis til þeirra sem eru yngri en átján ára, ólöglega sölu og fyrir að aka bíl undir áhrifum kannabisefna.
Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira