Ásmundur segir United Silicon hafa svikið öll fyrirheit Heimir Már Pétursson skrifar 28. mars 2017 20:30 Ásmundur Friðriksson var harðorður á þingi í dag. Vísir/Vilhelm Þingmaður Sjálfstæðisflokksins bað þjóðina afsökunar á því á Alþingi í dag að hafa stutt uppbyggingu United Silicon í Helguvík, þar sem fyrirtækið hafi svikið sín fyrirheit. Það greiddi lág laun, reyndi að komast undan skyldum og mengaði umfram það sem lofað hefði verið. Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins kvaddi sér hljóðs í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag og sagðist hafa verið einn þeirra sem fögnuðu uppbyggingu United Silicon í Helguvík. Hann hafi trúað loforðum fyrirtækisins um fjölbreytt og vellaunuð störf og góðan rekstur í sátt við lög og reglur. „Okkur er illa brugðið. Menungarvandamál, ófullkomin verksmiðja og svikin loforð í launum einkenna upphaf starfseminnar. Fjárfestingasamnngurinn tryggði félaginu að hámarki 15 prósent tekjuskatt, 50 prósent afslátt af almennu tryggingagjaldi, hlutfall fasteignaskatts 50 prósent lægra en áskilið hámarkshlutfall, gjaldhlutfall gatnagerðargjalds 30 prósent lægra en almenn gjaldskrá Reykjanesbæjar,“ sagði Ásmundur. Þá eigi fyrirtækið rétt á þjálfunaraðstoð vegna starfsmanna upp á tvær milljónir evra og því sé heildarstuðningurinn við fyrirtækið um 700 milljónir króna. Þetta skapi fyrirtækinu töluverða yfirburða stöðu á vinnumarkaði. „En hvernig er hún nýtt? Í stað stóriðjusamninga álveranna greiðir United Silicon starfsmönnum sínum 1.470 krónur á klukksutund í dagvinnu eða undir lágmarkstekjum fyrir fullt starf. Og 2.646 krónur í yfirvinnu sextán klukkustundir á dag eða 80 prósent af tekjutaxtanum sem er undir tekjuviðmiðun,“ sagði Ásmundur. Til að komast upp fyrir lágmarkstekjur greiði fyrirtækið starfsfólki 65 þúsund krónur í bónusgreiðslu á mánuði. Starfsmenn vinni í tólf klukkustundir án vaktaplans til að fyrirtækið sleppi við að semja um vaktagreiðslur við verkalýðsfélögin. „Ég sem þingmaður vill biðja þjóðina afsökunar á því að hafa greitt götu fyrirtækis sem fengið hefur hundruð milljónir króna stuðning skattgreiðenda til að byggja upp rekstur en greiðir starfsmönnum sínum laun sem eru undir tekjuviðmiðunum í landinu. Þá hefur fyrirtækið lítil eða engin tök á mengun frá rekstri fyrirtækisins í Helguvík. Er í alls konar málarekstri við verkalýðsforystuna, fyrirtæki og bæjarfélagið og vinnur hvorki með eða fyrir samfélagið. Fyrirtæki sem kemur þannig fram við starfsmenn sína og samfélag og umhverfið í trássi við gefin loforð, á sér ekki bjarta framtíð,“ sagði Ásmundur Friðriksson. Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Erlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Fleiri fréttir Virðist ekki vera hægt á Íslandi Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Sjá meira
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins bað þjóðina afsökunar á því á Alþingi í dag að hafa stutt uppbyggingu United Silicon í Helguvík, þar sem fyrirtækið hafi svikið sín fyrirheit. Það greiddi lág laun, reyndi að komast undan skyldum og mengaði umfram það sem lofað hefði verið. Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins kvaddi sér hljóðs í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag og sagðist hafa verið einn þeirra sem fögnuðu uppbyggingu United Silicon í Helguvík. Hann hafi trúað loforðum fyrirtækisins um fjölbreytt og vellaunuð störf og góðan rekstur í sátt við lög og reglur. „Okkur er illa brugðið. Menungarvandamál, ófullkomin verksmiðja og svikin loforð í launum einkenna upphaf starfseminnar. Fjárfestingasamnngurinn tryggði félaginu að hámarki 15 prósent tekjuskatt, 50 prósent afslátt af almennu tryggingagjaldi, hlutfall fasteignaskatts 50 prósent lægra en áskilið hámarkshlutfall, gjaldhlutfall gatnagerðargjalds 30 prósent lægra en almenn gjaldskrá Reykjanesbæjar,“ sagði Ásmundur. Þá eigi fyrirtækið rétt á þjálfunaraðstoð vegna starfsmanna upp á tvær milljónir evra og því sé heildarstuðningurinn við fyrirtækið um 700 milljónir króna. Þetta skapi fyrirtækinu töluverða yfirburða stöðu á vinnumarkaði. „En hvernig er hún nýtt? Í stað stóriðjusamninga álveranna greiðir United Silicon starfsmönnum sínum 1.470 krónur á klukksutund í dagvinnu eða undir lágmarkstekjum fyrir fullt starf. Og 2.646 krónur í yfirvinnu sextán klukkustundir á dag eða 80 prósent af tekjutaxtanum sem er undir tekjuviðmiðun,“ sagði Ásmundur. Til að komast upp fyrir lágmarkstekjur greiði fyrirtækið starfsfólki 65 þúsund krónur í bónusgreiðslu á mánuði. Starfsmenn vinni í tólf klukkustundir án vaktaplans til að fyrirtækið sleppi við að semja um vaktagreiðslur við verkalýðsfélögin. „Ég sem þingmaður vill biðja þjóðina afsökunar á því að hafa greitt götu fyrirtækis sem fengið hefur hundruð milljónir króna stuðning skattgreiðenda til að byggja upp rekstur en greiðir starfsmönnum sínum laun sem eru undir tekjuviðmiðunum í landinu. Þá hefur fyrirtækið lítil eða engin tök á mengun frá rekstri fyrirtækisins í Helguvík. Er í alls konar málarekstri við verkalýðsforystuna, fyrirtæki og bæjarfélagið og vinnur hvorki með eða fyrir samfélagið. Fyrirtæki sem kemur þannig fram við starfsmenn sína og samfélag og umhverfið í trássi við gefin loforð, á sér ekki bjarta framtíð,“ sagði Ásmundur Friðriksson.
Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Erlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Fleiri fréttir Virðist ekki vera hægt á Íslandi Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent