Ásmundur segir United Silicon hafa svikið öll fyrirheit Heimir Már Pétursson skrifar 28. mars 2017 20:30 Ásmundur Friðriksson var harðorður á þingi í dag. Vísir/Vilhelm Þingmaður Sjálfstæðisflokksins bað þjóðina afsökunar á því á Alþingi í dag að hafa stutt uppbyggingu United Silicon í Helguvík, þar sem fyrirtækið hafi svikið sín fyrirheit. Það greiddi lág laun, reyndi að komast undan skyldum og mengaði umfram það sem lofað hefði verið. Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins kvaddi sér hljóðs í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag og sagðist hafa verið einn þeirra sem fögnuðu uppbyggingu United Silicon í Helguvík. Hann hafi trúað loforðum fyrirtækisins um fjölbreytt og vellaunuð störf og góðan rekstur í sátt við lög og reglur. „Okkur er illa brugðið. Menungarvandamál, ófullkomin verksmiðja og svikin loforð í launum einkenna upphaf starfseminnar. Fjárfestingasamnngurinn tryggði félaginu að hámarki 15 prósent tekjuskatt, 50 prósent afslátt af almennu tryggingagjaldi, hlutfall fasteignaskatts 50 prósent lægra en áskilið hámarkshlutfall, gjaldhlutfall gatnagerðargjalds 30 prósent lægra en almenn gjaldskrá Reykjanesbæjar,“ sagði Ásmundur. Þá eigi fyrirtækið rétt á þjálfunaraðstoð vegna starfsmanna upp á tvær milljónir evra og því sé heildarstuðningurinn við fyrirtækið um 700 milljónir króna. Þetta skapi fyrirtækinu töluverða yfirburða stöðu á vinnumarkaði. „En hvernig er hún nýtt? Í stað stóriðjusamninga álveranna greiðir United Silicon starfsmönnum sínum 1.470 krónur á klukksutund í dagvinnu eða undir lágmarkstekjum fyrir fullt starf. Og 2.646 krónur í yfirvinnu sextán klukkustundir á dag eða 80 prósent af tekjutaxtanum sem er undir tekjuviðmiðun,“ sagði Ásmundur. Til að komast upp fyrir lágmarkstekjur greiði fyrirtækið starfsfólki 65 þúsund krónur í bónusgreiðslu á mánuði. Starfsmenn vinni í tólf klukkustundir án vaktaplans til að fyrirtækið sleppi við að semja um vaktagreiðslur við verkalýðsfélögin. „Ég sem þingmaður vill biðja þjóðina afsökunar á því að hafa greitt götu fyrirtækis sem fengið hefur hundruð milljónir króna stuðning skattgreiðenda til að byggja upp rekstur en greiðir starfsmönnum sínum laun sem eru undir tekjuviðmiðunum í landinu. Þá hefur fyrirtækið lítil eða engin tök á mengun frá rekstri fyrirtækisins í Helguvík. Er í alls konar málarekstri við verkalýðsforystuna, fyrirtæki og bæjarfélagið og vinnur hvorki með eða fyrir samfélagið. Fyrirtæki sem kemur þannig fram við starfsmenn sína og samfélag og umhverfið í trássi við gefin loforð, á sér ekki bjarta framtíð,“ sagði Ásmundur Friðriksson. Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Styrkti karlasamtök þvert á ráðleggingar matsnefndar Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins bað þjóðina afsökunar á því á Alþingi í dag að hafa stutt uppbyggingu United Silicon í Helguvík, þar sem fyrirtækið hafi svikið sín fyrirheit. Það greiddi lág laun, reyndi að komast undan skyldum og mengaði umfram það sem lofað hefði verið. Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins kvaddi sér hljóðs í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag og sagðist hafa verið einn þeirra sem fögnuðu uppbyggingu United Silicon í Helguvík. Hann hafi trúað loforðum fyrirtækisins um fjölbreytt og vellaunuð störf og góðan rekstur í sátt við lög og reglur. „Okkur er illa brugðið. Menungarvandamál, ófullkomin verksmiðja og svikin loforð í launum einkenna upphaf starfseminnar. Fjárfestingasamnngurinn tryggði félaginu að hámarki 15 prósent tekjuskatt, 50 prósent afslátt af almennu tryggingagjaldi, hlutfall fasteignaskatts 50 prósent lægra en áskilið hámarkshlutfall, gjaldhlutfall gatnagerðargjalds 30 prósent lægra en almenn gjaldskrá Reykjanesbæjar,“ sagði Ásmundur. Þá eigi fyrirtækið rétt á þjálfunaraðstoð vegna starfsmanna upp á tvær milljónir evra og því sé heildarstuðningurinn við fyrirtækið um 700 milljónir króna. Þetta skapi fyrirtækinu töluverða yfirburða stöðu á vinnumarkaði. „En hvernig er hún nýtt? Í stað stóriðjusamninga álveranna greiðir United Silicon starfsmönnum sínum 1.470 krónur á klukksutund í dagvinnu eða undir lágmarkstekjum fyrir fullt starf. Og 2.646 krónur í yfirvinnu sextán klukkustundir á dag eða 80 prósent af tekjutaxtanum sem er undir tekjuviðmiðun,“ sagði Ásmundur. Til að komast upp fyrir lágmarkstekjur greiði fyrirtækið starfsfólki 65 þúsund krónur í bónusgreiðslu á mánuði. Starfsmenn vinni í tólf klukkustundir án vaktaplans til að fyrirtækið sleppi við að semja um vaktagreiðslur við verkalýðsfélögin. „Ég sem þingmaður vill biðja þjóðina afsökunar á því að hafa greitt götu fyrirtækis sem fengið hefur hundruð milljónir króna stuðning skattgreiðenda til að byggja upp rekstur en greiðir starfsmönnum sínum laun sem eru undir tekjuviðmiðunum í landinu. Þá hefur fyrirtækið lítil eða engin tök á mengun frá rekstri fyrirtækisins í Helguvík. Er í alls konar málarekstri við verkalýðsforystuna, fyrirtæki og bæjarfélagið og vinnur hvorki með eða fyrir samfélagið. Fyrirtæki sem kemur þannig fram við starfsmenn sína og samfélag og umhverfið í trássi við gefin loforð, á sér ekki bjarta framtíð,“ sagði Ásmundur Friðriksson.
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Styrkti karlasamtök þvert á ráðleggingar matsnefndar Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira