Erlent

Theresa May undirritar bréfið sem hrindir Brexit af stað

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur skrifað undir bréf sem hrindir Brexit-ferlinu af stað.
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur skrifað undir bréf sem hrindir Brexit-ferlinu af stað. Vísir/AFP
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur skrifað undir bréf sem hrindir Brexit-ferlinu af stað.

Sir Tim Barrow, sendiherra Bretlands gagnvart Evrópusambandinu, mun afhenda Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, bréfið á hádegi á morgun.

Að því loknu mun forsætisráðherrann tilkynna breska þinginu að formlegt ferli sé hafið. Samkvæmt frétt BBC mun hún í ræðu sinni meðal annars lofa því að vera fulltrúi allra Breta á meðan á samningum stendur og að nú þurfi þjóðin að standa bökum saman.

Bresk stjórnvöld munu með þessu virkja 50. grein Lissabon-sáttmála Evrópusambandsins, en þá munu tveggja ára viðræður hefjast þar sem samið verður um útgöngu Bretlands. Samkvæmt þessari tímaáælun mun Bretland ganga úr sambandinu í mars 2019.

Um níu mánuðir eru nú liðnir frá því að tæp 52 prósent breskra kjósenda greiddu atkvæði með útgöngu Bretlands úr sambandinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×