Innlent

Viðtalið við Kjartan og Finn í heild: „Ein ris­a­stór spurn­ing sem eft­ir stendur“

Þorbjörn Þórðarson skrifar
„Í þessari skýrslu sem við skiluðum í dag stendur eftir ein stór spurning. Hún er sú hverjir áttu aflandsfélagið Dekhill Advisors Ltd sem fær til sín rúmlega 46 milljón bandaríkjadala af þessum fjárhagslega ávinningi af viðskiptunum?,“ spyr Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður rannsóknarnefndar Alþingis, sem rannsakaði þátttöku þýska bankans Hauck & Aufhäuser í kaupum á 45,8 prósent hlut ríkisins í Búnaðarbankanum.

„Okkur tókst ekki að upplýsa það til fulls með óyggjandi hætti. En við teljum hinsvegar ljóst að í íslensku samfélagi eru aðilar sem vita þetta, hafa fulla vitneskju um þetta og er ekki eðlilegt að á þessu stigi, þegar allt þetta hefur verið opinberað í dag, að þessir aðilar stígi einfaldlega fram og greini frá þessu?“

Ítarleg umfjöllun var í fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld um afdráttarlausa niðurstöðu rannsóknarnefndar Alþingis að stjórnvöld, fjölmiðlar og almenningur hafi skipulega verið blekkt í aðdraganda og kjölfar sölunnar á Búnaðarbankanum.

Viðtal við þá Kjartan Bjarna Björgvinsson, formann rannsóknarnefndar Alþingis og Finn Þór Vilhjálmsson, starfsmann nefndarinnar, má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×