Hertari reglur um köfun í Silfru virtust ekki hafa áhrif á fjölda kafara Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. mars 2017 21:51 Það var ekki að sjá að hertari reglur sem settar voru um helgina varðandi köfun í Silfru hefðu áhrif á aðsókn kafara í gjána í dag en í fréttum Stöðvar 2 í kvöld kom fram að stöðugur straumur kafara hefði verið á svæðið. Banaslys varð í Silfru á föstudag en tæpur mánuður er síðan annað banaslys varð í gjánni. Gjánni var lokað á föstudag og reglur hertar um köfun í Silfru en lokuninni var svo aflétt í gær. Flestir sem koma til að kafa í Silfru fara í svokallaða yfirborðsköfun, eða að snorkla, en hertari reglur varðandi yfirborðsköfun snúa að því að færri séu í hverjum hópi nú, það er aðeins sex en ekki átta og þá þarf fólk nú að fylla út eyðublað um heilsufar sitt og sundkunnáttu. Rætt var við Einar Sæmundsen, fræðslufulltrúa þjóðgarðsins á Þingvöllum, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 og var hann meðal annars spurður út í eftirlitið með köfun í Silfru. „Það má eiginlega segja að eftirlitið sé tvíþætt. Við erum með starfsmann hér á staðnum sem fylgist með skráningum, heldur utan um skráningar og fylgist með öllu sem gerist hér ofan vatns. Þessi starfsmaður og aðrir landverðir hér hafa einnig komið hér til aðstoðar þegar eitthvað fer úrskeiðis eins og hefur gerst en það er það hlutverk sem starfsmaðurinn hér á plani hefur, að telja og tryggja að þessir hópar séu samkvæmt þessum reglum. En tæknilega og faglega það sem lýtur að köfuninni höfum við litið á að sé hlutverk Samgöngustofu. Við vitum að nú er verið að skoða hvernig þessu eftirliti verður framfylgt hérna á staðnum og það er verið að móta svona skarpari reglur um það,“ sagði Einar. Aðspurður hvernig hertari reglur væru að fara í mannskapinn sagði hann: „Ég held að ég geti alveg sagt það að það var alveg fullur samhljómur á milli allra aðila hér um helgina að vinna að þessu. Það er engum í hag að hafa þessi slys hérna og þau eru skelfileg þegar þau gerast, lenda á fyrirtækjum og öllum þeim sem koma hér að og það eru allir á því að herða hér allar aðgerðir og það er alveg ljóst að hér verður bragarbót í öryggismálum.“ Fréttina má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Tengdar fréttir Lokun Silfru: „Ætlum ekki að una lengur við þessar aðstæður að þjóðgarðurinn sé vettvangur hættulegra íþrótta“ Ekki hefur verið ákvörðun um áframhaldandi lokun Silfru eftir helgi, en svæðinu var lokað í morgun eftir enn eitt banaslysið í gær. 11. mars 2017 12:00 Köfurum í Silfru verður fækkað Eftirlit verður með starfseminni á svæðinu 12. mars 2017 19:00 Silfra opnuð á ný Fyrirmæli vegna köfunar í þjóðgarðinum hafa verið hert og öryggiskröfur auknar. 12. mars 2017 16:26 Mest lesið Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fimm fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Sjá meira
Það var ekki að sjá að hertari reglur sem settar voru um helgina varðandi köfun í Silfru hefðu áhrif á aðsókn kafara í gjána í dag en í fréttum Stöðvar 2 í kvöld kom fram að stöðugur straumur kafara hefði verið á svæðið. Banaslys varð í Silfru á föstudag en tæpur mánuður er síðan annað banaslys varð í gjánni. Gjánni var lokað á föstudag og reglur hertar um köfun í Silfru en lokuninni var svo aflétt í gær. Flestir sem koma til að kafa í Silfru fara í svokallaða yfirborðsköfun, eða að snorkla, en hertari reglur varðandi yfirborðsköfun snúa að því að færri séu í hverjum hópi nú, það er aðeins sex en ekki átta og þá þarf fólk nú að fylla út eyðublað um heilsufar sitt og sundkunnáttu. Rætt var við Einar Sæmundsen, fræðslufulltrúa þjóðgarðsins á Þingvöllum, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 og var hann meðal annars spurður út í eftirlitið með köfun í Silfru. „Það má eiginlega segja að eftirlitið sé tvíþætt. Við erum með starfsmann hér á staðnum sem fylgist með skráningum, heldur utan um skráningar og fylgist með öllu sem gerist hér ofan vatns. Þessi starfsmaður og aðrir landverðir hér hafa einnig komið hér til aðstoðar þegar eitthvað fer úrskeiðis eins og hefur gerst en það er það hlutverk sem starfsmaðurinn hér á plani hefur, að telja og tryggja að þessir hópar séu samkvæmt þessum reglum. En tæknilega og faglega það sem lýtur að köfuninni höfum við litið á að sé hlutverk Samgöngustofu. Við vitum að nú er verið að skoða hvernig þessu eftirliti verður framfylgt hérna á staðnum og það er verið að móta svona skarpari reglur um það,“ sagði Einar. Aðspurður hvernig hertari reglur væru að fara í mannskapinn sagði hann: „Ég held að ég geti alveg sagt það að það var alveg fullur samhljómur á milli allra aðila hér um helgina að vinna að þessu. Það er engum í hag að hafa þessi slys hérna og þau eru skelfileg þegar þau gerast, lenda á fyrirtækjum og öllum þeim sem koma hér að og það eru allir á því að herða hér allar aðgerðir og það er alveg ljóst að hér verður bragarbót í öryggismálum.“ Fréttina má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Tengdar fréttir Lokun Silfru: „Ætlum ekki að una lengur við þessar aðstæður að þjóðgarðurinn sé vettvangur hættulegra íþrótta“ Ekki hefur verið ákvörðun um áframhaldandi lokun Silfru eftir helgi, en svæðinu var lokað í morgun eftir enn eitt banaslysið í gær. 11. mars 2017 12:00 Köfurum í Silfru verður fækkað Eftirlit verður með starfseminni á svæðinu 12. mars 2017 19:00 Silfra opnuð á ný Fyrirmæli vegna köfunar í þjóðgarðinum hafa verið hert og öryggiskröfur auknar. 12. mars 2017 16:26 Mest lesið Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fimm fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Sjá meira
Lokun Silfru: „Ætlum ekki að una lengur við þessar aðstæður að þjóðgarðurinn sé vettvangur hættulegra íþrótta“ Ekki hefur verið ákvörðun um áframhaldandi lokun Silfru eftir helgi, en svæðinu var lokað í morgun eftir enn eitt banaslysið í gær. 11. mars 2017 12:00
Silfra opnuð á ný Fyrirmæli vegna köfunar í þjóðgarðinum hafa verið hert og öryggiskröfur auknar. 12. mars 2017 16:26