Erlent

Hollenska sendiherranum meinað að koma aftur til Tyrklands

Atli Ísleifsson skrifar
Fjöldafundir stuðningsmanna Tyrklandsforseta hafa verið bannaðir í nokkrum Evrópuríkjum.
Fjöldafundir stuðningsmanna Tyrklandsforseta hafa verið bannaðir í nokkrum Evrópuríkjum. Vísir/AFP
Spennan á milli Hollendinga og Tyrkja magnast enn og í gær lýstu tyrknesk stjórnvöld því yfir að hollenski sendiherrann í Ankara myndi ekki fá að snúa aftur til landsins. Sendiherrann hefur verið á ferðalagi síðustu daga.

Í frétt BBC segir að öllum viðræðum ríkjanna tveggja hafi verið aflýst.

Deilan ríkjanna spratt af þeirri ákvörðun hollenskra stjórnvalda að banna fjöldafundi sem skipulagðir voru í landinu og var ætlað að virkja Tyrki búsetta í Hollandi til að taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslu sem halda á í Tyrklandi um stjórnarskrárbreytingar sem mun auka til muna völd Recep Tayyip Erdogan forseta.

Þjóðverjar, Austurríkismenn og Svisslendingar hafa nú gert líkt og Hollendingar og bannað slíka fjöldafundi.


Tengdar fréttir

Erdogan sýnir klærnar

Skoðanakannanir sýna að þjóðaratkvæðagreiðsla um breytingar á stjórnarskrá í Tyrklandi gæti farið á hvorn veginn sem er.

Erdogan segir nasisma á lífi í vestrinu

Forseti Tyrklands gagnrýnir hollensk stjórnvöld harðlega. Utanríkisráðherrann kallar ríkið höfuðstað fasismans. Ráðherrar Tyrkja ætluðu að afla stuðnings við stjórnarskrárbreytingar á meðal Tyrkja sem staðsettir eru í Hollandi en




Fleiri fréttir

Sjá meira


×