Fimleikasambandið: „Það er dýrt að vera í íþróttum“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. mars 2017 12:00 Sólveig Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Fimleikasambandsins, segir það staðreynd að það sé dýrt að vera í íþróttum á Íslandi. Ekki bara fimleikum. „Þetta er bara ömurleg staðreynd núna árið 2017 að það er dýrt að vera í íþróttum,“ segir Sólveig Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í gær að tvær fjórtán ára stúlkur hefðu ekki fengið leyfi til að keppa á fimleikamóti því þær áttu ekki nýjustu keppnisbúningana, sem kosta tæplega 50 þúsund krónur hvor. Sólveig segir regluna einfalda, það þurfi allir að vera í eins búningum á mótum. „Þetta er bara eins og í handbolta og fótbolta. Það þurfa allir að vera í eins búningum,“ segir hún, en furðar sig á sama tíma á ítrekuðum málflutningi um kostnað sem fylgir fimleikaíþróttinni. Það megi vel velta því fyrir sér hvort íþróttir almennt á Íslandi séu einvörðungu fyrir efnameiri fjölskyldur. „Þetta er ekki bara í fimleikunum. Hvað kostar til dæmis að vera í fótbolta? Það þarf að kaupa búning, takkaskó og fleira og ég veit það fyrir víst að það kostar sitt.“„ Það er enginn sem vinnur í svona starfi að reyna að græða peninga. Þetta er allt rekið á núlli til þess að reyna að þjónusta krakkana sem best.“vísirAðspurð segir Sólveig sambandið ekki hafa mótað sérstaka stefnu til þess að reyna að draga úr kostnaði við íþróttina, enda sé það ekki sambandsins að segja til um hvað hlutirnir megi kosta. Hins vegar vinni sambandið stöðugt að því að lágmarka kostnað og hámarka gæði. „En það eru samt allir að gera sitt besta og reyna að draga úr kostnaði. Það er enginn sem vinnur í svona starfi að reyna að græða peninga. Þetta er allt rekið á núlli til þess að reyna að þjónusta krakkana sem best.“ Þá segir hún fimleikaumhverfið erfitt, enda sé íþróttin með lítið fjármagn á milli handanna – annað en boltagreinarnar. Sólveig veltir því fyrir sér hvort ástæðan sé mögulega sú að það séu mest megnis konur sem stundi fimleikaíþróttir. „Við erum ekki að fá neitt frá alþjóðasamböndum okkar, eins og HSÍ og KSÍ eru að fá. Við erum í miklu erfiðara umhverfi og við höfum velt því fyrir okkur hvort að ástæðan fyrir því sé að það eru mest megnis konur í þessari íþrótt. En núna er ÍSÍ að breyta reglunum sínum, það er búið að margfalda peninga í afrekssjóði, og við vonum að þetta komi til með að breyta þessu erfiða umhverfi.“ Aðspurð segir Sólveig umrædda búninga vitaskuld kostnaðarsama, en það sé þó ekki hennar að meta hvort þeir hafi verið of dýrir. Umfjöllun Stöðvar 2 frá því í gær má sjá hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Fá ekki að keppa ef þær eiga ekki 50 þúsund króna fimleikabúning Systur í fimleikafélaginu Fjölni fengu ekki leyfi til að keppa á móti því þær áttu ekki nýjustu keppnisbúningana sem kosta tæplega fimmtíu þúsund krónur. Formaður Fjölnis segir félagið fylgja jafnræðisreglu og því fái ekki sumir lánað á meðan aðrir þurfi að kaupa búninga. 15. mars 2017 19:00 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
„Þetta er bara ömurleg staðreynd núna árið 2017 að það er dýrt að vera í íþróttum,“ segir Sólveig Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í gær að tvær fjórtán ára stúlkur hefðu ekki fengið leyfi til að keppa á fimleikamóti því þær áttu ekki nýjustu keppnisbúningana, sem kosta tæplega 50 þúsund krónur hvor. Sólveig segir regluna einfalda, það þurfi allir að vera í eins búningum á mótum. „Þetta er bara eins og í handbolta og fótbolta. Það þurfa allir að vera í eins búningum,“ segir hún, en furðar sig á sama tíma á ítrekuðum málflutningi um kostnað sem fylgir fimleikaíþróttinni. Það megi vel velta því fyrir sér hvort íþróttir almennt á Íslandi séu einvörðungu fyrir efnameiri fjölskyldur. „Þetta er ekki bara í fimleikunum. Hvað kostar til dæmis að vera í fótbolta? Það þarf að kaupa búning, takkaskó og fleira og ég veit það fyrir víst að það kostar sitt.“„ Það er enginn sem vinnur í svona starfi að reyna að græða peninga. Þetta er allt rekið á núlli til þess að reyna að þjónusta krakkana sem best.“vísirAðspurð segir Sólveig sambandið ekki hafa mótað sérstaka stefnu til þess að reyna að draga úr kostnaði við íþróttina, enda sé það ekki sambandsins að segja til um hvað hlutirnir megi kosta. Hins vegar vinni sambandið stöðugt að því að lágmarka kostnað og hámarka gæði. „En það eru samt allir að gera sitt besta og reyna að draga úr kostnaði. Það er enginn sem vinnur í svona starfi að reyna að græða peninga. Þetta er allt rekið á núlli til þess að reyna að þjónusta krakkana sem best.“ Þá segir hún fimleikaumhverfið erfitt, enda sé íþróttin með lítið fjármagn á milli handanna – annað en boltagreinarnar. Sólveig veltir því fyrir sér hvort ástæðan sé mögulega sú að það séu mest megnis konur sem stundi fimleikaíþróttir. „Við erum ekki að fá neitt frá alþjóðasamböndum okkar, eins og HSÍ og KSÍ eru að fá. Við erum í miklu erfiðara umhverfi og við höfum velt því fyrir okkur hvort að ástæðan fyrir því sé að það eru mest megnis konur í þessari íþrótt. En núna er ÍSÍ að breyta reglunum sínum, það er búið að margfalda peninga í afrekssjóði, og við vonum að þetta komi til með að breyta þessu erfiða umhverfi.“ Aðspurð segir Sólveig umrædda búninga vitaskuld kostnaðarsama, en það sé þó ekki hennar að meta hvort þeir hafi verið of dýrir. Umfjöllun Stöðvar 2 frá því í gær má sjá hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Fá ekki að keppa ef þær eiga ekki 50 þúsund króna fimleikabúning Systur í fimleikafélaginu Fjölni fengu ekki leyfi til að keppa á móti því þær áttu ekki nýjustu keppnisbúningana sem kosta tæplega fimmtíu þúsund krónur. Formaður Fjölnis segir félagið fylgja jafnræðisreglu og því fái ekki sumir lánað á meðan aðrir þurfi að kaupa búninga. 15. mars 2017 19:00 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Fá ekki að keppa ef þær eiga ekki 50 þúsund króna fimleikabúning Systur í fimleikafélaginu Fjölni fengu ekki leyfi til að keppa á móti því þær áttu ekki nýjustu keppnisbúningana sem kosta tæplega fimmtíu þúsund krónur. Formaður Fjölnis segir félagið fylgja jafnræðisreglu og því fái ekki sumir lánað á meðan aðrir þurfi að kaupa búninga. 15. mars 2017 19:00