Íslandsarmur nýnasistahreyfingar ætlar í aðgerðir Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. mars 2017 07:00 Frá kröfugöngu sænska arms Norrænu mótstöðuhreyfingarinnar í Stokkhólmi árið 2007. Mynd/Peter Isotalo Forstöðumenn Norrænu mótstöðuhreyfingarinnar, Íslandsarms hreyfingar á Norðurlöndum sem kennd hefur verið við nýnasisma, segja í nafnlausu skriflegu svari við fyrirspurn Fréttablaðsins að þeir séu ánægðir með vöxt hreyfingarinnar undanfarið ár. Þó vildu þeir ekki svara því hversu margir væru í hreyfingunni eða hversu mikið meðlimum hefur fjölgað. Fréttablaðið fjallaði um hreyfinguna í ágúst á síðasta ári. Var þá send fyrirspurn á netfang hreyfingarinnar sem finna má á heimasíðu hennar og barst sams konar nafnlaust svar. Þá fengust þau svör að hreyfingin væri vaxandi og myndi vaxa enn meira. Ekki fékkst heldur svar við spurningum um fjölda meðlima. „Íslendingar eru orðnir vanir því að kjósa týpíska smáborgaraflokka sem að styðjast við tölur. Við erum ekki að leita að tölum, við erum að leita að baráttumönnum. Við erum ekki að leita að fólki sem segist kjósa okkur í næstu kosningum. Við viljum fólk sem er tilbúið í götuaðgerðir,“ segir í svarinu. Þar er vísað til þess að setja upp veggspjöld og dreifa dreifibréfum með upplýsingum um hreyfinguna. Enn fremur segir að margir hafi hitt meðlimi hreyfingarinnar en fáir séu tilbúnir til að „berjast í þessu ósýnilega stríði sem kerfið býður okkur upp í“. Þeir aðilar mæti þó kurteisi og sé ekki bolað í burtu heldur komið í skilning um að þeir eigi ekki heima í hreyfingunni. „Ef einhver vill vera virkur á fjögurra ára fresti þegar kosningar eru þá eru nægir flokkar í landinu. Það jákvæða við hreyfinguna okkar, síðan við urðum opinberlega virkir á landinu, er að þar er ungt fólk sem hefur fengið nóg og er reitt ástandinu í landinu okkar,“ segir í svarinu. Það sé hreyfingunni mikil hvatning að ungt fólk með hátt menntunarstig sé áhugasamt. Þá sé fólk innan hreyfingarinnar sem vill ekki koma fram undir nafni eða sýna sig í störfum fyrir hana, til dæmis vegna atvinnu eða stöðu innan ríkisins. Það styðji hreyfinguna með öðrum hætti. „Í heild þá erum við ánægðir með vöxt okkar vegna þess að fólkið sem við skráum nær yfir okkar staðla.“ Líkt og í ágúst í fyrra hyggur hreyfingin ekki á framboð. Markmiðið sé ekki að sitja á þingi heldur að breyta hugarfari fólks. Í svarinu segir að kerfið hafi brugðist og á meðan fólk geri sér ekki grein fyrir því sé ekki hægt að biðja fólk um að kjósa hreyfinguna. „[Fólk verður] að gera sér grein fyrir því að það sé að hverfa hægt og við erum nær því að verða eins og Norður og Mið-Evrópulönd með glæpatíðnina, nauðganir, morð og svo framvegis,“ segir í svarinu. Enn fremur segir að ef hreyfingin hefði fjármagn til að reka kosningabaráttu yrði það frekar notað í dreifingu dreifibréfa, veggspjalda og þess háttar til þess að „fá fólk til að átta sig á fjölmenningargildrunni“. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í ágúst kennir Norræna mótstöðuhreyfingin sig við þjóðernisfélagshyggju. Vilji hreyfingarinnar sé meðal annars að stöðva innflutning á fólki til landsins og stuðla að brottflutningi meirihluta fólks sem ekki er af norðurevrópskum uppruna. Skapa eigi norrænt samfélag með sameiginlegum her og herskyldu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ísland verði bara fyrir fólk úr Norður-Evrópu Norræna mótstöðuhreyfingin reynir að festa rætur á Íslandi. Vill flytja fólk sem ekki er af norður-evrópskum uppruna úr landi. Hyggur ekki á þingframboð en auglýsir eftir þátttakendum fyrir störf utan þings. 27. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Forstöðumenn Norrænu mótstöðuhreyfingarinnar, Íslandsarms hreyfingar á Norðurlöndum sem kennd hefur verið við nýnasisma, segja í nafnlausu skriflegu svari við fyrirspurn Fréttablaðsins að þeir séu ánægðir með vöxt hreyfingarinnar undanfarið ár. Þó vildu þeir ekki svara því hversu margir væru í hreyfingunni eða hversu mikið meðlimum hefur fjölgað. Fréttablaðið fjallaði um hreyfinguna í ágúst á síðasta ári. Var þá send fyrirspurn á netfang hreyfingarinnar sem finna má á heimasíðu hennar og barst sams konar nafnlaust svar. Þá fengust þau svör að hreyfingin væri vaxandi og myndi vaxa enn meira. Ekki fékkst heldur svar við spurningum um fjölda meðlima. „Íslendingar eru orðnir vanir því að kjósa týpíska smáborgaraflokka sem að styðjast við tölur. Við erum ekki að leita að tölum, við erum að leita að baráttumönnum. Við erum ekki að leita að fólki sem segist kjósa okkur í næstu kosningum. Við viljum fólk sem er tilbúið í götuaðgerðir,“ segir í svarinu. Þar er vísað til þess að setja upp veggspjöld og dreifa dreifibréfum með upplýsingum um hreyfinguna. Enn fremur segir að margir hafi hitt meðlimi hreyfingarinnar en fáir séu tilbúnir til að „berjast í þessu ósýnilega stríði sem kerfið býður okkur upp í“. Þeir aðilar mæti þó kurteisi og sé ekki bolað í burtu heldur komið í skilning um að þeir eigi ekki heima í hreyfingunni. „Ef einhver vill vera virkur á fjögurra ára fresti þegar kosningar eru þá eru nægir flokkar í landinu. Það jákvæða við hreyfinguna okkar, síðan við urðum opinberlega virkir á landinu, er að þar er ungt fólk sem hefur fengið nóg og er reitt ástandinu í landinu okkar,“ segir í svarinu. Það sé hreyfingunni mikil hvatning að ungt fólk með hátt menntunarstig sé áhugasamt. Þá sé fólk innan hreyfingarinnar sem vill ekki koma fram undir nafni eða sýna sig í störfum fyrir hana, til dæmis vegna atvinnu eða stöðu innan ríkisins. Það styðji hreyfinguna með öðrum hætti. „Í heild þá erum við ánægðir með vöxt okkar vegna þess að fólkið sem við skráum nær yfir okkar staðla.“ Líkt og í ágúst í fyrra hyggur hreyfingin ekki á framboð. Markmiðið sé ekki að sitja á þingi heldur að breyta hugarfari fólks. Í svarinu segir að kerfið hafi brugðist og á meðan fólk geri sér ekki grein fyrir því sé ekki hægt að biðja fólk um að kjósa hreyfinguna. „[Fólk verður] að gera sér grein fyrir því að það sé að hverfa hægt og við erum nær því að verða eins og Norður og Mið-Evrópulönd með glæpatíðnina, nauðganir, morð og svo framvegis,“ segir í svarinu. Enn fremur segir að ef hreyfingin hefði fjármagn til að reka kosningabaráttu yrði það frekar notað í dreifingu dreifibréfa, veggspjalda og þess háttar til þess að „fá fólk til að átta sig á fjölmenningargildrunni“. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í ágúst kennir Norræna mótstöðuhreyfingin sig við þjóðernisfélagshyggju. Vilji hreyfingarinnar sé meðal annars að stöðva innflutning á fólki til landsins og stuðla að brottflutningi meirihluta fólks sem ekki er af norðurevrópskum uppruna. Skapa eigi norrænt samfélag með sameiginlegum her og herskyldu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ísland verði bara fyrir fólk úr Norður-Evrópu Norræna mótstöðuhreyfingin reynir að festa rætur á Íslandi. Vill flytja fólk sem ekki er af norður-evrópskum uppruna úr landi. Hyggur ekki á þingframboð en auglýsir eftir þátttakendum fyrir störf utan þings. 27. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Ísland verði bara fyrir fólk úr Norður-Evrópu Norræna mótstöðuhreyfingin reynir að festa rætur á Íslandi. Vill flytja fólk sem ekki er af norður-evrópskum uppruna úr landi. Hyggur ekki á þingframboð en auglýsir eftir þátttakendum fyrir störf utan þings. 27. ágúst 2016 07:00