Fótbolti

Guðmunda kölluð til Algarve fyrir Söndru Maríu sem spilar ekki meira á mótinu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Guðmunda Brynja Óladóttir fór fram Selfossi í Stjörnuna í vetur.
Guðmunda Brynja Óladóttir fór fram Selfossi í Stjörnuna í vetur. vísir/hanna
Sandra María Jessen, landsliðskona í fótbolta, verður ekki meira með á Algarve-mótinu eins og flestir bjuggust við. Akureyringurinn varð fyrir skelfilegum meiðslum í 1-1 jafntefli Noregs og Íslands í gærkvöldi.

Íslenski hópurinn fékk undanþágu hjá mótshöldurum til að fá leikmann í stað Söndru Maríu þar sem Margrét Lára Viðarsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir eru einnig tæpar vegna meiðsla.

Guðmunda Brynja Óladóttir, leikmaður Selfoss, hefur verið kölluð inn í hópinn og verður til taks í leiknum á morgun gegn Japan.

„Sandra María er óbrotin en það eru enn þá bólgur í kringum áverkana þannig það er ekki hægt að greina meiðslin almennilega. Hún spilar ekki meira á þessu móti en óvíst er hvort hún fari heim strax,“ segir Óskar Örn Guðbrandsson, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, í samtali við Vísi.


Tengdar fréttir

Sandra María send á sjúkrahús

Freyr Alexandersson segir að Sandra María Jessen hafi verið send á sjúkrahús í myndatöku vegna meiðslanna sem hún varð fyrir í leik Íslands og Noregs á Algarve-mótinu í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×