Tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun í partýi á Akureyri Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. mars 2017 16:21 Nauðgunin átti sér stað um verslunarmannahelgina 2014. vísir/pjetur Hæstiréttur staðfesti í dag tveggja ára fangelsisdóm yfir Aroni Trausta Sigurbjörnssyni sem sakfelldur var fyrir að hafa nauðgað konu í samkvæmi í heimahúsi á Akureyri í ágúst 2014. Honum var jafnframt gert að greiða konunni eina og hálfa milljón króna í miskabætur. Fólkið hittist í miðbæ Akureyrar um verslunarmannahelgina 2014. Aron var ásamt fjórum félögum sínum og konan með einni vinkonu sinni, en hópurinn ákvað að fara saman í eftirpartý eftir lokun skemmtistaða. Konan fékk að sofa í rúmi sem ákærði hafði til umráða í húsinu. Aron, sem neitaði sök, sagðist fyrir dómi hafa ætlað að prófa að skríða upp í rúm til hennar og athuga hvort honum yrði sparkað út úr því. Sagðist hann kannast við að hafa haft samræði við konuna en að það hafi verið með vitund og vilja hennar, en honum var gefið að sök að hafa notfært sér það að hún gat ekki spornað við samræðinu sökum svefndrunga og ölvunar. Fyrir dómi sagðist konan hafa verið ofurölvi þetta kvöld. Hún muni eftir því að hafa hitt manninn og svo þegar hún rankaði við sér með manninn ofan á sér. „Mér leið samt einhvern veginn eins og ég væri í [...]. Það var ógeðslega heitt og svona skrýtið umhverfi. Ég kannaðist ekkert við mig.“ ... „Ég næ ekki einu sinni að gera mér grein fyrir því hvað er að gerast almennilega. ... ég veit, mér fannst frekar augljóst að það var verið að sofa hjá mér, ég fann alveg vel fyrir þessu. ... Ég bara náði ekki að gera neitt. ... Ég var bara hálfdauð,“ sagði konan fyrir dómi.Dómurinn taldi sannað að Aron Trausti hefið haft samræði við konuna gegn vilja hennar, með því að notfæra sér að hún gat ekki spornað við því sökum ástands hennar. Lýsingar Arons á takmörkuðum viðbrögðum konunnar við atlotum hans samrýmist vel þeirri niðurstöðu að meðvitund hennar hafi verið skert vegna ölvunarástands hennar, segir í niðurstöðunni. „Viðbrögð brotaþola eftir að hún vaknaði um morguninn benda eindregið til þess að hún hafi verið illa áttuð og að tíma hafi tekið fyrir hana að gera sér grein fyrir því sem gerst hafði. Er framburður brotaþola að mati dómsins trúverðugur og í góðu samræmi við framburð annarra vitna og framlögð gögn í málinu. Í ljósi alls þessa er það mat dómsins að ákærði hafi hlotið að hafa gert sér grein fyrir því hversu mjög brotaþoli var ölvuð og jafnframt að hann hefði enga réttmæta ástæðu til þess að ætla að hún væri því samþykk að hann hefði við hana samræði.“ Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í dag tveggja ára fangelsisdóm yfir Aroni Trausta Sigurbjörnssyni sem sakfelldur var fyrir að hafa nauðgað konu í samkvæmi í heimahúsi á Akureyri í ágúst 2014. Honum var jafnframt gert að greiða konunni eina og hálfa milljón króna í miskabætur. Fólkið hittist í miðbæ Akureyrar um verslunarmannahelgina 2014. Aron var ásamt fjórum félögum sínum og konan með einni vinkonu sinni, en hópurinn ákvað að fara saman í eftirpartý eftir lokun skemmtistaða. Konan fékk að sofa í rúmi sem ákærði hafði til umráða í húsinu. Aron, sem neitaði sök, sagðist fyrir dómi hafa ætlað að prófa að skríða upp í rúm til hennar og athuga hvort honum yrði sparkað út úr því. Sagðist hann kannast við að hafa haft samræði við konuna en að það hafi verið með vitund og vilja hennar, en honum var gefið að sök að hafa notfært sér það að hún gat ekki spornað við samræðinu sökum svefndrunga og ölvunar. Fyrir dómi sagðist konan hafa verið ofurölvi þetta kvöld. Hún muni eftir því að hafa hitt manninn og svo þegar hún rankaði við sér með manninn ofan á sér. „Mér leið samt einhvern veginn eins og ég væri í [...]. Það var ógeðslega heitt og svona skrýtið umhverfi. Ég kannaðist ekkert við mig.“ ... „Ég næ ekki einu sinni að gera mér grein fyrir því hvað er að gerast almennilega. ... ég veit, mér fannst frekar augljóst að það var verið að sofa hjá mér, ég fann alveg vel fyrir þessu. ... Ég bara náði ekki að gera neitt. ... Ég var bara hálfdauð,“ sagði konan fyrir dómi.Dómurinn taldi sannað að Aron Trausti hefið haft samræði við konuna gegn vilja hennar, með því að notfæra sér að hún gat ekki spornað við því sökum ástands hennar. Lýsingar Arons á takmörkuðum viðbrögðum konunnar við atlotum hans samrýmist vel þeirri niðurstöðu að meðvitund hennar hafi verið skert vegna ölvunarástands hennar, segir í niðurstöðunni. „Viðbrögð brotaþola eftir að hún vaknaði um morguninn benda eindregið til þess að hún hafi verið illa áttuð og að tíma hafi tekið fyrir hana að gera sér grein fyrir því sem gerst hafði. Er framburður brotaþola að mati dómsins trúverðugur og í góðu samræmi við framburð annarra vitna og framlögð gögn í málinu. Í ljósi alls þessa er það mat dómsins að ákærði hafi hlotið að hafa gert sér grein fyrir því hversu mjög brotaþoli var ölvuð og jafnframt að hann hefði enga réttmæta ástæðu til þess að ætla að hún væri því samþykk að hann hefði við hana samræði.“
Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira