Sýknaður af líkamsárás á hendur sambýliskonu sinni Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. mars 2017 23:36 Konan hlaut væga bólgu á enni og roða á húð og hálsi. Maðurinn sagði höfuð þeirra hafa skollið saman af slysni - þau hafi verið að togast á um fatnað hans, hann hefði beygt höfuð sitt eftir fötum með fyrrgreindum afleiðingum. Vísir/GVA Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag karlmann af ákæru um líkamsárás á hendur sambýliskonu sinni. Maðurinn var sakaður um að hafa veist að konunni í viðurvist ungs sonar hennar. Maðurinn, sem neitaði sök, var ákærður fyrir að hafa tekið konuna tvívegis hálstaki og skallað hana í ennið. Þá var hann ákærður fyrir að hafa ógnað og sýnt af sér vanvirðandi háttsemi og ruddalegt athæfi gagnvart syni hennar, sem átti að hafa orðið vitni að árásinni. Maðurinn sagðist fyrir dómi hafa lent í átökum við konuna og ýtt við henni, en neitaði að hafa tekið hana hálstaki. Sagði hann höfuð þeirra hafa skollið saman fyrir slysni. Átökin hefðu átt sér stað inni í svefnherbergi en á meðan hefðu vinir konunnar verið í stofunni að horfa á sjónvarp. Þá hafi sonur konunnar verið inni í stofu og eldhúsi á meðan þessu stóð. Sjálfur sagðist hann hafa hlotið nokkra áverka eftir átökin, bæði hafi hann verið marinn og klóraður um hálsinn. Eitt vitni sagðist hafa séð manninn taka konuna hálstaki og skella henni utan í hurð á meðan annað vitni kvaðst ekki hafa orðið vart við nein handalögmál. Í niðurstöðu dómsins segir að ljóst sé að til einhverra átaka hafi komið. Framburður mannsins hafi verið stöðugur en framburður konunnar ekki. Þá beri vitni ekki með sama hættu um atvik. Því leiki verulegur vafi á að atvik hafi verið með þeim hætti sem manninum var gefið að sök í ákæru. Þá sé jafnframt óljóst hvort sonur konunnar hafi orðið vitni að því sem fram fór á milli fólksins og var maðurinn því sýknaður. Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag karlmann af ákæru um líkamsárás á hendur sambýliskonu sinni. Maðurinn var sakaður um að hafa veist að konunni í viðurvist ungs sonar hennar. Maðurinn, sem neitaði sök, var ákærður fyrir að hafa tekið konuna tvívegis hálstaki og skallað hana í ennið. Þá var hann ákærður fyrir að hafa ógnað og sýnt af sér vanvirðandi háttsemi og ruddalegt athæfi gagnvart syni hennar, sem átti að hafa orðið vitni að árásinni. Maðurinn sagðist fyrir dómi hafa lent í átökum við konuna og ýtt við henni, en neitaði að hafa tekið hana hálstaki. Sagði hann höfuð þeirra hafa skollið saman fyrir slysni. Átökin hefðu átt sér stað inni í svefnherbergi en á meðan hefðu vinir konunnar verið í stofunni að horfa á sjónvarp. Þá hafi sonur konunnar verið inni í stofu og eldhúsi á meðan þessu stóð. Sjálfur sagðist hann hafa hlotið nokkra áverka eftir átökin, bæði hafi hann verið marinn og klóraður um hálsinn. Eitt vitni sagðist hafa séð manninn taka konuna hálstaki og skella henni utan í hurð á meðan annað vitni kvaðst ekki hafa orðið vart við nein handalögmál. Í niðurstöðu dómsins segir að ljóst sé að til einhverra átaka hafi komið. Framburður mannsins hafi verið stöðugur en framburður konunnar ekki. Þá beri vitni ekki með sama hættu um atvik. Því leiki verulegur vafi á að atvik hafi verið með þeim hætti sem manninum var gefið að sök í ákæru. Þá sé jafnframt óljóst hvort sonur konunnar hafi orðið vitni að því sem fram fór á milli fólksins og var maðurinn því sýknaður.
Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira