Umfjöllun: Ísland - Kína 2-1 | Fyrstu landsliðsmörk Málfríðar skiluðu sigrinum Kristinn Páll Teitsson skrifar 8. mars 2017 20:15 Stelpurnar höfnuðu í 9. sæti á Portúgal. vísir/ernir Ísland vann 2-1 sigur á Kína og tryggði sér um leið 9. sæti Alvarve-bikarsins í dag en Málfríður Erna Sigurðardóttir sem skoraði fyrsta mark sitt fyrir hönd íslenska A-landsliðsins í dag skoraði bæði mörk Íslands. Var þetta fyrsti sigur íslenska liðsins á æfingarmótinu sem var liður í undirbúningi liðsins fyrir Evrópumótið í Hollandi í sumar þar sem Ísland mætir Frakklandi í fyrsta leik þann 18. júlí næstkomandi. Íslenska liðið fékk óskabyrjun í báðum hálfleikjum í dag en Málfríður Erna Sigurðardóttir kom Íslandi yfir á áttundu mínútu. Skallaði hún þá hornspyrnu Thelmu Bjarkar Einarsdóttur í netið en þetta var fyrsta mark Málfríðar í treyju íslenska landsliðsins. Í stað þess að íslenska liðið nýtti sér markið til að ná stjórn á leiknum var það kínverska liðið sem tók öll völd. Þrátt fyrir að skapa sér ekki mörg færi gaf kínverksa liðið því íslenska aldrei frið og áttu Stelpurnar okkar erfitt með að halda boltanum innan liðsins. Var það því verðskuldað þegar Wang Shanshan jafnaði metin tíu mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks eftir slæm mistök í vörn íslenska liðsins en hún hafði þegar farið illa með fín færi. Staðan var því jöfn í hálfleik en Ísland fékk sannkallaða draumabyrjun í seinni hálfleik þegar Málfríður bætti við öðru marki sínu og öðru marki Íslands eftir frábæra hornspyrnu Margrétar Láru Viðarsdóttur. Stýrði hún boltanum í netið af stuttu færi, óverjandi fyrir markmanninn. Íslenska liðinu gekk betur að róa niður leikinn í seinni hálfleik og fækka mistökunum en liðin fengu bæði færi til þess að bæta við mörkum. Tang Jiali átti stangarskot fyrir kínverska liðið en hinumegin voru varamennirnir Elín Metta Jensen og Sara Björk Gunnarsdóttir nálægt því að innsigla sigurinn með þriðja marki Íslands. Var mun meira öryggi yfir leik íslenska liðsins í seinni hálfleik og sigldu þær sigrinum einfaldlega örugglega heim þrátt fyrir að hafa dreift álaginu vel. Fótbolti Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Dagskráin í dag: Árið gert upp í Sportsíldinni Sport Fleiri fréttir Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Sjá meira
Ísland vann 2-1 sigur á Kína og tryggði sér um leið 9. sæti Alvarve-bikarsins í dag en Málfríður Erna Sigurðardóttir sem skoraði fyrsta mark sitt fyrir hönd íslenska A-landsliðsins í dag skoraði bæði mörk Íslands. Var þetta fyrsti sigur íslenska liðsins á æfingarmótinu sem var liður í undirbúningi liðsins fyrir Evrópumótið í Hollandi í sumar þar sem Ísland mætir Frakklandi í fyrsta leik þann 18. júlí næstkomandi. Íslenska liðið fékk óskabyrjun í báðum hálfleikjum í dag en Málfríður Erna Sigurðardóttir kom Íslandi yfir á áttundu mínútu. Skallaði hún þá hornspyrnu Thelmu Bjarkar Einarsdóttur í netið en þetta var fyrsta mark Málfríðar í treyju íslenska landsliðsins. Í stað þess að íslenska liðið nýtti sér markið til að ná stjórn á leiknum var það kínverska liðið sem tók öll völd. Þrátt fyrir að skapa sér ekki mörg færi gaf kínverksa liðið því íslenska aldrei frið og áttu Stelpurnar okkar erfitt með að halda boltanum innan liðsins. Var það því verðskuldað þegar Wang Shanshan jafnaði metin tíu mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks eftir slæm mistök í vörn íslenska liðsins en hún hafði þegar farið illa með fín færi. Staðan var því jöfn í hálfleik en Ísland fékk sannkallaða draumabyrjun í seinni hálfleik þegar Málfríður bætti við öðru marki sínu og öðru marki Íslands eftir frábæra hornspyrnu Margrétar Láru Viðarsdóttur. Stýrði hún boltanum í netið af stuttu færi, óverjandi fyrir markmanninn. Íslenska liðinu gekk betur að róa niður leikinn í seinni hálfleik og fækka mistökunum en liðin fengu bæði færi til þess að bæta við mörkum. Tang Jiali átti stangarskot fyrir kínverska liðið en hinumegin voru varamennirnir Elín Metta Jensen og Sara Björk Gunnarsdóttir nálægt því að innsigla sigurinn með þriðja marki Íslands. Var mun meira öryggi yfir leik íslenska liðsins í seinni hálfleik og sigldu þær sigrinum einfaldlega örugglega heim þrátt fyrir að hafa dreift álaginu vel.
Fótbolti Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Dagskráin í dag: Árið gert upp í Sportsíldinni Sport Fleiri fréttir Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Sjá meira